Mustang sýningin er samstarfsverkefni Brimborgar og Mustang klúbbsins. Klúbbinn styrki Brimborg ekki fjárhagslega og nær allur kostnaður sýningarinnar og markaðsetning fellur á Brimborg, eini kostnaður klúbbsins er prentun á sýningarplöggum og öll vinna við sýninguna af hálfu klúbbsins er sjálfboðavinna. En að sjálfsögðu er þetta alveg gríðarlega góð auglýsing fyrir Brimborg og svo lengi sem Brimborgarmenn eru til í lána klúbbnum húsnæðið sitt munu þessar sýningar halda áfram að vera árlegur viðburður.
Þess má geta að á næsta ári verður Mustanginn 50 ára og í tilefni þess mun sýningin tvöfaldast í magni bíla og sýningardaga
Mustang sýningin er mun minni í sniðum en sýningar KK, rúmlega 23-25 tæki, meðan að KK sýningar er margföld sú tala og bjóða upp á mun víðara svið sýningartækja. Sýningar Mustang klúbbsins eru eins og nafnið gefur til kynna, einbeitar á eina gerð bíls.
KK sýninganar hafa alltaf verið með fulltrúa ýmissa klúbba og fyrirtækja á sýningum sínum og ég get ekki séð að sýningar Mustang klúbbsins séu hafa tekjur af KK, þvert á móti ætti svona sýningar auka á þorsta fólks að skoða klassíska bíla og virkja það í að kíkja á bílaviðburði.
Til dæmis Muscle car dagar KK er með fleiri bíla en Mustang sýningin, þannig ef litið er á fjölda bíla á sýningunni þá er hún minni viðburður en hver annar KK viðburður
Stóri munurinn liggur í fjölda fólks sem sækir sýninguna.
Kveðja,
Björn