langaði að vita hvað kom til landsins af ford gran torino 1972, pabbi átt einn eða má segja á einn en hann bræddi úr honum og gróf hann, ég veit að hann var blár með 351 undir húddinu með víniltopp og hann átti hann á árunum 1982, bræddi úr honum 1986 eða 87 og gróf hann um 1991, hann keipti hann af manni sem heitir Vilhjálmur Bjarnason á reyðarfirði, en annars hef ég ekki séð neina mynd eða neitt af honum. ég veit af torinoinum hanns Gulla Helga, þessi rauði með 514 bbf og þekki ég Gulla persónulega þannig ég veit allt um þann bíl og var pabbi einhvern tíman að tala um það að aftur stuðarinn á þeim bíl sé stuðarinn af gamla bílnum hans pabba en ég gæti vel verið að rugla með það. þannig spurningin er hvað er til af þessum bílum og hverjir eru dauðir?