Author Topic: Keppnisreglur MSÍ taka gildi þann 1.des 2012  (Read 9093 times)

Offline Haffman

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 46
    • View Profile
    • www.67racing.is
Keppnisreglur MSÍ taka gildi þann 1.des 2012
« on: November 14, 2012, 17:33:26 »
Regluverk fyrir hjól er enn í vinnslu en klárast fyrir 1.des.

En það sem er klárt verður ekki breytt úr þessu eru flokkarnir. Ég tel óþarfi að hafa það "leyndar mál" og ætla þvi að birta þá hérna, með fyrirvara um að regluverkið er ekki klárt og gæti breyst þó það teljist ólíklegt.

1. og 2. gr. Flokka skipting:
1.Kvartmíla, Götuspyrna, hjólamíla og aðrar spyrnur á malbiki

1.1.Krossarar (K)
1.1.1.Öll krosshjól leyfð
1.1.2.Ökutæki þarf ekki að vera á númerum
1.1.3.Dekkjabúnaður er frjáls
1.1.4.Neyðarádrepari sem hægt er að ná í með báðar hendur á stýri.

1.2.F hjól (F)
1.2.1.Ökutæki Skal vera á númerum og fullskoðað af viðurkenndri skoðunarstöð. Ökutæki skal geta staðist slíka skoðun á keppnisstað
1.2.2.Hjólbarðar skulu vera götulöglegir og DOT merktir

1.3.Hippar (H)
1.3.1.Hippar með 3 cyl eða færri
1.3.2.Ökutæki Skal vera á númerum og fullskoðað af viðurkenndri skoðunarstöð. Ökutæki skal geta staðist slíka skoðun á keppnisstað
1.3.3.Hjólbarðar skulu vera götulöglegir og DOT merktir

1.4.Götuhjól að 900cc (G-)
1.4.1.Götuhjól með 899 cc eða minni mótor
1.4.2.Ökutæki Skal vera á númerum og fullskoðað af viðurkenndri skoðunarstöð. Ökutæki skal geta staðist slíka skoðun á keppnisstað
1.4.3.Hjólbarðar skulu vera götulöglegir og DOT merktir
1.4.4.Strappar, lengingar, ofrisvarnargrindur og allar mótorbreytingar bannaðar.
1.4.5.Aukaaflgjafar bannaðir

1.5.Götuhjól 900cc og yfir CC (G+)
1.5.1.Götuhjól með 900 cc eða stærri mótor
1.5.2.Ökutæki Skal vera á númerum og fullskoðað af viðurkenndri skoðunarstöð. Ökutæki skal geta staðist slíka skoðun á keppnisstað
1.5.3.Hjólbarðar skulu vera götulöglegir og DOT merktir
1.5.4.Strappar, lengingar, ofrisvarnargrindur og allar mótorbreytingar bannaðar.
1.5.5.Aukaaflgjafar bannaðir
1.5.6.Leyfilegt er fyrir hjól með 600cc til 750cc mótor og mótorbreytingar að keppa í þessum flokk. Að öðrum kosti fara öll hjól með mótorbreytingar í O eða B flo

1.6. Breytt Götuhjól
1.6.1. Götuhjól með breytingar á mótor
1.6.2. Ökutæki Skal vera á númerum og fullskoðað af viðurkenndri skoðunarstöð. Ökutæki skal geta staðist slíka skoðun á keppnisstað
1.6.3. Hjólbarðar skulu vera götulöglegir og DOT merktir
1.6.4 ofrisvarnargrindur bannaðar.

1.7 Opinn flokkur (O)
1.7.1 Öll mótorhjól leyfð
1.7.2 Ökutæki þarf ekki að vera á númerum
1.7.3 Dekkjabúnaður er frjáls

1.8 Breyting á mótor
1.8.1 Í öllum flokkum nema opnum flokki skal nota mótor úr vélhjóli. Sé skipt um mótor, ákvarðar ný vél flokk ökutækis. Taka skal mið af rúmcentimetrum og þeim breytingum sem eru í vél/mótor ef einhverjar eru. Hjól með mótor annan en þann sem kom í hjólinu frá framleiðanda þurfa að standast löggilta aðalskoðun. Að öðru leitu þurfa hjól að vera Homologation frá FIM í flokkum K,G+,G-,B
1.8.2 Mótorbreytingar teljast allar breytingar sem átt er við mótor. Breytingar á þjöppu, stimplum, sveifarás, kambás, heddpakkningu og “blue print”. Þessi listi þarf ekki að vera tæmandi. Heimilt er að breyta og skipta um kúplingsbúnað, hvort sem er körfur, diska, gorma eða annað sem tilheyrir kúplingu.
1.8.3 Keppnistjóra er heimild til að vísa keppanda úr keppni fyrir brot á þessum reglum sé brotið vísvitandi eða færa keppanda um flokk séu aðrar ástæður fyrir broti.
1.8.4 Keppanda er skylt að kynna sér breytingar á keppnistæki, skrá sig í réttan flokk og gefa upp breytingar (eigi það við) telji skoðunarmaður, keppnisstjóri eða Götuhjóla og spyrnunefnd MSÍ ástæðu til.

2.Sandspyrna:
2.1.Unglingaflokkur (MU)
2.1.1.Krosshjólaflokkur fyrir 14, 15 og 16 ára unglinga
2.1.2.Krosshjól og endurohjól leyfð
2.1.3.Hámarks vélarstærð 250cc
2.1.4.Engin þyngdartakmörk
2.1.5.Skylt er að loka framgjörð tryggilega

2.2.Mótorhjól 1 cyl (1C)
2.2.1.Krosshjól, endurohjól, mótorhjól, götuhjól og sérsmíðuð Hjól (tvíhjól)
2.2.2.Hámarksvélarstærð 1 cyl
2.2.3.Engin þyngdartakmörk
2.2.4.Skylt er að loka framgjörð tryggilega

2.3.Mótorhjól 2 cyl + (2C+)
2.3.1.Krosshjól, endurohjól, mótorhjól, götuhjól og sérsmíðuð Hjól (tvíhjól)
2.3.2.Bílvélar bannaðar
2.3.3.Engin þyngdartakmörk
2.3.4.Skylt er að loka framgjörð tryggilega

2.4.Fjórhjól (FJ)
2.4.1.Fjórhjól, þríhjól og sexhjól
2.4.2.Enginn hámarksstærð á vél, bílvélar bannaðar
2.4.3.Enginn þyngdartakmörkun

2.5.Vélsleðar (V)
2.5.1.Vélsleðar knúnir einu belti
2.5.2.Enginn hámarksstærð á vél, bílvélar bannaðar
2.5.3.Enginn þyngdartakmörkun
2.5.4.Skylt er að loka gati fremst á skíði tryggilega

Sé eitthvað sem mönnum finnst "ekki eiga rétt á sér" eru þeir vinsamlegast beðnir um að koma þeim skoðunum
til síns manns innan Götuhjóla og spyrnunefdar. Í BA tilfelli er það Björgvin og hjá KK er það Jón Bjarni þeir munu síðan ræða það áfram hvort breytingar séu nauðsinlegar.
« Last Edit: November 24, 2012, 10:45:16 by Jón Bjarni »

Offline SupraTT

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 151
    • View Profile
Re: Keppnisreglur MSÍ taka gildi þann 1.des 2012
« Reply #1 on: November 16, 2012, 00:05:19 »
líst bara helvíti vel á þetta :) 
Suzuki Hayabusa // 9.78@139mph // 1.42 60ft
Suzuki GSX-R 1000 K7 10.00@147.5mph //Annað sæti KOTS 2012
9.42@147mph Án nitro // 1.52 60ft Mesti endahraði 149mph
9.28@151.5mph með Nitro // 1.58 60ft Mesti endahraði 153.6mph

CBR 954 10.6@135mph // Selt

Offline Lindemann

  • Certified safety inspector
  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 538
    • View Profile
Re: Keppnisreglur MSÍ taka gildi þann 1.des 2012
« Reply #2 on: November 16, 2012, 17:43:25 »
Þetta er flott! mér finnst þetta vera einfaldar, skýrar og góðar reglur miðað við fyrstu sýn a.m.k.  :D
Kv. Jakob B. Bjarnason

Offline Seini

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 35
    • View Profile
Re: Keppnisreglur MSÍ taka gildi þann 1.des 2012
« Reply #3 on: November 18, 2012, 18:08:29 »
Ansi mikil einföldun.  :shock:

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Re: Keppnisreglur MSÍ taka gildi þann 1.des 2012
« Reply #4 on: November 19, 2012, 00:34:46 »
Er ekki svoldið gróft að götuhjól með lengri gaffal og nítró lendi í flokk með þessu ??? :


« Last Edit: November 19, 2012, 00:36:42 by Trans Am »
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline SupraTT

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 151
    • View Profile
Re: Keppnisreglur MSÍ taka gildi þann 1.des 2012
« Reply #5 on: November 19, 2012, 01:37:38 »
það er nú reyndar eina sem mér finnst svolitið asnalegt að það sé ekki flokkur fyrir breytt götuhjól.  Því í rauninni væri hægt að mæta með top fuel drag bike i þennan opna flokk .  
Suzuki Hayabusa // 9.78@139mph // 1.42 60ft
Suzuki GSX-R 1000 K7 10.00@147.5mph //Annað sæti KOTS 2012
9.42@147mph Án nitro // 1.52 60ft Mesti endahraði 149mph
9.28@151.5mph með Nitro // 1.58 60ft Mesti endahraði 153.6mph

CBR 954 10.6@135mph // Selt

Offline Haffman

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 46
    • View Profile
    • www.67racing.is
Re: Keppnisreglur MSÍ taka gildi þann 1.des 2012
« Reply #6 on: November 19, 2012, 16:30:03 »
það er nú reyndar eina sem mér finnst svolitið asnalegt að það sé ekki flokkur fyrir breytt götuhjól.  Því í rauninni væri hægt að mæta með top fuel drag bike i þennan opna flokk .  

Það er verið að vinna í þessu tiltekna atriði. Eina sem ekki var fullklárað en verður klárt fyrir 1.des

Offline Jón Bjarni

  • Administrator
  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 111.750
    • View Profile
    • Myndirnar mínar
Re: Keppnisreglur MSÍ taka gildi þann 1.des 2012
« Reply #7 on: November 24, 2012, 10:45:40 »
smá breyting á þessu.. einu flokki bætt við :)
Jón Bjarni Jónsson - Upplýsingarfulltrúi Kvartmíluklúbbsins
BMW 530D MR.X editon

Offline Kristján Skjóldal

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 4.781
  • ef stórt er gott þá er stærra betra
    • View Profile
Re: Keppnisreglur MSÍ taka gildi þann 1.des 2012
« Reply #8 on: November 24, 2012, 22:40:46 »
sem er ???? :shock:
best á Camaro 1972 1,49 60 f 6,49 1/8  10,19 1/4 @ 131.96.  best á  Blower Camaro 1967 1,16 60 F 5,12 1/8 og 8,16 1/4 @169. best á Dragga 8,26 @ 170,97 en þá voru ekki komnir 60 f timar. sandur 3,34 draggi og á hjóli 4,56 kveðja Kristján Skjóldal

Offline SupraTT

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 151
    • View Profile
Re: Keppnisreglur MSÍ taka gildi þann 1.des 2012
« Reply #9 on: November 25, 2012, 01:27:36 »

Thetta er helvíti fínt :)

sem er ???? :shock:

Breytt götuhjól ;)
Suzuki Hayabusa // 9.78@139mph // 1.42 60ft
Suzuki GSX-R 1000 K7 10.00@147.5mph //Annað sæti KOTS 2012
9.42@147mph Án nitro // 1.52 60ft Mesti endahraði 149mph
9.28@151.5mph með Nitro // 1.58 60ft Mesti endahraði 153.6mph

CBR 954 10.6@135mph // Selt

Offline Yellow

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 534
  • MOPAR & BMW !!!!!
    • View Profile
    • Facebook
Re: Keppnisreglur MSÍ taka gildi þann 1.des 2012
« Reply #10 on: November 25, 2012, 01:43:20 »
Ansi mikil einföldun.  :shock:



Er þessi mynd tekin á Íslandi?

Þetta gæti alveg verið í Lindahverfinu æi Kópavoginum.
Gunnlaugur Berg Sturluson

Drauma Bílanir:
1969 Dodge Charger R/T 426 HEMI
1970 Chevrolet Chevelle SS 454
1968 Ford Mustang 390 FastBack 2+2

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Re: Keppnisreglur MSÍ taka gildi þann 1.des 2012
« Reply #11 on: November 25, 2012, 11:01:12 »
Hún er tekin þar, Steini á þetta hjól (Geitungurinn).
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline baldur

  • Administrator
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
    • http://foo.is
Re: Keppnisreglur MSÍ taka gildi þann 1.des 2012
« Reply #12 on: November 25, 2012, 13:42:17 »
það er nú reyndar eina sem mér finnst svolitið asnalegt að það sé ekki flokkur fyrir breytt götuhjól.  Því í rauninni væri hægt að mæta með top fuel drag bike i þennan opna flokk .   

Hljómar eins og lúxusvandamál ef einhver mætir með top fuel drag bike.
Baldur Gíslason

1995 Mitsubishi Eclipse GSX 4x4 turbo
1992 Polaris Indy RXL 136" turbo

Turbo or no go.

Offline SupraTT

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 151
    • View Profile
Re: Keppnisreglur MSÍ taka gildi þann 1.des 2012
« Reply #13 on: November 25, 2012, 22:03:58 »
það er nú reyndar eina sem mér finnst svolitið asnalegt að það sé ekki flokkur fyrir breytt götuhjól.  Því í rauninni væri hægt að mæta með top fuel drag bike i þennan opna flokk .   

Hljómar eins og lúxusvandamál ef einhver mætir með top fuel drag bike.

væri nú ekki leiðinlegt að eiga eitt stykki,  en var aðalega að benda á að það væri álika vitlaust einsog að hafa götubíla og OF í sama flokk.  En það er buið að laga þetta núna :)
Suzuki Hayabusa // 9.78@139mph // 1.42 60ft
Suzuki GSX-R 1000 K7 10.00@147.5mph //Annað sæti KOTS 2012
9.42@147mph Án nitro // 1.52 60ft Mesti endahraði 149mph
9.28@151.5mph með Nitro // 1.58 60ft Mesti endahraði 153.6mph

CBR 954 10.6@135mph // Selt

Offline dedion

  • In the pit
  • **
  • Posts: 68
    • View Profile
Re: Keppnisreglur MSÍ taka gildi þann 1.des 2012
« Reply #14 on: December 02, 2012, 13:27:38 »
Í hippaflokk þá segið þið 3cyl eða færri erum við þá að tala um að Triump speed og street triple megi vera þar og einnig sá stóri sem er 2300cc?
ekki gott og sanngjarnt :-(
Kv.Ingó.    www.dedion.is   www.grillo.is

Offline Haffman

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 46
    • View Profile
    • www.67racing.is
Re: Keppnisreglur MSÍ taka gildi þann 1.des 2012
« Reply #15 on: December 02, 2012, 20:26:32 »
Í hippaflokk þá segið þið 3cyl eða færri erum við þá að tala um að Triump speed og street triple megi vera þar og einnig sá stóri sem er 2300cc?
ekki gott og sanngjarnt :-(

Street Triple fer í G flokk enda Street fighter.
Rocket fer hinsvegar í H flokk. Sanngjarnt eða ekki sanngjarnt línan verður að vera e-h staðar.

Við gefum okkur tvö tímabil til að slípa regluverkið til. Sé eitthvað sem reynist illa verður það skoðað.
Rocket er hinsvegar ekki hausverkur þar sem "fá" eru til, aldrei mætt í spyrnur en yrði fræbært ef e-h kæmi á slíku hjóli.

Offline Kristján Skjóldal

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 4.781
  • ef stórt er gott þá er stærra betra
    • View Profile
Re: Keppnisreglur MSÍ taka gildi þann 1.des 2012
« Reply #16 on: December 03, 2012, 08:39:24 »
he he þetta er frábært svar hjá ykkur í þessari nefnd !!!! sko rocket 3 er að keppa við Vmax allstaðar úti  :idea:og það eru til en fleyri svoleðis hjól hér á landi en svona Vmax þaug eru 2stk til  :lol: en bara hér á ak eru allvega 4 stk rocket 3 !!og svo þetta með að breita reglum bara ár eftir ár er frekar þreitt það þíðir að öll met sem set eru verða að eingu ](*,) =;sem er bara rugll ](*,) þið eru bara ekki að skilja þetta það skiftir ekki máli hvort það sé bannað þetta Vmax hjól sem allir eru hræddir við þegar það á að leifa rocket 3 ég sé ekki mun þar á hjólum  ](*,) ](*,) ](*,) ](*,) ](*,) ](*,) [-X [-X [-X [-X [-X [-X [-X [-X
best á Camaro 1972 1,49 60 f 6,49 1/8  10,19 1/4 @ 131.96.  best á  Blower Camaro 1967 1,16 60 F 5,12 1/8 og 8,16 1/4 @169. best á Dragga 8,26 @ 170,97 en þá voru ekki komnir 60 f timar. sandur 3,34 draggi og á hjóli 4,56 kveðja Kristján Skjóldal

Offline Haffman

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 46
    • View Profile
    • www.67racing.is
Re: Keppnisreglur MSÍ taka gildi þann 1.des 2012
« Reply #17 on: December 03, 2012, 09:29:21 »
he he þetta er frábært svar hjá ykkur í þessari nefnd !!!! sko rocket 3 er að keppa við Vmax allstaðar úti  :idea:og það eru til en fleyri svoleðis hjól hér á landi en svona Vmax þaug eru 2stk til  :lol: en bara hér á ak eru allvega 4 stk rocket 3 !!og svo þetta með að breita reglum bara ár eftir ár er frekar þreitt það þíðir að öll met sem set eru verða að eingu ](*,) =;sem er bara rugll ](*,) þið eru bara ekki að skilja þetta það skiftir ekki máli hvort það sé bannað þetta Vmax hjól sem allir eru hræddir við þegar það á að leifa rocket 3 ég sé ekki mun þar á hjólum  ](*,) ](*,) ](*,) ](*,) ](*,) ](*,) [-X [-X [-X [-X [-X [-X [-X [-X

 Allavega, svona er þetta fyrir næsta tímabil.

 Séu frekari athugasemdir er þér hér með bent á að ræða þetta við þinn mann innan nefndarinnar sem er
 Björgvin. (BA)
 
 Þeir nefndarmenn sem sitja í nefndinni fyrir hvern klúbb fara með málefni meðlima sinna.