Author Topic: Til sölu Jeep Cherokee sem þarfnast viðgerða. - fleiri myndir  (Read 2166 times)

Offline rockstone

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 49
    • View Profile
Til sölu Jeep Cherokee sem þarfnast viðgerða.

Árgerð 1988, fornbíll á næsta ári.
Litur vínrauður.
Vél 4.0l 6 cylendra línu vél.
Grá leðursæti.
Bíll er á mjög góðum nagladekkjum sem eru eins og ný. 29-30" minnir mig.
ekinn um 135þ mílur (~220þ km)
Fjórhjóladrif og Afturdrif (millikassi)
Rafmagn í rúðum
Rafmagn í sætum
Filmur í aftari gluggum

Einnig fylgir með DER fyrir ofan framrúðu og spoiler á afturhlera.

Púst á að vera nýlegt, búið að opna það aðeins.

Bíllinn hefur ekki verið á númerum í nokkur ár, seinast var hann með 2006 skoðun.
Hann er ekki á númerum, og selst svoleiðis.


Gallar sem ég er búinn að finna:
Þarf að skipta um diska og klossa að framan, er búinn að kaupa diska og klossa, það fylgir með.
Hjólalega v/m að framan er mikið slag í, búinn að kaupa glænýja legu sem fylgir með.
Bílstjórasætið er pínu laust.
Rafmagn í rúðum, en ekki alveg í toppstandi. T.d. má ekki setja rúðu bílstjóramegin alveg niður.
Pínu rið hér og þar en ekki mikið, var útá landi þessi bíll, Sílsar eru heilir sem er sjaldgæft.
Lakk hefur séð betri tíma, glæra mikið flögnuð.
Dropar einhverstaðar vélarolíu, veit ekki hvar samt.
Bíll fer í gang og keyrir, en ef maður fer af gjöf og snúningarnir fara niður fyrir 1þ rpm þá fer hann alveg niður og drepur á sér? en þegar maður en ný búinn að kveikja á honum, þá gengur hann hægagang.
Rafgeymir er ónýtur og fylgir ekki.
Klæðning í innréttingu, toppinum, byrjuð að síga.
Skottpumpur voru ónýtar, fylgja aðrar með sem virka.
Það þarf einhvað að skoða rúðpiss.
Það þarf að skoða ljós, sum kveikna ekki á og sum kveikna á þegar annað ljós er kveikt á, getur verið jarðtenging, en ekki viss.
Spegill farþegamegin, festingin fyrir hann er skemmd, þannig hann rétt tollir á.
Ekki fleira sem ég man í augnablikinu.

Númerið á bílnum er RB-224

Veit ekki hvaða verð maður á að setja á þetta, en óska eftir tilboði.

Fleiri myndir: http://s848.photobucket.com/albums/ab43/bmwmontrealblau/Cherokee%201988/

Ein mynd, en kem með betri myndir um helgina.

« Last Edit: September 30, 2012, 19:27:25 by rockstone »
Bergsteinn Dagur Ægisson

Offline rockstone

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 49
    • View Profile
Bergsteinn Dagur Ægisson