Spáin fyrir næsta fimmtudag er alveg frábær og þess vegna er boðað til ferðar á Þingvöll.
Farið verður frá N1 Ártúnsholti - syðri stöðinni (á leiðinni út úr bænum) kl 18.30 Ekið Mosfellsheiði inn í þjóðgarðinn og stoppað í Almannagjá og síðan inná þjónustumiðstöðina.
Stoppa þar aðeins og aka síðan inn á Nesjavallvirkjun.
Klúbburinn býður upp á grillaðar pylsur þar (en hver og einn kemur með sitt að drekka).
Keyrum síðan Nesjavallaleið heim.
Um að gera að taka myndavélar með því Þingvellir eru alltaf flottir og síðan er magnað að taka myndir umhverfis virkjunina að Nesjavöllum (gufuútstreymi í baksýn).
Förum snemma því það er farið að dimma upp úr kl 21.30
Eru einhverjir með ?
Gott og gaman ef menn vildu svara þessum pósti svo við vitum ca um fjölda.
Allir velkomnir!!