Við skelltum okkur í víking í höfuðstaðinn í norðri.
Fengum dúndurveður yfir verslunarmannahelgina, vorum sólbrunnir og sællegir á sandspyrnusvæði Akureyringa.
Jens Herlufsen Fiat Toppolino 434 KK

Grétar Franksson Dragster 358 KK

Magnús Finnbjörnsson FED 406 KK

Auðunn H. Herlufsen Volvo PV 544 KK

Páll S. Guðsteinsson Chevrolet Nova KK

Leifur Rósinberg Ford Pinto KK

Þarna voru einnig Hafliði Guðjóns og synir sem eru klúbbnum að góðu kunnir.

60 keppendur mættu til leiks á hinum ýmsu farartækjum, Stóru götuhjólin voru áberandi átta talsins og að auki var keyrður unglingaflokkur.



Vert er að minna á að Kvartmíluklúbburinn er með sandspyrnubraut á sínu skipulagi, á akstursíþróttasvæðinu í Kapelluhrauni.
Síðustu misseri hefur talsverð vinna hefur verið lögð í að fá úthlutað sandsvæði í grennd við Hafnarfjörð en án árángurs.
Nýjustu tilmæli Hafnarfjarðar er að koma upp svæði hjá okkur þarsem það sé á skipulagi, og hef ég á tilfinningunni að hætt sé við að Klúbburinn geti misst sínn réttindi ef ekki er áhugi fyrir frekari uppbyggingu.
Hafnarfjörður er jákvæður í að liðsinna klúbbnum einsog tilefni eru til með byggingu sandspyrnubrautar, hvað svo sem það þýðir...
hvert vill Klúbburinn stefna í þessum efnum? skipulagið er stórt og yfirgripsmikið veit ég og hugmyndirnar eru háleitar. Auðvitað er lægð núna, en við komumst ekkert nema vera með stefnu og einhversstaðar þarf að byrja.
Mun Klúbburinn byrja á sandspyrnubraut?