Author Topic: 6 á vegum Kvartmíluklúbbsins  (Read 5658 times)

Offline maggifinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.291
    • View Profile
6 á vegum Kvartmíluklúbbsins
« on: August 10, 2012, 17:51:42 »
Við skelltum okkur í víking í höfuðstaðinn í norðri.
 Fengum dúndurveður yfir verslunarmannahelgina, vorum sólbrunnir og sællegir á sandspyrnusvæði Akureyringa.


Jens Herlufsen         Fiat Toppolino 434   KK


Grétar Franksson      Dragster 358      KK


Magnús Finnbjörnsson    FED 406  KK


Auðunn H. Herlufsen      Volvo   PV 544   KK


Páll S. Guðsteinsson      Chevrolet Nova   KK


Leifur Rósinberg               Ford Pinto   KK


Þarna voru einnig Hafliði Guðjóns og synir sem eru klúbbnum að góðu kunnir.


 60 keppendur mættu til leiks á hinum ýmsu farartækjum, Stóru götuhjólin voru áberandi átta talsins og að auki var keyrður unglingaflokkur.




 Vert er að minna á að Kvartmíluklúbburinn er með sandspyrnubraut á sínu skipulagi, á akstursíþróttasvæðinu í Kapelluhrauni.
 Síðustu misseri hefur talsverð vinna hefur verið lögð í að fá úthlutað sandsvæði í grennd við Hafnarfjörð en án árángurs.
 Nýjustu tilmæli Hafnarfjarðar er að koma upp svæði hjá okkur þarsem það sé á skipulagi, og hef ég á tilfinningunni að hætt sé við að Klúbburinn geti misst sínn réttindi ef ekki er áhugi fyrir frekari uppbyggingu.

 Hafnarfjörður er jákvæður í að liðsinna klúbbnum einsog tilefni eru til með byggingu sandspyrnubrautar, hvað svo sem það þýðir...

 hvert vill Klúbburinn stefna í þessum efnum? skipulagið er stórt og yfirgripsmikið veit ég og hugmyndirnar eru háleitar. Auðvitað er lægð núna, en við komumst ekkert nema vera með stefnu og einhversstaðar þarf að byrja.
 
 Mun Klúbburinn byrja á sandspyrnubraut?
 

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Re: 6 á vegum Kvartmíluklúbbsins
« Reply #1 on: August 10, 2012, 18:36:05 »
Ég hef mikinn áhuga á sandspyrnu og ég hef þykist vita að meirihluti stjórnar hafi það líka. Þið "sandspyrnuhópurinn" voruð komnir með umboð stjórnar
að vinna í þessum málum.

Smári sagði okkur að það væri ekki auðvelt/ódýrt að nálgast efni í slíka braut en ég mæli með að þið talið við hann eða við jafnvel hittumst allir og förum yfir stöðuna.
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline maggifinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.291
    • View Profile
Re: 6 á vegum Kvartmíluklúbbsins
« Reply #2 on: August 10, 2012, 19:00:10 »
Flott Frikki, gaman að heyra.

 Það er eitt að athuga með sandsvæði utan Kapelluhrauns.

 það er annað að athuga með sandsvæði á heimavelli.

 Við þurfum að koma saman og skoða þessi mál, og um að gera að viðra sig þangað til hér á netinu.

 
 Hér eru svo þrjú vídjó, svona aðeins til að kynda í mannskapnum..

Maggi Finn Grétar Franks
Maggi vs Grétar seinni ferð
Maggi vs Skjóldal

 Ég minni á að tveir sandar eru eftir á árinu, þeir verða fyrsta og 22 september á svæði BA.  Tilvalið fyrir menn að skreppa norður og styðja sína félaga.


Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Re: 6 á vegum Kvartmíluklúbbsins
« Reply #3 on: August 10, 2012, 19:40:42 »
Frábær video, er þessi braut ekki of mjó á Akureyri ?

Hvers konar jarðvegur ætli sé bestur í þetta sport ?
Top Fuel Sand Dragster in the Desert
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Re: 6 á vegum Kvartmíluklúbbsins
« Reply #4 on: August 10, 2012, 19:59:11 »
Ég fann þetta :
Track
A sand drag racing track is 300 feet (100 yards) long, which is the same distance as a football field. The surface consists of a dirt/sand/clay mix that creates optimal traction for the sand drag racing vehicles. Track grooming is necessary to maintain a competitive and safe race surface for all competitors.

http://www.socalsanddrags.com/scsda-fans
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline maggifinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.291
    • View Profile
Re: 6 á vegum Kvartmíluklúbbsins
« Reply #5 on: August 10, 2012, 20:22:35 »
Efnið hjá BA er að mestu leyti mold, með smásteinum. Sennilega svipað og á vídjóinu af TF dragganum.

 Keppendur tína grjót fyrir keppni. Ég hef persónulega tínt þar stærri steina en ég kæri mig um.

 Óháð nánast hvað menn gera úti, þá væri gaman að vera með annarsskonar yfirborð en er fyrir norðan, fyrir fjölbreitni og annars konar skilyrði fyrir keppnistæki.

 Ég er eiginlega til í að fullyrða að engin sandmótaröð í heiminum keyrir í svörtum fjörusandi einsog fyrirfinnst hér á íslandi.
 Malbikunarstöðin er nágranni okkar og vonandi velgjörðaraðili, það er skoðandi hvort þeir noti eitthvað sem við getum nýtt, eða haft samskot um. Það er hugmynd.

 Braut Norðanmanna batnar með hverri keppni, nú var lögð áhersla að lengja bremsukaflann frá því síðast.
 Ég reikna með að brautin þeirra taki smám saman framförum hvað varðar breidd og öryggissvæði. En þetta tekur bæði tíma og kostar peninga.
 
 
« Last Edit: August 10, 2012, 20:25:21 by maggifinn »

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Re: 6 á vegum Kvartmíluklúbbsins
« Reply #6 on: August 10, 2012, 20:40:41 »
Já þetta þarf að klárlega að gerast með hjálp fjársterkra, mót næstu 5 árin sem dæmi gætu þess vegna verið auglýst undir merkjum fyrirtækja sem að vekefninu kæmu.
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline ÁmK Racing

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 679
    • View Profile
Re: 6 á vegum Kvartmíluklúbbsins
« Reply #7 on: August 11, 2012, 00:10:47 »
Já þetta var cool keppni og voru okkar menn til sóma.En Maggi hvernig var svæðið í Stapafelli er ekki hægt að græja eitthvað gott þar fyrir lítið fé?Kv Árni
Camaro 92 632 cid.
  Fljótasti Door Slammer á landinu.
Camaro Z28 84 355 cid
Árni Már Kjartansson.

Offline Elmar Þór

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 704
    • View Profile
    • http://www.cardomain.com/ride/2256211/1
Re: 6 á vegum Kvartmíluklúbbsins
« Reply #8 on: August 11, 2012, 00:27:30 »
Það er lítið varið í svæðið í Stapafellinu, en þó er þar smá ræma sem hægt væri að nýta, en það svæði þarf að vinna og keyra í það efni sem kemur aftur að kostnaðarliðnum :(
Elmar Þór Hauksson
Big bad racing plymouth
------------------------------------
Plymouth Road Runner '69
Plymouth Fury '71
Jeep Cherokee '90
Benz E220 '96
Benz E250 '95

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Re: 6 á vegum Kvartmíluklúbbsins
« Reply #9 on: August 11, 2012, 09:21:23 »
Mín skoðun er að eina vitið til framtíðar er að græja svona braut á svæðinu okkar, þar höfum við sjoppuna, vatn, rafmagn og salernisaðstöðu og allt til alls.  8-)
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline motorstilling

  • In the pit
  • **
  • Posts: 58
    • View Profile
Re: 6 á vegum Kvartmíluklúbbsins
« Reply #10 on: August 21, 2012, 13:01:18 »
Mín skoðun er að eina vitið til framtíðar er að græja svona braut á svæðinu okkar, þar höfum við sjoppuna, vatn, rafmagn og salernisaðstöðu og allt til alls.  8-)

Það er algjörlega málið, ekki spurning.........  =D>  =D>  =D>  =D>  =D>
Jón Borgar Loftsson