Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur
6 á vegum Kvartmíluklúbbsins
maggifinn:
Efnið hjá BA er að mestu leyti mold, með smásteinum. Sennilega svipað og á vídjóinu af TF dragganum.
Keppendur tína grjót fyrir keppni. Ég hef persónulega tínt þar stærri steina en ég kæri mig um.
Óháð nánast hvað menn gera úti, þá væri gaman að vera með annarsskonar yfirborð en er fyrir norðan, fyrir fjölbreitni og annars konar skilyrði fyrir keppnistæki.
Ég er eiginlega til í að fullyrða að engin sandmótaröð í heiminum keyrir í svörtum fjörusandi einsog fyrirfinnst hér á íslandi.
Malbikunarstöðin er nágranni okkar og vonandi velgjörðaraðili, það er skoðandi hvort þeir noti eitthvað sem við getum nýtt, eða haft samskot um. Það er hugmynd.
Braut Norðanmanna batnar með hverri keppni, nú var lögð áhersla að lengja bremsukaflann frá því síðast.
Ég reikna með að brautin þeirra taki smám saman framförum hvað varðar breidd og öryggissvæði. En þetta tekur bæði tíma og kostar peninga.
1965 Chevy II:
Já þetta þarf að klárlega að gerast með hjálp fjársterkra, mót næstu 5 árin sem dæmi gætu þess vegna verið auglýst undir merkjum fyrirtækja sem að vekefninu kæmu.
ÁmK Racing:
Já þetta var cool keppni og voru okkar menn til sóma.En Maggi hvernig var svæðið í Stapafelli er ekki hægt að græja eitthvað gott þar fyrir lítið fé?Kv Árni
Elmar Þór:
Það er lítið varið í svæðið í Stapafellinu, en þó er þar smá ræma sem hægt væri að nýta, en það svæði þarf að vinna og keyra í það efni sem kemur aftur að kostnaðarliðnum :(
1965 Chevy II:
Mín skoðun er að eina vitið til framtíðar er að græja svona braut á svæðinu okkar, þar höfum við sjoppuna, vatn, rafmagn og salernisaðstöðu og allt til alls. 8-)
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version