Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur

íslandsmótið 2012

(1/3) > >>

Harry þór:
Sælir allir. Hver er staðan í íslandsmótinu 2012 ?

mbk harry Þór

1965 Chevy II:
Stigataflan er hér en Jón Bjarni á eftir að setja inn þriðju keppni sé ég :
http://kvartmila.is/is/sidur/stig-i-islandsmotinu-i-kvartmilu

Harry þór:
Hæ og takk fyrir skjót svör. það hlaut að vera, ég bara fann þetta ekki :roll:

mbk Harry Þór

1965 Chevy II:
Ekki málið  :wink:

Harry þór:
Sæl.

 Ég ætla að taka að mér að vera sá leiðinlegi núna. Ég hef svo sem oft áður sagt það að keppendur þurfi ekki að kvarta og kæra. Þeir sem stjórna keppnum eiga að sjá um þetta. Á laugardaginn kom upp sú staða að einn keppandi í OF komst ekki í tímatökuferð á réttum tíma en samt sem áður leyft að keppa og endar sem sigurvegari.

Ég er næstum alveg viss um að tímatökuferð á tímatökutíma er forsenda fyrir að vera hæfur til keppni samkvæmt reglum. þegar við erum að keppa og sérstaklega í íslandsmóti þá verða reglur vera alveg á hreinu og þess vegna er gott að velta þessu upp og þá sérstaklega upp á framtíðina.

Segjum að Grétar hefði dottið út og Örn og Leifur farið ferð og Daddi setið hjá , allt önnur keppni ! Hvort þetta hefði sett strik í reikninginn til Íslandsmeistara veit ég ekki en það gæti gert það. Þess vegna verða reglur að vera reglur og það vita menn.

Ég ætla bara rétt að vona menn taki þessu röfli í góðu og ræði þetta á vitrænan hátt.

mbk Harry Þór

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version