Author Topic: Kvartmíluæfing Laugardaginn 14 Júlí - frestað  (Read 20789 times)

Offline fordfjarkinn

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 240
    • View Profile
Re: Kvartmíluæfing Laugardaginn 14 Júlí - frestað
« Reply #20 on: July 14, 2012, 08:22:05 »
Eruð þið alveg orðnir sturlaðir. Hvernig stendur á því að keppnum og æfingum fer stöðugt fækkandi? Haldið þið að það auki áhugan á þessu sporti að fækka æfingum og keppnum? Færri keppnir = minni áhugi. Færri æfingar = ennþá minni áhugi. Ég skil bara ekki þessa pólitík hjá Klúbbnum.
 
Kv TEDDI allveg skilningslaus

Offline Stebbik

  • In the pit
  • **
  • Posts: 79
    • View Profile
Re: Kvartmíluæfing Laugardaginn 14 Júlí - frestað
« Reply #21 on: July 14, 2012, 08:33:52 »

Já þetta er ekki gaman,búinn að liggja í skúrnum í 2 sólahringa bíllinn setur í gáng í gærkvöldi og virðist allt vera í standi og nú átti að taka prufu en svekk,vonandi kemst maður í haust að prufa. :oops:
Stefán Kristjáns.
næst besti N.A 1/8 tími á brautinni
1/8 besti tími 4.9 sec, 144 mph.1.18.60 fetin

Offline SMJ

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 247
  • Keep smiling and you will end up happy....
    • View Profile
Re: Kvartmíluæfing Laugardaginn 14 Júlí - frestað
« Reply #22 on: July 14, 2012, 10:22:42 »
Ég var líka búinn að heyra af þó nokkrum á bílum og mótorhjólum, sem höfðu áhuga á að taka nokkar æfingaferðir í dag. Veðurspáin var mjög fín og vilja þessir menn eðlilega nýta sér þessa þurru daga á sumrin til að mæta á kvartmílubrautina.
Mér finnst það afar ólíklegt að ekki hafi verið næg þátttaka, en fyrst að búið er að ákveða að aflýsa þessari æfingu er lítið við því að gera.
Ég mæli með því að að stjórnin skoði hvort þetta fyrirkomulag á tilkynningaskyldu þátttakenda fyrir svona æfingar sé skynsamlegt. Þ.e. að þeir sem ætla sér að mæta eigi að skrá sig hér á einn þráð.
Þeir sem ég heyrði um að ætluðu sér að mæta, vissu til dæmis ekkert um þetta skráningarform og vita sennilega ekki enn...

- Umhugsunarefni -
Með kveðju,
Sigurjón M. Jóhannsson
Triumph Spitfire Mk3 1968 "MegaBusa"

1986 Ford Sierra Cosworth: 12.434 @ 108.897 MPH

Offline Gulag

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 512
    • View Profile
    • AMJ.is - Bremsuslöngur í mótorhjól
Re: Kvartmíluæfing Laugardaginn 14 Júlí - frestað
« Reply #23 on: July 14, 2012, 10:27:20 »
ég var kominn í gírinn að prófa í dag.. en hafði ekki hugmynd að ég þyrfti að skrá mig einhversstaðar..
...spælandi... :-(
Atli Már Jóhannsson

Offline Jón Þór Bjarnason

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.888
    • View Profile
Re: Kvartmíluæfing Laugardaginn 14 Júlí - frestað
« Reply #24 on: July 14, 2012, 10:42:21 »
Hvað er stjórn og staff farið út úr bænum?
Væri ekki betra að hafa æfingarnar á fimmtudags eða föstudagskvöldum aftur?
Þá er meiri möguleiki að staff sé í bænum.  :lol:

S:899-3819
1995 Pontiac Firebird Trans Am
2006 VW Passat 2.0L HighLine
1974 VW Bjalla 1303 Engine street racing kit
1984 Pontiac Fiero 3800 series II supercharged

Offline torir92

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 6
    • View Profile
Re: Kvartmíluæfing Laugardaginn 14 Júlí - frestað
« Reply #25 on: July 14, 2012, 11:27:43 »
Glatad. Mer var farid ad hlakka til ad prófa!

Synist nu skv. thessum thrædi ad thad hefdi verid meiri en nóg thatttaka. Frekar lélegt verd eg ad segja!

Offline Moli

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 6.016
  • www.musclecars.is
    • View Profile
    • http://www.musclecars.is
Re: Kvartmíluæfing Laugardaginn 14 Júlí - frestað
« Reply #26 on: July 14, 2012, 13:55:42 »
Ég hugsa að það væri nær lagi ef KK myndi koma sér upp SMS póstlista þar sem þeir, sem keppa/æfa reglulega eða hafa áhuga á að prófa myndu skrá sig, eins og við vitum er það er oft þannig að það eru ekki allir sem fylgjast með spjallinu. Með SMS væri hægt að senda, til að mynda á SMS með tilkynningu, hvort sem heldur um sé að ræða tilkynningu um skráningu/frestun á æfingu eða keppni. Eins væri líka hægt að leyfa öllum að skrá sig, hvort sem heldur þáttakendur eða áhorfendur, en svo er spurning hvort að kostnaðurinn á SMS tilkynningum sé þá ekki rokinn upp úr öllu valdi.  :-"  :wink:
Magnús Sigurðsson.
www.musclecars.is
1971 Chevrolet Nova
1969 Ford Mustang 351W
1970 Ford Cortina
bilavefur.net á YouTube
mc@internet.is

Offline ÁrniVTI

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 22
    • View Profile
Re: Kvartmíluæfing Laugardaginn 14 Júlí - frestað
« Reply #27 on: July 14, 2012, 14:30:30 »
ég vill fá kvöld æfingu í næstu viku! finnst þetta fór svona

Offline SPRSNK

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.807
    • View Profile
Re: Kvartmíluæfing Laugardaginn 14 Júlí - frestað
« Reply #28 on: July 14, 2012, 15:37:55 »
Hér er listi yfir þáttakendur í atburðum á Kvartmílubrautinni í sumar:

17. maí 2012 ÆFING - 22 bílar + 1 hjól = 192 ferðir
19. maí 2012 ÍSL.MÓT - 12 bílar + 2 hjól
26. maí 2012 ÆFING - 8 bílar + 0 hjól = 63 ferðir
2. júní 2012 ÆFING - 16 bílar + 0 hjól = 99 ferðir
9. júní 2012 ÍSL.MÓT - 9 bílar + 4 hjól
23. júní 2012 MC dagur - 19 bílar + 0 hjól = 73 ferðir
30, júní 2012 ÆFING - 16 bílar + 3 hjól = 171 ferð
7. júlí 2012 KOTS - 22 bílar + 10 hjól
13. júlí 2012 BENZ - 12 bílar

Ekki einn dagur fallið niður af fyrirhuguðum æfingum eða keppnum fyrr en í dag þrátt fyrir að mæting hafi stundum verið frekar döpur.

Dagskráin framundan:

21. júlí 2012 Íslandsmót - 3. mót 1/4 míla
28. júlí 2012 Æfing
11. ágúst 2012 Íslandsmót - lokamót í götuspyrnu 1/8 míla
18. ágúst 2012 Æfing
25. ágúst 2012 MC dagur
1. sept. 2012 Æfing
8. sept. 2012 Íslandsmót - lokamót 1/4 míla
15. sept. 2012 Æfing
22. sept. 2012 Æfing
29. sept. 2012 Æfing



Offline Lindemann

  • Certified safety inspector
  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 538
    • View Profile
Re: Kvartmíluæfing Laugardaginn 14 Júlí - frestað
« Reply #29 on: July 14, 2012, 16:16:13 »
Eruð þið alveg orðnir sturlaðir. Hvernig stendur á því að keppnum og æfingum fer stöðugt fækkandi? Haldið þið að það auki áhugan á þessu sporti að fækka æfingum og keppnum? Færri keppnir = minni áhugi. Færri æfingar = ennþá minni áhugi. Ég skil bara ekki þessa pólitík hjá Klúbbnum.
 
Kv TEDDI allveg skilningslaus

Stöðugt fækkandi? hvernig í ósköpunum færðu það út?
Það hefur verið eitthvað að gerast á vegum klúbbsins nánast hverja helgi í sumar þrátt fyrir ansi dræma mætingu á köflum.... Það er ekki von að menn viti ekki hvernig mætingin á þessar æfingar hefur verið, þar sem þeir mættu ekki sjálfir.

Skráningarformið gæti ekki verið einfaldara og kemur það skýrt fram í auglýsingunni að menn verði að kvitta í þráðinn ef þeir ætla að mæta.


Ég er mjög fylgjandi því að haldnar séu sem flestar æfingar, enda hef ég reynt að aðstoða við það eins og ég hef haft möguleika til. En það er ekki nóg að opna brautina ef það koma engir/mjög fáir bílar.

Það væri gaman að finna einhverja leið til þess að efla áhugann á þessu sporti og fá fleiri iðkendur, ég veit ekki hver er rétta leiðin í því en það er vonandi að hún finnist einhvern daginn
Kv. Jakob B. Bjarnason

Offline Gulag

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 512
    • View Profile
    • AMJ.is - Bremsuslöngur í mótorhjól
Re: Kvartmíluæfing Laugardaginn 14 Júlí - frestað
« Reply #30 on: July 14, 2012, 17:05:32 »
KK þarf bara að vera ögn duglegri að kynna hvað er að gerast og hvenær.. og greinilega hvernig...

það þarf ekkert SMS, einfaldur póstlisti, vera duglegri að pósta á Facebook, (ekki vera með 2 accounta eins og þetta er orðið núna)

ég veit um fullt af fólki sem er alveg til í að prófa að vera með á æfingum, en skylduskráning í einhvern klúbb er að fæla marga frá..þó 5000 kall sé kannski ekkert sem setur fólk á hausinn, þá er það samt 5000 kall, plús 1500 kallinn í æfinguna..

bara my 2 cents..
Atli Már Jóhannsson

Offline SPRSNK

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.807
    • View Profile
Re: Kvartmíluæfing Laugardaginn 14 Júlí - frestað
« Reply #31 on: July 14, 2012, 17:23:49 »
Klúbburinn setti þetta dagatal fram 10. nóvember 2011 og hefur það lítið breyst síðan.

http://spjall.kvartmila.is/index.php?topic=59757.0

Sumarið er hálfnað!

Offline Gulag

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 512
    • View Profile
    • AMJ.is - Bremsuslöngur í mótorhjól
Re: Kvartmíluæfing Laugardaginn 14 Júlí - frestað
« Reply #32 on: July 14, 2012, 17:57:36 »
die hard kvartmíluliðið er sjálfsagt með dagatalið á hreinu, en margir eru ekkert að leggja á minnið hvenær atburðir eru..

ég man t.d. eftir skiltunum (sem ég reyndar bjó til) sem voru notuð á reykjanesbrautina til að minna á keppnir, þau virkuðu mjög vel..
ég man ekki eftir að hafa séð svona skilti ansi lengi?

það er mjög einfalt að setja upp póstlista, sem væri notaður til að minna fólk á atburði,, kostar ekkert nema smá vinnu...

og.. það eru rúmlega 700 skráðir á facebook síðuna ykkar, en það er engin auglýsing þar vegna æfingarinnar sem átti að vera í dag.. þið eigið að setja þetta í atburðadagatalið á feisinu og senda á alla meðlimina á síðunni..svínvirkar alveg.. og nota það líka þegar það eru keppnir, með amk viku fyrirvara...
Atli Már Jóhannsson

Offline Ingó

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 504
    • View Profile
Re: Kvartmíluæfing Laugardaginn 14 Júlí - frestað
« Reply #33 on: July 14, 2012, 18:04:43 »
Sælir félagar.

Það er verulega mikilvægt að skrá sig á æfingu. Við erum að leggja fölverðan kostnað í æfingar með því að trakbæta brautina. Einnig erum við að selja inn á svæðið og þá verða að vera einhver tæki til að horfa á . Það hafa hingað til verið frekar fáir á æfingum sem er okkur mikil vonbrigði miðað við hversu mikið við leggjum í að gera aðstæður sem bestar.

Það er ekki hægt að opnabrautina og selja inn á svæðið er það koma ekki að minnstakosti  15- 20 tæki og þar með nokkrir verulega öflugir.

Menn verða þar með að skrá sig til þess að við sjáum hvort nægjanleg mæting er til að halda æfingu.

Það er búið að manna æfinguna löngu áður en hún er slegin af þannig að það er fráleitt að vera að halda því fram að þetta fari eftir því hverjir eru í ferðalögum aða uppteknir á annan hátt.

Kv Ingó.

Ingólfur Arnarson

Offline SPRSNK

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.807
    • View Profile
Re: Kvartmíluæfing Laugardaginn 14 Júlí - frestað
« Reply #34 on: July 14, 2012, 18:12:20 »
die hard kvartmíluliðið er sjálfsagt með dagatalið á hreinu, en margir eru ekkert að leggja á minnið hvenær atburðir eru..

Það eru viðburðir skv. dagatali alla laugardaga í sumar nema 16. júní - ef það er ekki keppni þá er fyrirhuguð æfing ....

Offline SMJ

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 247
  • Keep smiling and you will end up happy....
    • View Profile
Re: Kvartmíluæfing Laugardaginn 14 Júlí - frestað
« Reply #35 on: July 14, 2012, 18:41:46 »
die hard kvartmíluliðið er sjálfsagt með dagatalið á hreinu, en margir eru ekkert að leggja á minnið hvenær atburðir eru..

ég man t.d. eftir skiltunum (sem ég reyndar bjó til) sem voru notuð á reykjanesbrautina til að minna á keppnir, þau virkuðu mjög vel..
ég man ekki eftir að hafa séð svona skilti ansi lengi?

það er mjög einfalt að setja upp póstlista, sem væri notaður til að minna fólk á atburði,, kostar ekkert nema smá vinnu...

og.. það eru rúmlega 700 skráðir á facebook síðuna ykkar, en það er engin auglýsing þar vegna æfingarinnar sem átti að vera í dag.. þið eigið að setja þetta í atburðadagatalið á feisinu og senda á alla meðlimina á síðunni..svínvirkar alveg.. og nota það líka þegar það eru keppnir, með amk viku fyrirvara...

Heyr heyr  =D>
Þessar góðu ábendingar mættu KK stjórnendur taka til sín á jákvæðan hátt, frekar en að fara í einhverja vörn eða afsakanir.
En ekki má samt gleyma því góða starfi sem Klúbburinn er að sinna í dag....
Með kveðju,
Sigurjón M. Jóhannsson
Triumph Spitfire Mk3 1968 "MegaBusa"

1986 Ford Sierra Cosworth: 12.434 @ 108.897 MPH

Offline SPRSNK

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.807
    • View Profile
Re: Kvartmíluæfing Laugardaginn 14 Júlí - frestað
« Reply #36 on: July 14, 2012, 19:13:03 »
Í mínum innleggjum var ég ekki að verja neitt heldur benda á staðreyndir varðandi metnaðarfullt keppnis- og æfingadagatal klúbbsins.

Aðstæður eru mjög góðar á brautinni og óskiljanlegt að það komi ekki fleiri með tæki sín til að prófa og/eða keppa.
Þátttaka hefur verið með eindæmum dræm sumar og við þurfum ekki að verja það þótt að ein æfing sé felld niður .... vegna þátttökuleysis.
Það má heldur ekki ætlast til þess að þeir sem standa vaktina fyrir klúbbinn í sjálfboðavinnu, við það að gera æfingar og keppnir mögulegar,
séu ávallt reiðubúnir að fórna helgunum .... sérstaklega m.t.t. hversu fáir mæta.
Það hefur gengið vonum framar að manna verkin í sumar og allt tal um að "einhverjir" séu farnir úr bænum og því sé ekki haldin æfing ..... er lágkúrulegt  [-X

Stjórnin þakkar öllum þeim sem starfað hafa fyrir klúbbinn í sumar og vonar að sem flestir sjái sér fært að mæta á æfingar sem og í keppnir sumarsins.
Mér finnst koma til greina að skráning á æfingar verði bindandi og með fomlegum hætti eins og í keppnir þ.e. með tölvupósti til keppnisstjóra í tæka tíð
t.d. miðnætti á fimmtudgskvöld. Ef lágmarksþáttöku verði ekki náð falli æfingin niður.



Offline Elmar Þór

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 704
    • View Profile
    • http://www.cardomain.com/ride/2256211/1
Re: Kvartmíluæfing Laugardaginn 14 Júlí - frestað
« Reply #37 on: July 14, 2012, 19:46:12 »
Sælir félagar.

Það er verulega mikilvægt að skrá sig á æfingu. Við erum að leggja fölverðan kostnað í æfingar með því að trakbæta brautina. Einnig erum við að selja inn á svæðið og þá verða að vera einhver tæki til að horfa á . Það hafa hingað til verið frekar fáir á æfingum sem er okkur mikil vonbrigði miðað við hversu mikið við leggjum í að gera aðstæður sem bestar.

Það er ekki hægt að opnabrautina og selja inn á svæðið er það koma ekki að minnstakosti  15- 20 tæki og þar með nokkrir verulega öflugir.

Menn verða þar með að skrá sig til þess að við sjáum hvort nægjanleg mæting er til að halda æfingu.

Það er búið að manna æfinguna löngu áður en hún er slegin af þannig að það er fráleitt að vera að halda því fram að þetta fari eftir því hverjir eru í ferðalögum aða uppteknir á annan hátt.

Kv Ingó.



Hvenær var byrjað að selja inn á æfingar ? Er það klúbbnum til framdráttar ?
Elmar Þór Hauksson
Big bad racing plymouth
------------------------------------
Plymouth Road Runner '69
Plymouth Fury '71
Jeep Cherokee '90
Benz E220 '96
Benz E250 '95

Offline SPRSNK

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.807
    • View Profile
Re: Kvartmíluæfing Laugardaginn 14 Júlí - frestað
« Reply #38 on: July 14, 2012, 20:13:05 »
Hvenær var byrjað að selja inn á æfingar ? Er það klúbbnum til framdráttar ?

Það var byrjað á því á síðasta ári.
Það er jafn dýrt að keyra æfingu eins og keppni m.t.t. undirbúnings brautarinnar og
því er það mat stjórnarinnar að það sé klúbbnum nauðsynlegt að selja inn á æfingar.
Félagsmenn eru um 150 og félagsgjöldin hrökkva skammt og því þarf að leita frekari leiða til að fjármagna keppnishaldið.
Hafnarfjarðarbær styrkir klúbbinn með 360.000 kr. fjárframlagi á ári !!!

Framkvæmdir síðustu ára á brautinni hafa miðast við að bæta aðstæður til keppni og æfinga.
Á þessu sumri hefur klúbburinn kostað um 900.000 kr. til viðhalds og rekstrar brautarinnar (trak bite er þar dýrasti hlutinn).
Ábyrgðartryggingar eru tæplega 400.000 kr. fyrir keppnistímabilið.

Öll vinna er sjálfboðavinna félagsmanna og mættu fleiri félagsmenn leggja hönd á plóginn!
« Last Edit: July 14, 2012, 20:14:41 by SPRSNK »

Offline Harry þór

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 714
  • Camaro 427
    • View Profile
    • http://www.korfubilar.is
Re: Kvartmíluæfing Laugardaginn 14 Júlí - frestað
« Reply #39 on: July 14, 2012, 20:55:15 »
Það gékk á með skúrum hér í dag svo hefði hvort er ekki verið hægt að æfa. En ég er sammál mönnum að við höldum æfingar og þeir koma sem koma. Að halda æfingu kallar á staff og það er ekki hægt að ætlast til að menn sé klárir allar helgar.

Æfum á kvöldin þegar það er bjart.

Eða er ekki hægt að æfa nema að preppa brautina ?

mbk Harry Þór 
1969 Camaro 427 sYc
11.99 Drag radial 60 ft 1.650
12.24 BFG  radial 60 ft 1.795  111.93 mph
Altered dragster 598 bbc 4.77.  1/8 - 147.5 mph - 1.09 60 ft
1/4 7.65 - 163.5 mph