Author Topic: Gangtruflanir... get ekki fundið hvað er að!!!  (Read 3095 times)

Offline Gusti

  • In the pit
  • **
  • Posts: 63
    • View Profile
    • http://www.magnarar.com
Gangtruflanir... get ekki fundið hvað er að!!!
« on: June 23, 2012, 23:54:02 »
Ég er með '97 Corollu 1.3 XLi

Stundum fer hægagangurinn upp í 2500-3000 snúninga í smá stund og svo aftur niður.
Þegar hann er kaldur rýkur hann í gang en þegar hann er heitur eða volgur vill hann
oft ekki í gang, hann bara snýst og snýst og snýst þegar ég starta en fer ekki í gang.
Það kemur rosaleg bensínlykt þegar ég reyni að starta þannig að það er að koma nóg
bensín en það er eins og neistann vanti. Mér finnst að ef ég drep á bílnum þegar
hægagangurinn er of hraður þá fari hann síður í gang aftur. Ef ég bíð í ca 1-2 klst. þá
er hann orðinn kaldur aftur og rýkur í gang.

Ég er búinn að fara með hann til Toyota og þeir fundu ekkert að og ég er búinn að googla
þetta til helvítis en finn ekkert. Það sem ég er búinn að prófa er:

1) Skipti um throttle position sensor
2) Skipti up háspennukefli og svo kveikjuna í heilu lagi
3) Hreinsaði allt throttle boddíið

Einhverjar hugmyndir? Skv. nýjasta googlinu dettur mér í hug að þetta gæti verið EGR eða vacuum tengt.

HJÁLP!!!

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Re: Gangtruflanir... get ekki fundið hvað er að!!!
« Reply #1 on: June 24, 2012, 00:55:34 »
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline Heddportun

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.686
  • Engine Builder-Head Porter-CNC Machinist-CAD/CAM
    • View Profile
Re: Gangtruflanir... get ekki fundið hvað er að!!!
« Reply #2 on: June 24, 2012, 05:21:55 »
EGR ventillinn veldur því að vél gengur óreglulegan lausagang þegar hann festist eða lekur o.s.fr... getur prufað að skipta um hann eða loka fyrir og sjá hvort hún breytist

Ónýtur Vatnshitaskynjarinn veldur því að bílinn þarf að snúast aðeins til að fara í gangi,og kemur smá bensínlykt með :)

Svo er ágætt að kíkja á Kerti og pústskynjara
Heddportun og Vélabreytingar
Innflutingur á vélum,vélhlutum,almennum vara og aukahlutum

USA 01 713 409 6094
Heddportun@gmail.com

Ari Gislason

Offline Gusti

  • In the pit
  • **
  • Posts: 63
    • View Profile
    • http://www.magnarar.com
Re: Gangtruflanir... get ekki fundið hvað er að!!!
« Reply #3 on: June 24, 2012, 20:52:58 »
EGR ventillinn veldur því að vél gengur óreglulegan lausagang þegar hann festist eða lekur o.s.fr... getur prufað að skipta um hann eða loka fyrir og sjá hvort hún breytist

Ónýtur Vatnshitaskynjarinn veldur því að bílinn þarf að snúast aðeins til að fara í gangi,og kemur smá bensínlykt með :)

Svo er ágætt að kíkja á Kerti og pústskynjara

Ný kerti. Las aðeins um EGR og skv. því sem ég las þá ætti hann ekki að geta valdið þessu.
Spurning með vatnshitaskynjarann. Ef hann fer ekki í gang þá bara fer hann ekki í gang, alveg sama hvað ég sný vélinni.

Offline Grill

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 193
    • View Profile
Re: Gangtruflanir... get ekki fundið hvað er að!!!
« Reply #4 on: June 24, 2012, 22:05:26 »
Hljómar eins og cam sensorinn, sem er staðsettur að mig minnir inn í kveikjunni, prófaðu að fá aðra kveikju.   
Annars, þegar hann er heitur(fer ekki í gang) er hann þá að bleyta kertin eða?  Dugar ekki að standa hann í botni þegar startað er? 
Er kaldstartventillinn í throttle bodyinu laus, eða er búið að fikta í honum? 
Hallmar H.

Offline Gusti

  • In the pit
  • **
  • Posts: 63
    • View Profile
    • http://www.magnarar.com
Re: Gangtruflanir... get ekki fundið hvað er að!!!
« Reply #5 on: June 25, 2012, 12:49:43 »
Hljómar eins og cam sensorinn, sem er staðsettur að mig minnir inn í kveikjunni, prófaðu að fá aðra kveikju.   
Annars, þegar hann er heitur(fer ekki í gang) er hann þá að bleyta kertin eða?  Dugar ekki að standa hann í botni þegar startað er? 
Er kaldstartventillinn í throttle bodyinu laus, eða er búið að fikta í honum? 

Búinn að skipta um kveikju, það gerði ekkert
Dugar ekki að standa í botni til að starta, hef ekki skoðað kertin samt
Kaldstartventillinn virðist vera í lagi, ég reif allt throttle body-ið í sundur og þreif það upp, líka ventilinn og hann virðist í lagi.