Keypti mér þennan loksins. hann var auglýstur í fyrra og þá reyndi ég að kaupa hann og það gekk ekki upp þá . enn síðan bara fimmtudaginn í síðustu viku þá sá ég hann auglýstan á barnalandi.is og ég festi kaup á honum um leið í gegnum símann..
Það eru bara tveir svona ss bílar á landinu (hinn er grænn) . það voru alls framleiddir 957 ss camaroar árið 1997. svo þessi camaro er frekar sjaldgæfur.
Það er Hellingur sem þarf að gera fyrir þennan bíl og verður það gert í rólegheitunum.. ég hef ekki séð bílinn sjálfur . enn hann er kominn á sinn stað í bili, ég kem til íslands eftir rúman mánuð og þá verður pantað og eitthvað unnið í honum myndi ég halda.
það þarf að taka upp sjálfskiptinguna, það verður strax farið í það það er búið að rífa hana úr bílnum.
það þyrfti að heilmála hann . og bíllinn er búinn að standa að mér skilst síðan 2006 enn sem betur fer ekki allan tímann úti . svo hann er ekki ryðgaður neitt að viti . afturbrettið farþegamegin er beyglað og það er búið að lykla bílsjórahliðina. Og síðan kemur örugglega eitthvað fleira í ljós þegar áfram er farið að skoða bílinn. enn ég ætla allavega að gefa mér tíma í að laga þennan bíl og gera hann almennilegan
Basicly er ég ekki með nein plön fyrir hann ennþá, hérna ætla ég að henda inn myndum sem ég fékk sent á mig áðan og ætla leyfa ykkur að fylgjast með þessu hjá mér
Mig hlakkar til að fara skrúfa!!!