Author Topic: Götuspyrna BA  (Read 9433 times)

Offline Skúri

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 193
    • View Profile
Götuspyrna BA
« on: June 13, 2012, 14:18:51 »
Ég hef aðeins verið að spá í þennan keppandafjölda á AK. núna um helgina, ég taldi 75 keppendur en á síðasta Ísl.móti út á braut þá var sorglega lítil þáttaka.
Hafa menn eitthvað verið að spá í þetta hrópandi ósamræmi, ég tek það fram að ég er ekkert að halla á Kvartmílu Klúbbinn eða þessa örfáu sem hafa verið að keppa núna í ár, þvert á móti eiga þeir keppendur stórt hrós skilið    =D> ?
Hvers vegna vilja menn keyra þvert yfir landið til að keppa en nenna ekki út á Kvartmílubrautina ?

Eins tók ég eftir því hvað margir hérna af höfuðborgarsvæðinu eru skráðir í BA, þurfa menn ekki að fara samvirkja þá betur þessu tvo klúbba sem sjá um spyrnukeppnir á þessu skeri, spyr sá sem ekki veit  :wink: ?

Mér finnst þetta allt saman mjög skrýtið  :-k

Með von um skítkastlaus svör  :mrgreen:
Kv. Kristján Kolbeinsson www.icejeep.com

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Re: Götuspyrna BA
« Reply #1 on: June 13, 2012, 14:34:15 »
Sæll Skúri.

Ég held að þarna sé svoldið mikið útihátíðar stemningin sem kallar á fólk, það er líka mikið um að vera á bíladögum fyrir bílaáhugafólk annað en bara spyrnan.

Þó nokkir voru að "spara" bílana fyrir bíladaga og munu svo koma uppá braut þó ekkert í líkingu við þennan fjölda sem er hjá þeim, það hefur þó yfirleitt verið þannig að töluvert færri mæta en eru skráðir þarna, engu að síður mikill fjöldi keppenda.

Það eru margir á þessum lista skráðir bæði í BA og KK en BA merkir bara BA inn á viðkomandi, TD er Hilmar í stjórn Kvartmíluklúbbsins en skráður sem BA félagsmaður  :mrgreen:

Það kemur allavega hressilega í kassann hjá ÍSÍ fyrir þessa keppni miðað við að allir hafi keppt áður 75 x 15.000kr = 1.125.000kr  :shock:

375.000kr til BA bara fyrir keppnisgjöld !!! fyrir utan allan annan hagnað sem er bara snilld, Kvartmíluklúbburinn væri aldeilis sáttur við svoleiðis tölur í kassan fyrir hverja keppni, þá væri hægt að framkvæma eitthvað meira af viti. Við erum mörg ár að taka inn fyrir því sem BA tekur inn á Bíladögum.




.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline Belair

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.325
    • View Profile
    • Alli´s Icelandic Firebird Page
Re: Götuspyrna BA
« Reply #2 on: June 13, 2012, 14:37:35 »
meiri tima til að drepa í sveitinni  :mrgreen:

held að það se smá munnur á milli seta penninga í að taka þátt í einni keppni á biladögum þar sem má finna einhvað fyrir alla fjölskyldu og taka þátt í heilu mótaröð it is all about the dineros  :D
Trans Am 84 350rwhp Ls1 T56
Legacy 99
Haase 128

Benedikt H Jóhannsson KK#2010 FBI#3341

Offline kallispeed

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 469
    • View Profile
Re: Götuspyrna BA
« Reply #3 on: June 13, 2012, 16:01:56 »
bíladagar eru bara snilldar bíla hátið  og fyrir alla familyuna .....  :mrgreen:



Offline Geir-H

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 946
    • View Profile
Re: Götuspyrna BA
« Reply #4 on: June 15, 2012, 12:08:35 »
Sæll Skúri.

Ég held að þarna sé svoldið mikið útihátíðar stemningin sem kallar á fólk, það er líka mikið um að vera á bíladögum fyrir bílaáhugafólk annað en bara spyrnan.

Þó nokkir voru að "spara" bílana fyrir bíladaga og munu svo koma uppá braut þó ekkert í líkingu við þennan fjölda sem er hjá þeim, það hefur þó yfirleitt verið þannig að töluvert færri mæta en eru skráðir þarna, engu að síður mikill fjöldi keppenda.

Það eru margir á þessum lista skráðir bæði í BA og KK en BA merkir bara BA inn á viðkomandi, TD er Hilmar í stjórn Kvartmíluklúbbsins en skráður sem BA félagsmaður  :mrgreen:

Það kemur allavega hressilega í kassann hjá ÍSÍ fyrir þessa keppni miðað við að allir hafi keppt áður 75 x 15.000kr = 1.125.000kr  :shock:

375.000kr til BA bara fyrir keppnisgjöld !!! fyrir utan allan annan hagnað sem er bara snilld, Kvartmíluklúbburinn væri aldeilis sáttur við svoleiðis tölur í kassan fyrir hverja keppni, þá væri hægt að framkvæma eitthvað meira af viti. Við erum mörg ár að taka inn fyrir því sem BA tekur inn á Bíladögum.






Þetta er samt sorglegt fyrir Kvartmíluklúbbinn Frikki, alveg sama þótt það sé einhver útihátíðarstemmning. Það er eitthvað meira að en það.

Það er samt miklu meiri spenna í fólki fyrir Göturspyrninu
Geir Harrysson #805

Offline íbbiM

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.851
    • View Profile
Re: Götuspyrna BA
« Reply #5 on: June 15, 2012, 12:55:14 »
sammála geir, þetta hefur með miklu meira en útihátíðina sem slíka að gera.

sjáið bara stemninguna í kringum king of the street
ívar markússon
www.camaro.is

Offline Moli

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 6.016
  • www.musclecars.is
    • View Profile
    • http://www.musclecars.is
Re: Götuspyrna BA
« Reply #6 on: June 15, 2012, 13:17:11 »
Ég held að aðsóknin á Bíladaga sé að stórum hluta sá að þarna kemur mikill fjöldi fólks saman á tiltölulega litlum stað (Akureyri..  :mrgreen: ) stemningin er mikil og mikið um bíla. Þetta er viðburður sem er aðeins einu sinni á ári, og hver viðburður aðeins einu sinni, þetta er viss tilbreyting að komast út fyrir höfuðborgina og á stað þar sem það upplifir eitthvað nýtt á hverjum degi, mögulega hefur nýtt svæði BA. átt hlut að máli, amk. núna í ár. Á Höfuðborgarsvæðinu hafa spyrnur verið einskorðaðar við Kvartmílubrautina, Driftið hefur verið á Rallykrossbrautinni, nema í 2-3 skipti þar sem það var haldið á svæði Mjólkursamsölunnar og á plani Húsgagnahallarinnar, og þá var nokkuð vel sótt, ekki hefur verið reynt að vera með Burnout keppni í bænum svo ég muni eftir, en að vísu hafa Bílasýningar KK oftast verið nokkuð vel sóttar enda eru þær einu sinni á ári og þá er öllu tjaldað til, kannski að fólk sé orðið þreytt á að mæta alltaf á sama staðinn og sé meira spennt fyrir að prófa eitthvað nýtt, það er sjálfsagt hægt að velta þessu fyrir sér, fram og til baka...  :-k
Magnús Sigurðsson.
www.musclecars.is
1971 Chevrolet Nova
1969 Ford Mustang 351W
1970 Ford Cortina
bilavefur.net á YouTube
mc@internet.is

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Re: Götuspyrna BA
« Reply #7 on: June 15, 2012, 19:08:58 »
Þið verðið bara að spyrja fólkið sem er að keppa í götuspyrnunni hvað sé málið  8-)
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Re: Götuspyrna BA
« Reply #8 on: June 15, 2012, 19:20:59 »
Þær ferðir sem ég hef farið norður á sandspyrnu voru ekki æðislegar af því að sandurinn var eitthvað betri en annarstaðar heldur geðveik stemmning á djamminu og í bústaðnum með Agga, Jóa Sæm, Grétari 1  og 2 Jenna og fleirrum, heildarpakkinn sem sagt. 8-)
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline Skúri

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 193
    • View Profile
Re: Götuspyrna BA
« Reply #9 on: June 15, 2012, 23:39:00 »
Ég veit að það er mikil stemming hjá þeim fyrir norðan á Bíladögum þótt ég hafi sjálfur ekki farið á keppnirnar á bíladögum, við feðgar og co höfum reyndar skroppið dagsferð norður á 17. júní sýningunna hjá þeim undanfarin tvo ár en þetta árið verð ég fjarri góðu gamni, kannski maður skelli sér á Víðistaðatúnið í staðinn  :wink:

En þessi hugleiðing mín er nú meiri svo keppanda fjölda eðlis, hvernig er hægt að ná þessum ökumönnum uppá braut sem leggur á sig 800 km + til að fara á Bíladaga en vill ekki leggja leið sýna töluvert færri km. uppá kvartmílubraut ? Hefur þetta kannski eitthvað með móralinn hjá BA að gera, þar eru flest aksturíþróttirnar undir sömu stjórn en ekki í alltof mörgum hornum eins og staðan er hérna á Höfuðborgarsvæðinu, maður spyr sig  :-k
Kv. Kristján Kolbeinsson www.icejeep.com

Offline bæzi

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 562
  • I live for quarter of a mile.....
    • View Profile
    • www.mothers.is
Re: Götuspyrna BA
« Reply #10 on: June 16, 2012, 01:15:52 »
Ég veit að það er mikil stemming hjá þeim fyrir norðan á Bíladögum þótt ég hafi sjálfur ekki farið á keppnirnar á bíladögum, við feðgar og co höfum reyndar skroppið dagsferð norður á 17. júní sýningunna hjá þeim undanfarin tvo ár en þetta árið verð ég fjarri góðu gamni, kannski maður skelli sér á Víðistaðatúnið í staðinn  :wink:

En þessi hugleiðing mín er nú meiri svo keppanda fjölda eðlis, hvernig er hægt að ná þessum ökumönnum uppá braut sem leggur á sig 800 km + til að fara á Bíladaga en vill ekki leggja leið sýna töluvert færri km. uppá kvartmílubraut ? Hefur þetta kannski eitthvað með móralinn hjá BA að gera, þar eru flest aksturíþróttirnar undir sömu stjórn en ekki í alltof mörgum hornum eins og staðan er hérna á Höfuðborgarsvæðinu, maður spyr sig  :-k

hefur ekkert með það að gera, ég er bæði keppandi á götuspyrnuni á AK til nokkura ára og KK til nokkura ára eða frá 2007 þetta heitir stemmning , menn fara á bíladaga og taka þátt vegna mikillar og góðrar stemmningar þarna er gífurlegur fjöldi áhorfenda og allt öðruvísi umgjörð, virkilega gaman að taka þátt!!!
ekki ósvipað og í King of the streets hjá KK sem á bara eftir að stækka að mínu mati, (það hefur ekki alltaf verið svona góð þáttaka á AK frá upphafi) en hinnsvegar sótt verulega í sig veðrið.

KK þarf bara að einblína á að fá nýja ökumenn uppá braut,  svona halda þessa test and tune daga eins og þeir eru byrjaðir á!!!, nema að mínu mati þarf að auglýsa það meira upp.
Og svo halda svona skemmtilega viðburði eins og KOTS og götuspyrnur !!!

menn eru bara ekki að þora að mæta bara í keppnir virðist vera, menn halda að þeir eigi ekki séns nema í slikkum og algóðir á ljósunum.

kv Bæzi
BÆZI
Bæring Jón Skarphéðinsson 
KING OF THE STREETS 2012

Corvette c5 50th Anniversary 2003 LS2 404ci

1/4 10.8@132 1/8 6.99@103 60ft N/A (All motor on 98okt)

1/4 10.01@147.5 1/8 6.49@116 60ft  - no traction með Nítróið... :)

Offline Skúri

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 193
    • View Profile
Re: Götuspyrna BA
« Reply #11 on: June 16, 2012, 07:20:00 »
Annars er maður sjálfur kannski ekki bestur til að gagnrýna aðra um þáttökuleysi þar sem maður hefur ekki verið að keppa sjálfur (ég á reyndar eina gullmedalíu fyrir sandspyrnu sem pabbi vann ´79) en það hefur meira með keppnistækjaleysi að gera, en áhugaleysi enda búinn að vera fylgjast með keppnum Kvartmíluklúbbsins frá ´77 og var nú alinn upp þarna með pabba uppá braut á árunum´78 - ´84 en ekki á einhverjum fótboltavelli  :mrgreen:

En maður stefnir á þáttöku þegar maður verður búinn að koma Willys-inu mínum sem ég er búinn að eiga síðustu 22 ár aftur á götuna  \:D/ það er nefnilega ekki gott að vera með of mörg járn í eldinum. En ég get því miður ekki keppt á honum en svo maður smíðar sér bara annan alhliða keppnis Willys en það er önnur saga  :roll:

Ég hélt að bara  að það væri komið almennt áhugaleysi á spyrnukeppnum núna eins og hefur komið nokkrum sinnu áður fyrir en svo sér maður þennan keppendalist hjá BA og þá sér maður sem betur fer að maður hefur rangt fyrir sér. En við hérna á betri helmingi landsins verðum klárlega að finna út hvað BA menn eru að gera svona rétt í markaðsetningu og keppnishaldi.

Annars KOTS, götuspyrnur og test´n tune dagar klárlega málið  \:D/
« Last Edit: June 16, 2012, 07:21:40 by Skúri »
Kv. Kristján Kolbeinsson www.icejeep.com

Offline Kristján Skjóldal

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 4.781
  • ef stórt er gott þá er stærra betra
    • View Profile
Re: Götuspyrna BA
« Reply #12 on: June 16, 2012, 09:26:58 »
Mórallinn er málið strákar!! ef hann er góður og ekki þessar endalausu bak stungur þá koma allir. við þessar örfáu mótorsport hræður á þessu skeri ættum að skamast okkar og hætta að velta okkur upp úr fortíð og byrja upp á nýtt þar sem öll dýrinn í skónum eru vinir \:D/ ég skal byrja, ég bið alla þá sem ég hef eitthvað sett út á eða talað/skrifað ílla um afsökunar hér með [-o< :wink:
best á Camaro 1972 1,49 60 f 6,49 1/8  10,19 1/4 @ 131.96.  best á  Blower Camaro 1967 1,16 60 F 5,12 1/8 og 8,16 1/4 @169. best á Dragga 8,26 @ 170,97 en þá voru ekki komnir 60 f timar. sandur 3,34 draggi og á hjóli 4,56 kveðja Kristján Skjóldal

Offline Shafiroff

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 302
    • View Profile
Re: Götuspyrna BA
« Reply #13 on: June 16, 2012, 11:17:29 »
Já Kristján ,góður.En málið er að það eru nokkrir smákongar í KK.Þetta er staðreynd sem flestir vita af,því miður.Svo eru það þessar smá klíkur út um allt.Ég veit ekki en ég er búin að vera í þessum klúbb svo lengi að elstu menn muna ekki neitt,en þannig hefur þetta alltaf verið.Mismikið reyndar.En klúbburinn er finn.

Offline Harry þór

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 714
  • Camaro 427
    • View Profile
    • http://www.korfubilar.is
Re: Götuspyrna BA
« Reply #14 on: June 17, 2012, 02:51:33 »
Fór uppá braut í dag að draga bönd í flaggstangir og þegar ég horfði yfir svæðið , já bara æðislegt, þetta er að verða allveg rosalega flott braut og svæðið í kring , kominn gróður og brautin smurð af gúmmíi. Við félagar í KK getum verið stoltir af okkar svæði og hættum þessu væli.

Norðan menn eru búnir að vera safna svo lengi sem elstu menn muna og miðað við útreikning Frikka verða þeir ekki lengi að búa til braut. Talandi um útreikninga á gróða þá er það ÍSÍ/LÍA sem virðist græða mest,sama gamla sagan.

Og þið þarna fyrir norðan, gangið varlega um gleðinnar dyr og allar dollur suður.

mbk Harry Þór
1969 Camaro 427 sYc
11.99 Drag radial 60 ft 1.650
12.24 BFG  radial 60 ft 1.795  111.93 mph
Altered dragster 598 bbc 4.77.  1/8 - 147.5 mph - 1.09 60 ft
1/4 7.65 - 163.5 mph

Offline Ingó

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 504
    • View Profile
Re: Götuspyrna BA
« Reply #15 on: June 19, 2012, 10:17:21 »
Mórallinn er málið strákar!! ef hann er góður og ekki þessar endalausu bak stungur þá koma allir. við þessar örfáu mótorsport hræður á þessu skeri ættum að skamast okkar og hætta að velta okkur upp úr fortíð og byrja upp á nýtt þar sem öll dýrinn í skónum eru vinir \:D/ ég skal byrja, ég bið alla þá sem ég hef eitthvað sett út á eða talað/skrifað ílla um afsökunar hér með [-o< :wink:

Vel mælt Kristján. =D> Við eigum að standa sama í uppbyggingu á okkar sameiginlega áhugamálli. Því meiri samstaða hjá okkur því mun meiru komum við í verk.

Kv Ingó.
 :)
Ingólfur Arnarson

Offline Ingó

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 504
    • View Profile
Re: Götuspyrna BA
« Reply #16 on: June 19, 2012, 10:30:58 »
Já Kristján ,góður.En málið er að það eru nokkrir smákongar í KK.Þetta er staðreynd sem flestir vita af,því miður.Svo eru það þessar smá klíkur út um allt.Ég veit ekki en ég er búin að vera í þessum klúbb svo lengi að elstu menn muna ekki neitt,en þannig hefur þetta alltaf verið.Mismikið reyndar.En klúbburinn er finn.

Sæll Auðun.

Ég er ekki sammála þessu og það má vera að þetta hafi verið svona hér áður fyrr. Allavega þá er núverandi stjórn skipuð fólki úr öllum áttum og ekki háð neinum.

Kv Ingó
 :)
Ingólfur Arnarson

Offline Dodge

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.204
    • View Profile
Re: Götuspyrna BA
« Reply #17 on: June 19, 2012, 13:19:11 »
Þetta er illskyljanlegt með mætinguna á KK keppnir, ef ég byggi fyrir sunnan þá væri ég á þessari braut við öll möguleg tækifæri.
Mér fannst trakkið, umgjörðin og allt geggjað þarna áður en það var bikað og ekki hefur það versnað.

Það er í gangi samstarf milli KK og BA, t.d. keyrt sameiginlegt íslandsmót í götuspyrnu, það verður fróðlegt þegar keppnin ykkar verður keyrð og við getum steinhætt að hugsa um metin hérna fyrir norðan :)

Mín skoðun er að æfingarnar hafi aðeins verið að skemma fyrir keppnismætingu þó þær séu vissulega nauðsynlegar. Yfirleitt ef maður spyr einhvern afhverju hann sé ekki með þá er svarið að hann telji sig ekki eiga neinn séns í hina, sem kann að vera rétt, og afhverju að borga 20.000 og mæta í keppni sem þú ert ekki að fara að vinna og taka 4 rönn ef þú getur bara borgað 1000 kall á æfingu og keyrt eins og þú nennir.
Þetta held ég að sé grundvallarmunurinn á menningunni fyrir norðan og sunnan, hér mæta menn í Götuspyrnu og Sand á ólíklegustu tækjum, vitandi það að þeir eru ekki að fara að sigra, bara til að nota tækifærið til að vera með.

Ekki misskylja mig, æfingarnar eru gott stöff og nauðsynlegar til að ná markmiðum með hraðakstur af götunum, en það er svolítið trikkí að stýra mönnum í keppnisáttina, þetta sé ég fyrir mér sem vaxandi vanda eftir því sem æfingum fjölgar hjá okkur hér fyrir norðan.

Þetta er heldur ekki öll ástæðan fyrir slöppum mætingum, og það er mikils virði að kanna hvað fleira liggur að baki, hugsanlega mætti gera víðtæka skoðanakönnun til að kanna hvað það er sem mögulegir keppendur eru að leita eftir.

Að miklu leiti eru þetta svo fjárhagsþrengingar sem eru að minnka heildarpottinn, t.d. er þetta fyrsta árið sem er ekki slegið mætingarmet keppenda í götuspyrnuna.

Kv. Stebbi, Spyrnudeild BA
Besti tími í kvartmílu. 10,697  60ft. 1,543  hraði. 114,5mph
Besti tími í 1/8. 6,526  60ft. 1,865  hraði. 117,5
Besti tími í sandi 4,762

Kveðja, Stefán Steinþórsson
sími: 866-9282   e-mail: dodge@ba.is

Offline Sterling#15

  • Stjórn KK
  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 237
    • View Profile
Re: Götuspyrna BA
« Reply #18 on: June 20, 2012, 14:29:27 »
Eg er nú frekar nýr í þessu þó ég sé kominn á miðjan aldur og hef ekki fundið fyrir þessum ríg sem talað er um, enda kannski liðin tíð eins og Ingó bendir á og við eigum að nota kraftana til að gera betur og vinna saman en ekki vera með leiðindi það hjálpar engum, en eins og ég sagði þá hef ég bara fengið góðar móttökur hjá KK og reyndar ný byrjaður í stjórn svona til að komast betur inn í málin.  En góður punktur hjá Bæsa með að auglýsa test and tune daga.  Til að fá nýja í sportið og til að prufa, þurfa menn að vita af þessu.  Það þarf að auglýsa þetta á Facebook og jafnvel í Fréttablaðinu. 
En númer eitt, tvö og þrjú þá eigum við að mæta upp á braut til að skemmta okkur og öðrum. \:D/
Mustang 1966
2006 Saleen #1116  1/4 mile 11.45 á 119 MPH
2008 Saleen Sterling #15  1/8@6.987 1/4@ 10.84 á 132 MPH, 60 ft 1,644
2005 Volvo XC90 V8
Hilmar Jacobsen

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Re: Götuspyrna BA
« Reply #19 on: June 22, 2012, 16:32:58 »
Samkvæmt lögum félagsins eru menn ekki félagsmenn nema greiða félagsgjaldið.
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas