Þetta er illskyljanlegt með mætinguna á KK keppnir, ef ég byggi fyrir sunnan þá væri ég á þessari braut við öll möguleg tækifæri.
Mér fannst trakkið, umgjörðin og allt geggjað þarna áður en það var bikað og ekki hefur það versnað.
Það er í gangi samstarf milli KK og BA, t.d. keyrt sameiginlegt íslandsmót í götuspyrnu, það verður fróðlegt þegar keppnin ykkar verður keyrð og við getum steinhætt að hugsa um metin hérna fyrir norðan
Mín skoðun er að æfingarnar hafi aðeins verið að skemma fyrir keppnismætingu þó þær séu vissulega nauðsynlegar. Yfirleitt ef maður spyr einhvern afhverju hann sé ekki með þá er svarið að hann telji sig ekki eiga neinn séns í hina, sem kann að vera rétt, og afhverju að borga 20.000 og mæta í keppni sem þú ert ekki að fara að vinna og taka 4 rönn ef þú getur bara borgað 1000 kall á æfingu og keyrt eins og þú nennir.
Þetta held ég að sé grundvallarmunurinn á menningunni fyrir norðan og sunnan, hér mæta menn í Götuspyrnu og Sand á ólíklegustu tækjum, vitandi það að þeir eru ekki að fara að sigra, bara til að nota tækifærið til að vera með.
Ekki misskylja mig, æfingarnar eru gott stöff og nauðsynlegar til að ná markmiðum með hraðakstur af götunum, en það er svolítið trikkí að stýra mönnum í keppnisáttina, þetta sé ég fyrir mér sem vaxandi vanda eftir því sem æfingum fjölgar hjá okkur hér fyrir norðan.
Þetta er heldur ekki öll ástæðan fyrir slöppum mætingum, og það er mikils virði að kanna hvað fleira liggur að baki, hugsanlega mætti gera víðtæka skoðanakönnun til að kanna hvað það er sem mögulegir keppendur eru að leita eftir.
Að miklu leiti eru þetta svo fjárhagsþrengingar sem eru að minnka heildarpottinn, t.d. er þetta fyrsta árið sem er ekki slegið mætingarmet keppenda í götuspyrnuna.
Kv. Stebbi, Spyrnudeild BA