Author Topic: Götuspyrna á Bíladögum - SKRÁNING  (Read 2253 times)

Offline Bílaklúbbur Akureyrar

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 125
    • View Profile
    • Bílaklúbbur Akureyrar
Götuspyrna á Bíladögum - SKRÁNING
« on: June 03, 2012, 01:24:38 »
Skráning er nú hafin í fyrstu umferð Íslandsmeistaramótsins í Götuspyrnu en keppnin fer fram laugardaginn 16. júní 2012 og að þessu sinni verður hún haldin á nývígðu akstursíþróttasvæði Bílaklúbbs Akureyrar. Skráning fer fram í tölvupósti á ba@ba.is og lýkur skráningu mánudaginn 11. júní kl. 23:59.-

Keppt verður í eftirfarandi flokkum:

Hjól að 800cc
Hjól 800cc +
4. cyl bílar
6. cyl bílar
8. cyl + bílar
8. cyl. bílar 1983 og eldri
Fornbílar - Teppaflokkur
4x4 bílar
Trukkaflokkur

Öll ökutæki verða að vera á númerum, með löglega skoðun og skulu geta staðist hana á keppnisstað. Keppnis- og flokkareglur má sjá  hér: http://ba.is/static/files/gata2012.pdf

Þeir sem ekki eru skráðir í akstursíþróttafélag innan ÍSÍ geta skráð sig í Bílaklúbb Akureyrar http://ba.is/memberapply/. Félagsskírteini frá Bílaklúbbi Akureyrar veitir einnig frían aðgang að öllum keppnum félagsins og þar með viðburðum Bíladaga 2012.

Keppnisgjald er krónur 4.000.- og skal greiðast inn á 565-26-580 kt. 660280-0149, vinsamlegast athugið að til þess að skráning sé gild þarf keppnisgjald að vera greitt áður en skráningarfresti lýkur. Vinsamlegast setjið "Gata" sem skýringu við greiðslu. Dagskrá og allar nánari upplýsingar verða birtar á forsíðu www.ba.is þegar nær dregur.

Þar sem mót þetta er liður í Íslandsmeistaramótaröð hjá Akstursíþróttanefnd ÍSÍ þá minnum við keppendur einnig á það að vera búnir að ganga frá keppnisskírteinum sínum tímanlega fyrir keppni en þau má versla á heimasíðu nefndarinnar http://asisport.is/index.php/Ums/Teini

F.h. Spyrnudeildar B.A.

Stefán Örn Steinþórsson
dodge@ba.is