Author Topic: Drift á Bíladögum - SKRÁNING  (Read 2101 times)

Offline Bílaklúbbur Akureyrar

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 125
    • View Profile
    • Bílaklúbbur Akureyrar
Drift á Bíladögum - SKRÁNING
« on: June 01, 2012, 00:22:11 »
Skráning í þriðju umferð Íslandsmeistarmótsins í Drifti sem fram fer á Bíladögum 2012 er nú hafin. Keppnin fer fram á Akstursíþróttasvæði Bílaklúbbs Akureyrar föstudaginn 15. júní kl. 20:30.- Skráning fer fram í tölvupósti ába@ba.is og lýkur skráningu mánudaginn 11. júní kl. 23:59.- Það sem þarf að koma fram í skráningu er; Nafn ökumanns, kennitala, ökutæki og akstursíþróttaklúbbur.
 
Keppnisgjald er krónur 4.000.- og skal greiðast inn á 565-26-580 kt. 660280-0149, vinsamlegast athugið að til þess að skráning sé gild þarf keppnisgjald að vera greitt áður en skráningarfresti lýkur. Vinsamlegast setjið "Drift" sem skýringu við greiðslu. Dagskrá og allar nánari upplýsingar verða birtar á forsíðu www.ba.is þegar nær dregur.

Þar sem mót þetta er liður í Íslandsmeistaramótaröð hjá Akstursíþróttanefnd ÍSÍ þá minnum við keppendur einnig á það að vera búnir að ganga frá keppnisskírteinum sínum tímanlega fyrir keppni en allar upplýsingar um það má finna hér.

F.h. Rallykrossdeildar B.A.

Grétar Óli Ingþórsson
gretar@ba.is