Já það er synd hvað fáir hafa verið að láta sjá sig það sem af er tímabils.
Ég persónulega er alveg tilbúinn til að standa á brautinni í góðu veðri fyrir þó það séu ekki nema 10 bílar, en aftur á móti er kostnaðurinn við að preppa brautina eitthvað sem þarf að hafa meiri áhyggjur af þegar svona fáir mæta.
Ég hef samt trú á því að þetta glæðist þegar líður á sumarið, kannski er það bara mín einfalda bjartsýni en ég vona að á næstu æfingum verði fleiri þáttakendur svo það verði hægt að halda eins mörgum æfingum og veðrið býður uppá!
Dagurinn í dag var flottur og gripið virtist mjög gott miðað við hvað fáir bílar voru að keyra. Ég hvet því alla til að mæta á næstu æfingu sem verður og að sjálfsögðu íslandsmótið næstu helgi! Þó að menn ætli sér ekki að keppa í öllum íslandsmótum þá er gaman að prófa, þó þaðsé ekki nema eitt.
Enginn fær delluna án þess að prófa!
sammála þessu
það eru fullt af mönnum sem eiga eftir að koma og keyra í sumar það er á hreinu , ótrúlega skrítið hvað menn eru lengi að taka við sér
en það er líka spurning að auglýsa okkur meira upp, Þar að segja bara auglýsa test n tune (t.d. í blöðunum og betur á netinu) , bæði kæmu menn sem vilja prófa og svo áhorfendur í beinu kjölfari, myndi klárlega svara kostnaði á endanum.
mér finnst þetta allavegana ekki vera nógu mikið látið vita á vefnum, spjöllunum og tala nú ekki um facebook.
maður segir manni virkar alltaf vel
.
en annars finnst mér þetta flott fyrirkomulag að hafa svona mikið opið en að sjálfsögðu gengur það ekki upp á lengri tíma litið ef að menn fara ekki að mæta fleiri í hvert skipti.
kv bæzi