Author Topic: 1966 Mustang Coupe  (Read 2818 times)

Offline Hognir

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 5
    • View Profile
1966 Mustang Coupe
« on: June 27, 2012, 19:04:53 »
Góðan dag,

Ég er ætlaði að athuga áhuga á bílnum mínum. Mér liggur akkúrat ekkert á að selja hann, ég vildi bara sjá hvort að það sé áhugi fyrir honum og þá er ég til í að selja hann ef ég fæ tilboð sem mér líkar.

Bíllinn var fluttur inn árið 2007. Hann er EKKI ekta GT350. Hann er með 289 2V. Hann er líka skráður sem 1965 (ekki hugmynd afhverju það er) en VIN númerið byrjar á 6 sem þýðir að hann var framleiddur 1966 svo ég er 100% viss um að hann sé 1966. Þegar ég keypti hann var greinilega tiltölulega ný búið að sprauta hann og setja þessa límmiða á (GT350 límmiðana og rendurnar). Það lítur út fyrir að vélasalurinn hafi verið sprautaður á sama tíma. Hann er með cobra dress upp kitt á vélinni eins og sjá má á myndunum. Ef það á að fara eftir mælinum á honum þá er hann keyrður rúmlega 100.000 mílur þar sem mælirinn fór yfir 99.999 fyrir stuttu. Man ekki í hverju hann stendur núna en það er ekki yfir 1000 (400 og eitthvað minnir mig).

Bíllinn er í mjög góðu standi og er ný búið að skipta um hjólalegur að framan, stýrisenda öðrum megin að framan, spyrnur að framan, ný fjöðrun sett í allan bílinn og svo var keyptur nýr alternator 2007 sem var settur í sama ár.

Hann stekkur í gang og það er ekki að finna neitt að við akstur.

Hérna er hægt að finna myndir :

http://s1138.photobucket.com/albums/n530/hognirunar/

Ég skoða bara skipti á ódýrari og pening á milli eða slétt skipti. Langar lang mest í '87-'99 Austin Mini en er líka til í að skoða nýlegri bíla. Skoða ekki skipti á mótorhjólum/fjórhjólum eða öðru slíku, bara bílum. Skoða EKKI skipti á dýrari. Annars bara peninga tilboð

Ég get líka tekið fleiri myndir af bílnum ef þess er óskað.

Verðhugmynd: Var að vonast eftir að fá í kringum 2.000.000- fyrir hann en er alls ekki fastur á því. Bara gera tilboð

Sendið mér tilboð í PM eða hér eða hringið/sms-ið í síma 866-5186