Sæll. Þú getur örugglega fengið kóðan með því að gefa jörð á einn pinnan í tenginu sem er undir stýrinu bakvið plastlok. Oftast er þetta þannig að þú hefur svissinn á "on" en ekki í gangi og setur vír á milli pinna sem gefur jörð og annars sem þarf að fá jörð. Þá byrjar "check engine" ljósið að blikka og blikkar hverjum kóða þrisvar sinnum og tekur svo næsta þangað til allir kódar sem hafa komið upp eru búnir. Hann man samt bara kóda frá því að rafgeymir var aftengdur seinast. Getur líklega nálgast pinnanúmer og kódamerkingar á netinu eða keypt bókina fyrir bílinn. Þori samt að veðja að þetta er tveir seinustu pinnarnir, s.s. tveir lengst til hægri.
Kv, Einar.