Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.

69 Camaro

(1/2) > >>

Moli:
Ein stutt spurning mér til fróðleiks, eflaust öðrum líka..

Hvaða '69 Camaro átti Hlöðver H. Gunnarss. milli 1975 og 1980?  :-k

Skúri:
Maggi ég skal spyrja hann út í það í biladellukaffinu í Árbæjarbakarí í fyrramálið ef Hlöðver mætir, ef það hjálpar :wink: .

Moli:

--- Quote from: Skúri on April 18, 2012, 20:24:11 ---Maggi ég skal spyrja hann út í það í biladellukaffinu í Árbæjarbakarí í fyrramálið ef Hlöðver mætir, ef það hjálpar :wink: .

--- End quote ---

endilega gamli, takk!  :wink:

GunniCamaro:
Þessi Camaro sem Moli er að spyrja um er örugglega eini 69 SS Camaroinn sem ég hef heyrt um að hafi verið hér á klakanum.
Þessi bíll, ef það er sá sami, fór víst í klessu í árekstri við Vípon í Árbænum og var rifinn, diskabremsurnar úr honum fóru í græna 69 RS Camaroinn og toppurinn átti víst að hafa farið á 67 "stálblæjuna" sem er víst í uppgerð um þessar mundir.
Hvað varð um restina af bílnum, SS vélina, gírkassann, 12 bolta hás. og restina af boddýinu, veit ég ekki um.

Þórður Ó Traustason:
Gunni veistu nokkuð orginal litinn á þessum Camaro?Alls staðar sem sást í lit og virtist vera orginal á stálblæjunni var svipaður grænn og 69 bíllinn hans Svavars.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version