Kvartmílan > Spyrnuspjall

crossover plus

<< < (2/4) > >>

1965 Chevy II:
Er ekki málið að panta sér alky blöndung og keyra á íslensku umhverfisvænu metanóli á 100-150kr per líter ;)

Harry þór:
Hef verið að skoða þetta eftir að við hittumst og þú nefndir þetta. Þeir vilja meina að toilett sé betra sem blandari.

Oktan tala metanóls er frekar há eða 113, en það er orkuinnihaldið sem er lægra en í bensíni.  Blöndun á loft/bensíni (Air - Fuel ratio) er 14,7:1 en 6,4:1 fyrir metanól með öðrum orðum, meira en tvöfalt meiri eyðsla á metanól en bensíni.

Helsti ókosturinn:
Við bruna myndast koldíoxið og vatn  (2 CH3OH + 3 O2 -> 2 CO2 + 4 H2O) eða ( 2 tréspíri + 3 súrefni -> bruni-> 2 koldíoxíð + 4 vatnssameindir) en vatnið er tærandi fyrir vélina, ventla, ventlasæti osfrv.   
Nánast engir smureiginleikar.  Þarf að blanda einhvers konar smurefni í metanólið til að verja vélina.  Væntanlega yrði þetta ekki lengur tærandi á eftir.
Ef menn eru í vandræðum með grip, spól í starti á bensíni þá muni vandamálið aukast við notkun á metanóli þar sem "low end torque" eykst töluvert.

Helsti kosturinn:
Kaldari bruni, nánast engin áhrif af breytingum í loftslagi, t.d. loftþrýstingur
Meiri kraftur

Eflaust eitthvað meira en þetta eru skemmtilegar pælingar.

mbk Harry Þór



ÁmK Racing:
Hæ maður setur efni sem heitir top lube út í tunnurnar til að fá smur eiginnleika í alkan.Steve King kunningi minn keyrir sinn blown Heimi á spíra og hann sagði mér að maður þurfi að smyrja allt valvetrain stöff áður en maður setue í gang og svo þarf að skipta um smuroliu eftir hverja ferð og literinn af valvoline 20/50 kostar 2000kr þannig að þetta er snökkt að snúast í andhverfu sína.Kv Árni Kjartans

baldur:
Það er ýmislegt sem þetta delay box þarna getur gert. Aðal pælingin er að stjórna throttle stop, sem er mikið notað erlendis en eingöngu í bremsuflokkum sem hafa fast index.
Annar fítus er að þetta stjórnar transbrake'inu þannig að þú hefur takka til þess að sleppa brake'inu í nokkrar millisekúndur í senn til þess að færa bílinn áfram um þumlung í einu á ráslínunni og ert þar með tilbúinn með mótorinn á snúningi og brake'ið á þegar þú kemur inn í stage geislann.
Annað sem hægt er að gera er að seinka því að brake'ið sleppi, og nota það sumir til þess að þeir geti sleppt takkanum á fyrsta gula eða farið eftir ljósunum hjá andstæðingi sem er ræstur af stað á undan, þá er munurinn á indexi bara stimplaður inn í boxið.

Harry þór:
Árni það er satt " það er ekki allt gull sem glóir " Hef svo sem ekki heyrt að menn skifti um olíu eftir hverja ferð. Þegar ég var að leita í USA að Altered/ Dragster þá voru mjög margir á alckhol.

Aggi prófaði þetta og ég man ekki til þessa að hann hafi verið með smurstöð með sér.

Baldur,  ég hugsa að Jón Bjarni verði brjálaður þegar ég á að vera mættur á ráslínu og er að leita að gleraugunum til sjá á takkaborðið til að stilla inn indexið. :roll:

mbk Harry Þór

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version