Er með 2007 árgerð (framleiðsluár 2006) með þessari vél.
Hefur komið mjög vel út, þurfti að skipta um kerti í 50.000 sem telst nú ekki mikið. Var reyndar stífur kross í afturskafti en það var slegið aðeins á hann og eftir það hefur hann verið til friðs.
Eyðslan er 11-12 í langkeyrslu en 15-16 í bænum á sumrin, rúmlega 18 núna í vetur (verður samt að taka tillit til að ég er stundum með þungan bensínfót). Þó hann sé ekki með lágu drifi þá hef ég komist allt sem ég hef þurft að fara á honum.