Gaman að þessum myndum. Sýnist að þessar myndir séu frá einhverjum tengdum Bigga Pálma eða Alla "Diskó" þar sem ég fékk, og skannaði, allmargar myndir sem teknar eru við sama tækifæri (sjá hér neðar).









Hvað varðar bílana sem komu við sögu hér efst á þræðinum, þá er hægt að segja um þá að:
...Brúni '71 Challenger bíllinn er bíllinn sem Bjarni á í dag og er gulur með skautröndum, síðast á Bílasýningu KK í Kórnum 2009.
...Ö-30 Cougarinn er líklegast ekki til.
...Ö-1479 Novan er ekki á meðal okkar í dag, væri samt til í að vita meira.
...Ljósgræni '69 Chargerinn er til í dag og er búinn að vera lengi í geymslu.
...Ö-706 Barracudan er ekki til, en væri til í að vita hvað varð um.
...Ljósblái '72 Challengerinn á neðstu myndinni er til í dag og var síðast í uppgerð hjá Valdemar Haraldssyni, stóð lengi úti sem skelin ein og var nánast ónýtur um tíma.
Ég væri meira til í að vita hvað varð um þennan rauða '68 Mustang fastback, mig grunar að þetta sé bíllinn sem varð seinna meir svartur m/gráum röndum sem valt og eyðilagðist?? (mynd)


