Kvartmílan > Almennt Spjall

Heitur Ford Mercury Cougar 460 cub árgerð 69.

(1/4) > >>

bubby:
Jæja ég hef einu sinni áður hent inn spurningu hér en það er reindar mjög langt síðan ( einhver 10 ár ) þá fékk ég svar frá Ingvari Jóhannssini en pabbi hans Jóhann Sæmundsson seldi mér minn fyrsta bíl  þrælsprækann svartann  Ford Mercury Cougar 69 með verulega heitri 460 cub vél  þá var ég reindar ekki kominn með bílprófið en bíladellan var öllu yfirsterkari. Ég er búinn að fara í leitarvélina og get ekki skoðað svarið það bara gengur EKKI. Núna mörgum árum seinna langar mig svolítið að reina að komast yfir þær upplýsingar sem til eru um þennan bíl t.d. breitingar á vél og myndir væru VEL þegnar. endilega þið sem þekkið þá feðga Jóa Sæm og Ingvar Jó bendið þeim á póstinn minn. Kveðja með von um svör Vagn Ingólfsson

Moli:
Hér eru myndir sem Jói setti einhverntíman á netið, svartvíta myndin kemur frá Jóa Kristjánss (JAK)  :wink:

johann sæmundsson:
Sæll VAGN

Cougarinn var upphaflega með 351 W. fjögura hólfa, 3gja gíra beinskiftur.

Þegar þú keyptir hann var hann með 460 72 árg Lincoln, það var búið að
hækka þjöppunarhlutfallið í 10,5:1 og setja í hana Boss/CJ kambás, SCJ
millihedd, 850 cfm Holley og flækjur. Drif var 9" 3,89 læst.

Ef einhver getur flett honum upp, þá var nr. AF 029.
Hann er skráður sem Mercury Comet.

Hér eru tvær í viðbót, önnur af sandspyrnu í Ölfusi og Windsorinn grútskítugur
eftir einhverja malavega keyrslu.

Moli:
Hér er ferillinn:

Eigendaferill
05.01.1981    Jóhann Sölvi Guðbjartsson
15.12.1978 Vagn Ingólfsson
28.07.1975    Jóhann Sæmundsson

Númeraferill
15.12.1978    P589    Gamlar plötur
28.07.1975    G8535    Gamlar plötur

Skráningarferill
30.04.1991    Afskráð -
01.01.1900    Nýskráð - Almenn

Er eitthvað vitað um afdrif bílsins? Ég sé að hann er ekki afskráður fyrr en 1991.

johann sæmundsson:
Ég veit ekkert um hann.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version