Kvartmílan > Almennt Spjall

Heitur Ford Mercury Cougar 460 cub árgerð 69.

<< < (2/4) > >>

bubby:
Sæll Jói.
Mikið andskoti hafði ég gaman af að eignast þennan bíl á sínum tíma og það eitt er víst að biðin frá því að ég keypti og þangað til að ég fékk bílprófið var ERFIÐ í meira lagi. En svo kom stóra stundin og þvílík hamingja og spenna, í Ólafsvík á þeim tíma voru nokkrir af þessum eðalvögnum t.d. 1 Pontiak,
 3 Mustangar  , 1 Challenger ,og eflaust einhverjir fleiri, svo var það höfuðandstæðingurinn þrælspræk 396 Chevella 69 minnir mig gul með svörtum röndum á húddi og mig minnir á hliðinni og á toppnum var svartur vinill eigandi á þeim tíma var Jón Tryggvason og þessi var einfaldlega í öðrum klassa hvað afl varðaði. ég keipti Cougarinn svona til að stilla upp móti 396 Chevellunni hans nonna en sú spyrna fór hins vegar aldrei frama vegna  ýmissa bilana á báðum bílunum, og ég get sagt þér það að ég er ennþá  í dag  svektur yfir því að hafa ekki náð að stilla þessum bílum saman ,  ég hef oft sagt að í dag mundi ég borga vel fyrir að fá að taka smá rúnt á honum ef hægt væri. Ég seldi svo vini mínum Sölva Guðbjartssyni á Hellissandi bílinn.

Charger R/T 440:
Sæll. Vagn.Gaman að heyra svona sögur úr den.Þær voru nú margar spyrnunar hér og þar um allt land hér áður
fyr,kannast vel við gömlu Cévilluna hans Óla Óskas.Var orginal 396 ég held að hún hafi nú verið kominn með 350 þegar
hún var þarna í Ólafsvík,en hvernig var Challengerinn á litinn.Kveðja Gamall Moparkall úr sveitinni.

bubby:
já sæll Gulli ,heirðu mig minnir að þessi Challenger hafi verið einhverveginn  ljós brúnleitur vélinn var að mig minnir 383 magnum sá sem átti hann þá hét Bárður. en þessi gula Chevelle ss þegar þú segir það þá er eins og mig rámi ´þi að hafa heirt að hún hafi verið með 350 vélinni en er ekki viss en hún var öflug.

Moli:

--- Quote from: bubby on February 22, 2012, 21:55:34 ---já sæll Gulli ,heirðu mig minnir að þessi Challenger hafi verið einhverveginn  ljós brúnleitur vélinn var að mig minnir 383 magnum sá sem átti hann þá hét Bárður. en þessi gula Chevelle ss þegar þú segir það þá er eins og mig rámi ´þi að hafa heirt að hún hafi verið með 350 vélinni en er ekki viss en hún var öflug.

--- End quote ---

Gæti það verið þessi? Það var Bárður Ólafsson skráður fyrir honum þessum frá 1979?

S.Andersen:
Sælir félagar.

Þessi mynd er tekin á stöðinni í Hafnarfirði 1975 eða 76 og eigandi þarna er
Ólafur Gylfi Gylfason (Dodge Challanger 1970/383).

Kv.S.A.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version