Author Topic: M. Benz W123 fornbíll  (Read 1727 times)

Offline SaebTheMan

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 25
    • View Profile
M. Benz W123 fornbíll
« on: January 29, 2012, 19:03:58 »
Er með 1983 M Benz W123 til sölu

Ekinn 420 minnir mig, vél ekin minna eitthvað um 100.000 minna skylst mér og skipting úr sama bíl og afturdrif(skv. eiganda frá 2004)

Webasto miðstöð í bílnum sem er ótengd eða biluð, hef ekki kíkt á það, fjarstýring fylgir ekki en tímastillir er milli framsæta

Nýr miðstöðvarmótor og mótstaða, variable mótstaða biluð en hana notar maður aldrei og það er leiðinlegt að skipta um hana


Búinn að gera eitt og annað við bílinn í minni eigu svosem

laga rúðuupphalara í framhurðum
laga miðstöð
skipta um stýri
skipta um mælaborðsljós og þétta ljósagöng til að fá smá lýsingu
skipta um smursíu olíu og kerti
vatnslás
vatnskassi
sjálfskiptivökvi nýr mercedes

það sem hefur verið gert nýlega (-35000km)

Alternator uppgerður
spyrnufóðringar að neðan að framan
millibilsstöng ásamt stýrisupphengju
spindilkúlur b/m að framan
efri stífur b/m að framan nýjar fóðringar og spindill
öxulhosa að aftan
bremsurör að aftan
ballansstangar upphengjur að framan notaðar
handbremsubarkar nýjir
gólf endurnýjað vandlega gert
sílsar endurnýjaðir -||-
Loftsía ný
Blöndungur ný yfirfarinn og sett í hann uppgerðarsett með nálum og þéttingum og vélin blöndustillt
Startkrans nýr
Startari nýuppgerður skipt um kolahaldara og kol og bendix fóðringu og legu
Demparar að aftan nýjir
Framljós og stefnuljós nýleg að framan, facelift eða allavega öðruvísi en orginal
Dekk eru glæný sumardekk og koppar nýmálaðir og krómið pússað ;)
Púströr virðist hafa verið lagað og skipt um aftari hluta nýlega, þétt og gott


það sem helst þyrfti að laga

flauta ótengd
stefnuljós h/m að framan ótengt
kertaþræðir(einn þráður er losaralegur upp á kertinu, veldur einstaka sinnum gangtruflunum á lágum snúningi)
rúðupissmótor stendur stundum á sér, virkar ef maður bankar laust í hann en hættir svo að virka eftir nokkra daga, dugar að banka rétt í hann ;)
Hurðarhúnn að innan bílstjórameginn brotinn, fæst notaður á stjarna.is ódýrt, húnninn virkar samt fullkomlega en hallar örlítið niður á við, smáatriði
Handbremsujárn standa á sér ef hann stendur lengi með handbremsuna á, þarf að liðka upp
Bremsudiskar valda örlitlum skjálfta upp í pedala, þeir eru ódýrir nýjir en svo má alveg renna þá því þeir líta vel út
Slitnemar á bremsuklossum eru skemmdir, kosta örfáa skyldinga og þá hættir ljósið að kvikna í mælaborðinu þegar maður startar í gang





Hér eru myndir





Það hefur verið lögð mikil vinna í bílinn undanfarið og því ekki mikið sem þarf að gera til að fá hann mjög flottann og traustann fyrir sumarið. Hann er mjög þéttur og hljóðlátur í akstri.

Bíllinn er skoðaður fram í október 2012, næst fær hann 14 miða (fornbíll)

Ég borga 14000kr í tryggingar með rúðutryggingu. (VÍS)


Verðhugmynd bara 600 þús (veit ekki hvað svona bílar seljast á)

Bjóðið mér eitthvað í skiptum eða tilboð, er til í að selja hann ódýrt á gott heimili

s. 8458799