Þetta er comment sem ég skrifaði í gömlum þræði um þennan bíl:
Þessi ´74 Trans Am er sá eini sem var til af þeirri árgerð. Hann kom nýr á völlinn rauður með 400 vél, en Flippinn sem átti hann límdi strax á scopið á honum 455SD. Ég skrifaði einhversstaðar langa sögu, annahvort hér eða á BA um hluta af sögu þessa bíls. Þar kom meðal annars fram að sá misskilningur með vélarstærð og týpu að hann væri 455 SD, sá misskilningur lifði í gegnum árin og marga eigendur, vélin sem var í honum var alltaf 400. Þegar Óli Eyjólfs keypti hann (Ö7611) hélt hann því fram eins og allir hinir að hann væri 455 Við þurftum að skafa skítinn af blokkarnúmerinu og sýna honum það svart á hvítu að svo væri ekki. Þessi bíll er búinn að vera í öllum regnbogans litum í gegnum árin.
Kveðja Sævar P