Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.
1967 - 1969 Camaro
Þórður Ó Traustason:
Gunni,veistu hvort að þessi fíni rauði hafi verið grár einhvern tíma ?
10.98 Nova:
Held að Teddi rörasmiður hafi átt þennan rauða 67 Camaro þegar hann var í Hafnarfirði. Stóð alltaf fyrir utan húsnæði hjá Tedda og Sigurjóni Haralds á Dalshrauninu einhver tímann í kringum 1982-4.
Toppurinn var skelfilega illa réttur enda sést það á myndinni svolítið bólginn.
Minnir að hann hafi verið með heilan fiber samstæðu og bara tekið úr fyrir ljósunum ekki með lokum eins og Gunni seigir.
GunniCamaro:
Þetta er orðið það langt síðan og eitthvað farið að renna saman en ég held að sá sem Teddi átti og þessi rauði sé sá sami, ég man eftir einhverri fíbersamstæðu en samt minnir mig að hann hafi verið með húddi, allavega var hann með vatnskassaveggnum og í hann voru lokurnar skrúfaðar en Kiddi vinur minn fékk þær og Rabbi keypti venjulegt grill.
Þessi bíll varð aldrei almennilegur hjá Rabba þar sem 283 vélin sem var í honum var með of háa þjöppu og of heitan ás og of hátt ólæst drif sem þýddi endalaust spól og vélavesinn.
GunniCamaro:
Maggi Krúserfélagi sem á rauðu 77-78? Corvettuna sagði mér að hann hefði átt þennan efsta 67 bíl og selt hann ca. 77-78 en mundi ekki hverjum en þennan næstneðsta 69 bíl kannast ég ekki við og það sem er athyglisvert við hann er að hann er sagður með læst 12 b. drif en þar sem 307 kom standard með 10 b. var þetta væntanlega sérpöntun.
Harry þór:
Þessi, sem er sagður vera 12 :idea: er að mér sýnist minn gamli ( Ari ) Lúkkar þannig
mbk Harry Þór
Navigation
[0] Message Index
[*] Previous page
Go to full version