Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.

1967 - 1969 Camaro

(1/2) > >>

Moli:
Þekkir einhver þessa bíla?

Hvítur '67 bíll, auglýsing síðan 1977.



'68 bíll, auglýsing síðan '78.



'69 bíll, auglýsing síðan 1977.



'69 bíll, auglýsing síðan 1978.

10.98 Nova:
Neðsti bílinn er Hunts Camaroinn.

S.Andersen:
Sælir félagar.

Bíllinn á mynd nr.2 átti mágur minn Oddur Ólafsson og þegar hann kaupir hann er
hann oltinn og mikið skemdur.
Hann réttir hann og mikið af hlutum sem voru notaðir í hann var tekið úr Camaró sem
var uppá velli og Gunnar Ævars á í dag.Þessi Camaro sem Oddur átti var ekki SS heldur klón.......

Moli átt þú ekki myndir af honum,ef ekki þá á ég nokkrar og auðvitað Oddur slatta...

Kv.S.A.

Moli:

--- Quote from: S.Andersen on January 16, 2012, 08:57:37 ---Sælir félagar.

Bíllinn á mynd nr.2 átti mágur minn Oddur Ólafsson og þegar hann kaupir hann er
hann oltinn og mikið skemdur.
Hann réttir hann og mikið af hlutum sem voru notaðir í hann var tekið úr Camaró sem
var uppá velli og Gunnar Ævars á í dag.Þessi Camaro sem Oddur átti var ekki SS heldur klón.......

Moli átt þú ekki myndir af honum,ef ekki þá á ég nokkrar og auðvitað Oddur slatta...

Kv.S.A.

--- End quote ---

Sæll Sigurjón, takk fyrir þetta innskot.

Eina myndin sem ég á af þessum bíl sem Oddur átti, er þegar hann var rauður. Hvernig var hann á litinn þegar hann átti hann?

Læt ferilinn fylgja.

Eigendaferill   
28.9.1981   Rafnar Hlíðberg
18.10.1979   Theódór Helgi Sighvatsson
20.12.1978   Gunnar Magnússon
12.9.1977   Oddur Rósant Ólafsson
   
   
Skráningarferill   
10.11.1987   Afskráð -
5.9.1973   Nýskráð - Almenn
   
Númeraferill   
27.5.1982   G15888
20.12.1978   R62896
4.8.1976   G6664


GunniCamaro:
Ég er hundrað % viss að þessi rauði Camaro sé bíllinn sem Rabbi, sem var vinur Kidda vinar míns sem ég fékk til að kaupa 67 bílinn minn upphaflega, átti um tíma og ég átti á þessum tíma 69 Camaroinn, þannig að við vinirnir áttum tríóið.
Ég held að myndin sé tekin heima hjá Rabba út á Seltjarnarnesi, sá bíll hafði einmitt oltið og var með ljósalokunum sem voru svo settar á 67 bílinn á endanum.
Því miður eins og fyrir marga aðra bíla átti að gera þennan upp og voru einhverjir náungar í Hafnarfirði sem byrjuðu en á endanum var bílnum hent.
Það sem var, ef ég man rétt, merkilegast við þennan bíl var að hann var líklegast eini 68 Camaroinn hér sem var með upprunalegri Custom klæðningunni en henni var væntanlega hent.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version