Author Topic: Chevrolet Nova 1976 ?  (Read 6434 times)

Offline Ingi Hrólfs

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 152
    • View Profile
Chevrolet Nova 1976 ?
« on: January 21, 2011, 16:46:05 »
Mig langar til þess að forvitnast um afdrif Chevrolet Nova 1976 sem ég átti c.a. 1986-88, svört og bar númerið N-227. Ég á því miður engar myndir af henni en ég er nokkuð viss um að ég hafi númerið á hreinu. Þessi bíll var í Neskaupsstað c.a. 1985-1988 og kom sennilega frá Ísafirði því, ef rétt er munað þá bar hann númerið Í-571 áður en hann kom í Nesk... 
Kannast einhver við þennan bíl?
Kv
Ingi Hrólfs

Offline Ingi Hrólfs

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 152
    • View Profile
Re: Chevrolet Nova 1976 ?
« Reply #1 on: January 22, 2011, 14:15:11 »
Engin ? Svartur, rauð innrétting, stokkur og stólar. Á húddinu var einhver grafísk mynd af fugli og minni myndir á afturbrettum eða á skottloki.

Kv
Ingi Hrólfs

Offline DR

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 11
    • View Profile
Re: Chevrolet Nova 1976 ?
« Reply #2 on: January 26, 2011, 23:16:15 »
Ég held að Gunnar nokkur Þorsteinsson hafi átt þennan bíl í Neskaupstað

Offline Ingi Hrólfs

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 152
    • View Profile
Re: Chevrolet Nova 1976 ?
« Reply #3 on: January 27, 2011, 23:17:49 »
Ég held að Gunnar nokkur Þorsteinsson hafi átt þennan bíl í Neskaupstað
Það passar, ég keypti þennan bíl af honum.
Kv
Ingi Hrólfs

Offline SJA

  • In the pit
  • **
  • Posts: 94
    • View Profile
Re: Chevrolet Nova 1976 ?
« Reply #4 on: March 28, 2012, 08:53:26 »
Þessi ´76 "Nova" var með fastanúmerið EH-209 miðað við fyrri eiganda Gunnar Þorsteinsson (skráður eigandi frá ´86 - ´89) og númeraferil. EH-209 var með númerið N-227 ´86, þar áður með N-19 og á undan því Í-578.
Þessi "Nova" kom, samkvæmt verksmiðjunúmeri (1Y27L6T100608), til landsins, 12.12.1975, sem brún tveggja dyra Chevrolet "Nova" Concours, (hvort sem menn vilja kalla Concours Novu eða ekki (ekki allir á eitt sáttir með það)) ein af 8 tveggja dyra Nova Concours sem komu til landsins af ´76 árgerð. Novan kom hingað með 350 4bbl V8 framleidd í Tarrytown NY og var bíll nr 608 af framleiðslulínunni.
Síðasti skráði eigandi tjáði mér að þessi bíll hafi á sínum tíma farið í pressuna búinn af ryði.
Kv,
Geiri
Sigurgeir J Aðalsteinsson
Chevrolet Silverado 2500 1988
Suzuki Intruder ´92

Offline Chevy_Rat

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 669
    • View Profile
Re: Chevrolet Nova 1976 ?
« Reply #5 on: March 28, 2012, 11:54:44 »
Mig langar til þess að forvitnast um afdrif Chevrolet Nova 1976 sem ég átti c.a. 1986-88, svört og bar númerið N-227. Ég á því miður engar myndir af henni en ég er nokkuð viss um að ég hafi númerið á hreinu. Þessi bíll var í Neskaupsstað c.a. 1985-1988 og kom sennilega frá Ísafirði því, ef rétt er munað þá bar hann númerið Í-571 áður en hann kom í Nesk... 
Kannast einhver við þennan bíl?
Kv
Ingi Hrólfs

Er þetta ekki frekar skýjað hjá þér Ingvar???,Því síðasta sem ég man eftir þessari Chevrolet Novu Concours það er það að tímagír slitnaði í henni + að 1-stk stimpill brotnaði á einhverju sukkerýinu og þá var eigandi bílsinns Gunnar Þorsteinsson og Steinar Gunnarsson bílstjóri þegar þetta atvik átti sér stað,Svo bara stendur bíllinn bilaður heima í stæði hjá Gunnari Þorsteins í X-langann tíma eða allt þangað til maður sem ég man ekki lengur hvað heitir-->>vann hjá Gylfa Gunnars í Mána og er þessi fyrrnefndi maður bróðir Jóns Inga félaga míns og keipti hann bílinn bilaðann af Gunnari Þorsteins og gerði við hann ég man svona vel eftir þessu því þessi ákveðni maður spurði mig af því hvort ég ætti til handa honum varahluti þar að seigja góðan stimpil og sem væri helst á góðri stöng,Áður og eftir að gert hafði verið við bílinn stóð hann alltaf inn við húsið sem kallað var landalækur og þar bjó þessi fyrrnemdi maður og var Novan nokkuð reglulega á ferðinni eftir viðgerð.



Offline Ingi Hrólfs

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 152
    • View Profile
Re: Chevrolet Nova 1976 ?
« Reply #6 on: March 31, 2012, 23:57:58 »
Nei Bjarki, þetta er ekkert skrýtið hjá mér. Ég keypti bílinn af Gunnari, hann var reyndar skráður á konuna mína, en ég seldi síðan þessum manni sem vann hjá Gylfa Gunnars bílinn. Sá maður heitir Símon, man ekki hver son hann er. Það slitnaði ekki tímagír né brotnaði í honum stimpill. Það losnaði stimpilbolti en mótorinn slapp við skemmdir. Það var gert við hann.

Kv
Ingi Hrólfs.

Offline Chevy_Rat

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 669
    • View Profile
Re: Chevrolet Nova 1976 ?
« Reply #7 on: April 01, 2012, 07:59:27 »
Sæll Ingvar,Ég ætla mér nú ekkert að vera að rengja það að þú hafir átt þessa '76 árg Chevrolet Novu Concours alls ekki!..,Enn skrítið eignarhaldið samt þar sem Gunnar og þú eigið bílinn nánast á alveg sama tímabilinu (miðað við þína skript um það tímabil sem þú áttir bílinn).Gunnar og Steinar töluðu um að í bílnum hefði líklegast skeð að tímakeðjan hefði skrallað yfir á tönnum á tímagír (enda er hann allgjört drasl orginal bara ál og nælon tennur í efra tannhjóli!) og stimipill brotnað eða ventlar bognað við það og tímakeðjan svo slitnað alveg í sundur eða skrallað hringinn á tannlausu efra tímagírshjóli,Enn hvað um allt þetta þá skoðaði ég þetta aldrei sjálfur enn eins og ég áður sagði þá spurði þessi Símon mig um Dish-Head stimpil í 350 SBC í std bori sem þurfti helst að vera á góðri stöng því hann vildi fara einföldu og fljótlegu leiðina við að koma bílnum sínum í lag!..,Enn þá því myður þá átti ég ekki til neitt grams á lausa handa honum á þessum tíma þannig að Símon pantaði allavega stimpilinn með stimpilbolta nýtt! og nýjan tvöfaldan roller tímagír! hann sagði mér það sjálfur! (ég varð svolýtið hissa að hann hefði fengið aðeins 1 stimpil keiptan úr balanceruðu stimplasetti annað hvort frá Kistufelli eða Þj&Co veit hinsvegar ekki hvar hann fékk stimpilsstöng þú gætir þá kanski svarað því? (ég varð líka svolýtið hissa að hann hefði fengið aðeins 1 stimpil keiptan úr balanceruðu stimplasetti annað hvort frá Kistufelli eða Þj&Co) Því þeir hafa ávallt neitað að selja bara eitt stykki stimpil úr þessum balaceruðu stimplasettum sínum í gegn um tíðina!.

Offline Ingi Hrólfs

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 152
    • View Profile
Re: Chevrolet Nova 1976 ?
« Reply #8 on: April 01, 2012, 17:18:01 »
Röltu þá bara yfir til Gunnars og fáðu þetta staðfest...hann er ekki langt frá þér Bjarki. Ég fór að skoða þetta betur fyrst þú ert með einhverjar efasemdir um eignarhaldið á þessum bíl og trúlegt að eigandaskiptin hafi ekki farið í gegn fyrr en Símon fær hann hjá mér. Ég átti þennan bíl ekki mjög lengi og varðandi ártalið (hvenær ég átti hann) þá er það hrein ágiskun hjá mér, ég man þetta ekki svo pott þétt sé en ég átti hann þegar ég bjó inni á Grund.
Ég hefði heldur ekki keyrt bílinn frá Gunnari og inn á Grund ef mótorinn hefði verið brotinn.
Hinsvegar hefði ég kosið það að þú hefðir haft samband við mig, eða Gunnar, og spurt út í þetta áður en þú kastar einhverjum efasemdum fram hérna á netinu.

Kv
Ingi Hrólfs

Offline Ingi Hrólfs

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 152
    • View Profile
Re: Chevrolet Nova 1976 ?
« Reply #9 on: April 01, 2012, 21:05:21 »
En Bjarki. Veist þú um einhverja hluti í 75 Nova Concours ? Jafnvel Hatchback. Ég man ekki eftir neinum Hatchback hérna fyrir austan en hann Geiri (hérna fyrir ofan) er að leita að svoleiðis.

Kv
Ingi Hrólfs.