Þessi ´76 "Nova" var með fastanúmerið EH-209 miðað við fyrri eiganda Gunnar Þorsteinsson (skráður eigandi frá ´86 - ´89) og númeraferil. EH-209 var með númerið N-227 ´86, þar áður með N-19 og á undan því Í-578.
Þessi "Nova" kom, samkvæmt verksmiðjunúmeri (1Y27L6T100608), til landsins, 12.12.1975, sem brún tveggja dyra Chevrolet "Nova" Concours, (hvort sem menn vilja kalla Concours Novu eða ekki (ekki allir á eitt sáttir með það)) ein af 8 tveggja dyra Nova Concours sem komu til landsins af ´76 árgerð. Novan kom hingað með 350 4bbl V8 framleidd í Tarrytown NY og var bíll nr 608 af framleiðslulínunni.
Síðasti skráði eigandi tjáði mér að þessi bíll hafi á sínum tíma farið í pressuna búinn af ryði.
Kv,
Geiri