Kvartmílan > Almennt Spjall

mig vantar mótor

<< < (8/9) > >>

Gudmundur Arni Sigurdsson:
http://www.flickr.com/photos/64192360@N07/ vona að þetta virki hérna  er ekki neit svakalega mikið tækninörd 
þarna eru myndir frá því að ég fékk græna bílin með haug af loftræsti götum og grind sem hék saman á sovétskri þrjósku 
fékk svo annað boddý sem ég er að smíða parta í kem honum vonandi inn aftur núna fyrir jól til að hreinsa úr honum ryðgað drasl og setja í hann nítt stál ,

Hr.Cummins:
Þarna er þrælmikil vinna fyrir höndum en verður ánægjulegt þegar að henni er lokið...

Þú hefur ekki íhugað að láta smíða fiberglass clone bara af boddý-inu... þannig myndiru létta þetta enn til muna :)

Væri töff... en kostar sennilega $$$$$$$/€€€€€€€... eða bara íslenskar krónur :lol:

Getur samt orðið mjög flottur ef að rétt er staðið að uppgerðinni, sbr. Ivan Kassavinski:

Gudmundur Arni Sigurdsson:
er bæði búin að spá í að gera boddy úr trefjaplasti hvítahhúsið sem er á bílnum er úr trefjaplasti gert 1966 ,

svo hef ég líka spáð í að gera boddí úr áli

TONI:
Held að þetta snúist nokkuð um það hvað þú ert að fara að gera við bílinn, ertu að fara að aka honum 2-5.000 km á ári eða 20-25.000 km á ári. Roverinn er heldur toglaus fyrir 1.700 kg bíl, það má ekki gleyma að það er hægt að gera HELLING fyrir roverinn sér í lagi 3.9 fyrir lítið fé, er bara með bók hjá mér sem er með jólauppskriftir af því hvernig má tjúnna Rover á marga vegu. Ég myndi ráðleggja þér bara netta small block er þú ert að fara að nota hann lítið en annars t.d 2,7 Nissan vélina (TerranoII) er að skila fínu og eyða mjög litlu eða þá bara 2.9 Bens/Musso vélina, hef nokkuð mikla og góða reynslu af báðum þessum vélum og væri ekki hræddur við að nota þær sjálfur. Einfaldast er bara að finna klesstan eða oltinn svona bíl og færa allt draslið á milli, tryggilegast einfaldast og ódýrast.

íbbiM:
2.7l nissan diesel vélin er mjög seig, er búinn að vera með 2.7ltdi terrano í mörg ár og hún hefur reynst alveg frábærlega

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version