Ef þetta er BH369 þá var þessi bíll skemtilegur í akstri að mínu mati frændi minn átti þennann bíl ´97 og var hann þá með soðnu afturdrifi þangaðtil það brotnaði og fékk hann lánuð tanhjól úr mismunadrifinu á chevyu novu sem ég átti og það passaði saman .
Það gæti verið misminni hjá mér en ég er nokkuð viss um að hann var með 304 og sjálfskiftur þegar frændi átti hann man alltaf eftir því hvað mér fanst flott að farþeginn í bílnum að framan varð nánast að leggjast ofan á bílstjórann til að sjá á mælanna í mælaborðinu og í hvað gír skiftingin var, sá alltaf eftir því að hafa ekki átt pening þegar frændi seldi hann frá sér því hann bauð mér hann til kaups áður en hann seldist.