Author Topic: Ranger 4.0 vs hilux/4runner 3.0  (Read 2866 times)

Offline edsel

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.041
    • View Profile
Ranger 4.0 vs hilux/4runner 3.0
« on: November 19, 2011, 00:48:57 »
Þar sem maður er að pæla í að fá sér eitthvað breytt(33''+) þá eru þessir ofarlega í huga, en hvernig er með vinnslu vs eyðslu, varahlutakostnað, bilanatíðni og svo frammvegis. svo er Y60 Patrol líka mjög ofarlega í pælingunum. endilega ausið úr visku/reynslubrunnunum ykkar handa nýliða í þessu sporti
Sindri Freyr Pálsson
BMW E30 318 IS vél '87 seldur  :smt010
Toyota Touring '89 klesstur
Hyundai Sonata '95 seldur :D
Ford Bronco II '88 daily driver :D :D :D :smt093

Offline edsel

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.041
    • View Profile
Re: Ranger 4.0 vs hilux/4runner 3.0
« Reply #1 on: November 19, 2011, 01:07:17 »
gleymdi áðan, 2.8 td patrol
Sindri Freyr Pálsson
BMW E30 318 IS vél '87 seldur  :smt010
Toyota Touring '89 klesstur
Hyundai Sonata '95 seldur :D
Ford Bronco II '88 daily driver :D :D :D :smt093

Offline pal

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 147
  • Mustang
    • View Profile
Re: Ranger 4.0 vs hilux/4runner 3.0
« Reply #2 on: November 19, 2011, 10:30:47 »
Ég hef átt Hilux, 4runner og Patrol.  4Runnerinn er ágætis bíll, en með V6 bensín mótornum, þá færðu hvorki afl né tog og alltof mikla eyðslu.  Þar sem ég átti minn nú ekki lengi, þá veit ég svo sem ekki með bilanatíðni í þeim, en mér fannst þetta fínn bíll að ferðast á.  Hiluxinn er náttúrulega mjög svipaður 4Runner, sama innrétting og svoleiðis, ég átti einn með 2,4 dísel mótor, ekki mikið afl, en á móti kemur að eyðslan var líka nánast engin.  Hann bilaði nú ekki nú mikið hjá mér á meðan ég átti hann, em það er reyndar auðvelt að fá varahluti í þessa ennþá, þeir voru sem betur fer ekki allir fluttir úr landi.  Svo komum við að Patrol, það eru bílar sem ég er mjög hrifin af, rosalega þægilegir bílar að ferðast á, endalaust pláss í þeim og þægilegir í akstri.  Þessir sem ég hef átt, hafa nú ekki verið að eyða neinu svakalegu, verið með þá í kringum 13 á hundraði innanbæjar, sem mér finnst nú ekkert svakalega mikið fyrir þetta stóra bíla.  Það fer nú ekkert svakalega mikið fyrir afli í Patrol, enda segi ég alltaf að hraðinn drepur, þess vegna fær maður sér Patrol og lifir að eilífu  :D  en þeir reyndar toga fínt og og maður einhvern veginn kemst alltaf á áfangastað.  Vonandi að þetta hjálpi eitthvað.

ps. Ef þig vantar jeppa, þá ég einn Patrol sem ég þarf að losna við, getur haft samband ef þú hefur áhuga.
Pálmi Alfreðsson
 
Ford Mustang 1979

Offline kallispeed

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 469
    • View Profile
Re: Ranger 4.0 vs hilux/4runner 3.0
« Reply #3 on: November 19, 2011, 11:16:39 »
toyota hi lux diesel er góður og ódýr kostur og þeir bila lítið og eyða litlu ...   :mrgreen:

Offline Hr.Cummins

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.085
    • View Profile
Re: Ranger 4.0 vs hilux/4runner 3.0
« Reply #4 on: November 20, 2011, 09:32:16 »
2.8 Patrol og herða heddið betur niður... þá ertu góður... mæl með að draga hvern bolta upp fyrir sig og setja snittolíu á gengjurnar áður en að þú herðir niður...

annars tæki ég 4.0 Ranger framyfir Hilux/Runner með V6 3.0 :!:

Hef ALDREI áður upplifað eins slappa hröðun, tala ekki um ef að þetta er komið á e'h blöðrur, stay away  =;

Þambar bensín og hreyfist sama og ekkert :roll:

Patrol-inn kemur orginal á hásingum að framan og að aftan, Ranger-inn er á skærahásingu að framan, menn hafa misjafna skoðun á þessu en mér finnst þetta algjört rusl... klafarnir í Hilux/Runner eru náttúrulega junk...

Og til að svara Kalla, þá hef ég átt Hilux með 2.4D og 2.4TD og það er vita vonlaust dót.. skárra en 3.0 V6 bensín hvað eyðslu varðar, og power-ið er kannski svipað... eða ekki neitt...

Skoðaðu bara vel grindurnar í þeim Patrol-um sem að þú skoðar, þær eiga það til að ryðga í gegn við hjólbogana að aftan og svo er ekki óalgengt að menn hafi bundið í stuðarana þegar að þeir eru að kippa/draga og þá slitna grindurnar þar líka...

Just my 0.02$...

En af þessu ofantöldu tæki ég líklegast Patrol...
Viktor Agnar Guðmundsson
____________________________________
2000 BMW E36 M3ti - Garret GT40
1999 Honda Civic VTi - Holset HX40