Author Topic: nýja dótið... maður ætlar seint að þroskast  (Read 7338 times)

Offline sveri

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 722
    • View Profile
nýja dótið... maður ætlar seint að þroskast
« on: November 17, 2011, 23:10:31 »


 hér er apparatið mitt..

Keypti þennan bíl í haust og hann er bara búinn að vera vandamál, að vísu hefur það verið fyrir skort á viðhaldi undanfarin misseri, ástandið var svona:

Sprunginn loftpúði að aftan. Bíllinn lak öllu sem hægt var að leka nema rafmagni og bremsuvökva..
Þ.e.a.s , Hráolíutankur lak, afturdrif, framdrif, millikassi, gírkassi, mótor og vatn. Allir krossar í öllum sköftum ónýtir og það var sannarlega ekkert nýskeð. Pinnjónpakkdós á báðum drifum. Jóki á afturdrifi bráðónýtur sökum þess að það var ónýtur kross og hann var réttað segja að verða búinn með jókann sjálfann. Kúplingsdiskur óslitinn enn ónýtur. (bjána gorma system sem var í skralli). Sveifarás pakkdós ónýt. Glóðarkerti ónýt. Þétti hringur fyrir knastás ónýtur: Pakkdós fram úr tímagír ónýt. Pakkdós í stýrismaskínu ónýt. forðabúr fyrir vökvastýrisvökva pisslak. Loftlás að framan óvirkur sökum arfaslaks frágangs á slöngum. Svo fannst mer sérlega fyndið þegar ég tók eftir að annar framdemparinn er á hvolfi... og trékubbur 2by4 til að halda loftkút undir bíl föstum  (einnig 1 takki fyrir báða lása, eh sem ég hef ekki séð áður þar sem hinn takkinn var í skottinu á bílnum ásamt loka og öðru)  svo var greyið nátturulega gat riðgaður líka. 

Svo datt honum í hug að hætta að ganga á öllum uþb mánuði eftir að ég keypti hann. Kippti ventlalokinu af og sá mér til mikillar ánægju að ein undirliftu stöng var komin undan rocker arm og búin að nudda fallegt gat í gegn um ventlalokið, þetta gerðist vegna þess að það brotnaði undirlifta í vélinni og miðjan fór úr henni (því betur fann ég hana) og þessi bíll er með 2.5 Turbo diesel VM motor sem er þannig hannaður að til þess að ná undirliftu úr þarf heddið af vélinni. OG fyrst að heddið þurfti af þá pantaði ég eftirfarandi:

Nýtt efra pakkningarsett
Nýjar undirliftur
Nýjar undirliftu stangir
Nýja vatnsdælu
Ný glóðarkerti
Nýja sveifaráspakkdós
Nýjann O hring fyrir knastás
Nýja pakkdós fram úr tímagír
Nýja eyrhringi  í allt sem viðkemur hráolíu
Nýja kúplingu

Það sem ég var búinn að kaupa og skipta um er eftirfarandi:

Alla nýja krossa í alla skapaða hluti undir bílnum
Nýjar pinnjóns pakkdósir
Nýjann jóka í afturdrif
Gera við alla leka undir bílnum nema það sem við kemur mótor
Liðka upp allt sem þurfti að liðka.
Smyrja í allt sem hægt er að smyrja

OG svo keypti ég meira af gramsi sem ég er að vinnaí þessa dagana

4stk 1200KG loftpúða
4 mæla 1-10bar fyrir þá
deilistykki og tengi, lagnir og tilheyrandi fyrir púðana
Svo keypti ég úrhleypibúnað með öllu tilheirandi 4stk mælum, krönum , lögnum og því sem þarf.Svo setti ég líka í hann mp3 spilara, 4 stk 3way hátalara 2stk 2way hátalara 1stk 15" 2600RMS watta Power accoustic MOFO bassakeilu 2500w Class D monoblock magnara og 1stk 4 rása hátalaramagnara, stórann öflugann kraftþétti og sverar snúrur og lagnir Þannig að á endanum verður þetta líklega bíll

Hann stendur hálf berrassaður inní skúr núna vélarlaus, innréttingarlaus, mjög götóttur  fjöðrunardapur og vitlaus.

En ef ég horfi á björtu hliðarnar, þá verður þetta hörku helv.. .jeppi þegar ég er búinn ;)

2.5Diesel turbo intercooler, 130hp, 300nm tog, 5 gíra beinskiptur, loftpúða fjöðrun framan og aftan, úrhleypibúnað, hvorutveggja stýrt innan úr bíl, loftlæstur framan og aftan, með ný yfirfarinn mótor, og vitað mál að bíllinn er í lagi. Þá verður loks gaman að fara að leika sér ;)

Læt nokkrar myndir fylgja.

ÞESS MÁ TIL GAMANS GETA AÐ ÖKUTÆKIÐ ER NÝ SKOÐAÐ!... væri til í að eiga nokkur vel valin orð við viðkomandi skoðunarmann......

litli dótahaugurinn minn



aðeins að byrja að riðga, þess má geta að þetta er skárri hliðin...


ekkert sérlega smekklegur gófflötur


búinn að klippa almennilega úr


búinn að sauma sárin saman aftur




enn ógeðslegur er hann nú samt þó hann sé að lagast


það er að byrja að verða pláss. enda voru dekkin sundur skorin og tætt sökum plássleysis


rið rið rið og meira rið


setti helv.. í megraun


búinn að þrífa heddin, betri en ný


þetta var meinið
Sverrir Yngvi Karlsson.
8665016
1986/1971 Ford bronco II 38" 351w
HILUX HRELLIR

Offline kallispeed

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 469
    • View Profile
Re: nýja dótið... maður ætlar seint að þroskast
« Reply #1 on: November 18, 2011, 20:20:31 »
maður lifandi ..  :mrgreen:

Offline Yellow

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 534
  • MOPAR & BMW !!!!!
    • View Profile
    • Facebook
Re: nýja dótið... maður ætlar seint að þroskast
« Reply #2 on: November 18, 2011, 22:44:44 »
Snotur Bíll hér á ferð  :mrgreen:
Gunnlaugur Berg Sturluson

Drauma Bílanir:
1969 Dodge Charger R/T 426 HEMI
1970 Chevrolet Chevelle SS 454
1968 Ford Mustang 390 FastBack 2+2

Offline Hr.Cummins

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.085
    • View Profile
Re: nýja dótið... maður ætlar seint að þroskast
« Reply #3 on: November 19, 2011, 18:39:33 »
Eru menn í alvöru að standa í því að laga þessa VM mótora :?:

Finna Cummins 4BT í þetta... þá fyrst er þetta nothæft... :!:

En engu að síður... gangi þér allt í haginn ;)
Viktor Agnar Guðmundsson
____________________________________
2000 BMW E36 M3ti - Garret GT40
1999 Honda Civic VTi - Holset HX40

Offline Belair

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.325
    • View Profile
    • Alli´s Icelandic Firebird Page
Re: nýja dótið... maður ætlar seint að þroskast
« Reply #4 on: November 28, 2011, 21:49:45 »
“Growing up is never easy and never good idea, the day you start to grow up is the day you start dying"  :-"

Sveri er þá þessi en á hakanum eða ertu búin að selja hann ?

eru 130 hestar nóg  :-"

 
Trans Am 84 350rwhp Ls1 T56
Legacy 99
Haase 128

Benedikt H Jóhannsson KK#2010 FBI#3341

Offline kallispeed

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 469
    • View Profile
Re: nýja dótið... maður ætlar seint að þroskast
« Reply #5 on: November 29, 2011, 00:46:31 »
“Growing up is never easy and never good idea, the day you start to grow up is the day you start dying"  :-"

Sveri er þá þessi en á hakanum eða ertu búin að selja hann ?

eru 130 hestar nóg  :-"

 
TurboDiesel
 
2499 cc (153 CID)
 
I4, OHV
 
Diesel
 
114 hp (85 kW) @ 3900 rpm
 
221 lb·ft (300 N·m) @ 2000 rpm
 
VM Motori 425 OHV
 
1997−2001...  :mrgreen:
« Last Edit: November 29, 2011, 00:50:30 by kallispeed »

Offline SceneQueen

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 206
    • View Profile
Re: nýja dótið... maður ætlar seint að þroskast
« Reply #6 on: November 30, 2011, 16:53:57 »
flottur þessi, hvaða árgerð er þetta? og hvaða númer er á honum ?
Kara Lúðvíksdóttir

Mitsubishi Lancer '84
Mitsubishi Lancer '86
Peugeot 505 GR '?? (partsss)
Peugeot 505 GR '83 x2
Peugeot 309 GL '87
Skoda 105 '88

Offline sveri

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 722
    • View Profile
Re: nýja dótið... maður ætlar seint að þroskast
« Reply #7 on: December 16, 2011, 21:07:10 »
hihihi













































 \:D/
Sverrir Yngvi Karlsson.
8665016
1986/1971 Ford bronco II 38" 351w
HILUX HRELLIR

Offline sveri

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 722
    • View Profile
Re: nýja dótið... maður ætlar seint að þroskast
« Reply #8 on: December 22, 2011, 22:21:37 »
Hann er allur að koma til, kanntar komnir á, búið að kítta. Búinn að sjóða upp gólfið, grunna það og trefja yfir það alltsaman. Svo er það bara að grunna yfir trebbann á morgun og skutla loftlögnum í fyrir púða og dekk og svo tengja allt heila draslið og henda svo innréttingunni í :D










Sverrir Yngvi Karlsson.
8665016
1986/1971 Ford bronco II 38" 351w
HILUX HRELLIR

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Re: nýja dótið... maður ætlar seint að þroskast
« Reply #9 on: December 22, 2011, 23:48:28 »
Það er ekkert verið að drolla við þetta  8-) Flott hjá þér félagi  =D>
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline sveri

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 722
    • View Profile
Re: nýja dótið... maður ætlar seint að þroskast
« Reply #10 on: December 23, 2011, 22:59:37 »
afrakstur dagsins :)






« Last Edit: December 23, 2011, 23:03:23 by sveri »
Sverrir Yngvi Karlsson.
8665016
1986/1971 Ford bronco II 38" 351w
HILUX HRELLIR

Offline 954

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 120
    • View Profile
Re: nýja dótið... maður ætlar seint að þroskast
« Reply #11 on: December 23, 2011, 23:18:02 »
Hann ætti amk að sjá vel úr lofti, góð drift í þessu
Ási J
Camaro 80 í vinnslu

Offline sveri

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 722
    • View Profile
Re: nýja dótið... maður ætlar seint að þroskast
« Reply #12 on: December 28, 2011, 00:13:55 »
















\:D/
Sverrir Yngvi Karlsson.
8665016
1986/1971 Ford bronco II 38" 351w
HILUX HRELLIR