Sælir félagar.
Fyrst menn eru farnir að tala um alvöru tónlist hérna, þá er ekki úr vegi að minnast á "Deep Purple" og þetta flotta lag "Speed king".
Þeir eru alltaf góðir þó svo að Blackmore vanti þá eru John Lord og Ian Gillan á svæðinu.
Speed King - Deep Purple Live in Moscow 1996Og síðan eru það kóngarnir sjálfir "Led Zeppelin" og þar er af nógu að taka en ég ætla að setja hér inn það sem mér finnst næst besta lagið með þeim á eftir "Stairway to heaven" en það er "Babe I'm Gonna Leave You" get reyndar ekki gert upp á milli þeirra. (það er hægt að nálgast upprunalegu útgáfuna líka á "you Tube")
Það er endalaust hægt að finna frábær lög með "Led Zeppelin" með þá Robert Plant og Jimmy Page í farabroddi
Babe I'm Gonna Leave You - Led Zeppelin (1969).flvÉg má síðan til með að koma með þessa frábæru "ballöðu" frá "Steel Heart" og er alveg frábært hvað söngvarinn Miljenko Matijevic "Mili" hefur haldið röddinni sem spannar þrjár áttundir á meðan aðrir sem hafa verið ofar á listanum yfir metal söngvara hafa misst alla rödd eins og frægt varð með David Coverdale í "White Snake", en hann skildi röddina eftir hér á Íslandi eftir eina tónleika.
Steelheart - She's GoneNjótið.
Kv.
Hálfdán.