Ég kom því loksins í verk að skeyta saman nokrum vídeoum sem ég tók út á braut í Júní og Júlí síðasliðinn. Það var virkilega gaman að sjá hvað aðstæður hafa batnað mikið frá því þegar ég var aktivur og bjó á Íslandi. Þetta var í fyrsta skipti sem ég notaði nýja vídeo töku vél þannig að gæðin eru ekki mikil. Allt á flegiferð. Þetta er samt betra en ekkert.
Hér eru tvær slóðir að sama videoinu. Bæði videoin eru HD video (1280x720) þannig að skrárnar eru báðar mjög stórar. Fyrri slóðin er að video gert með Microsoft Media Player codec og ætti því að virka í flestum tölvum. Seinni slóðin er að videoi sem er gert með H264 DIVX codec. Gæðin eru mun betri, en skráin er mun stærri og getur tekið langan tíma að hala hana niður. Það er heldur ekki víst að Windows Media Player spili þá skrá nema DIVX codec hafi verið infærður.
http://jonsson.info/videos/kvartmila2011.wmv (150 Meg)
http://jonsson.info/videos/kvartmila2011.avi (200 Meg)