Í fyrra stóð Kvartmíluklúbburinn fyrir bíósýningu í Laugarásbíó á myndinni Gone in 60 Seconds frá 1974. Þetta mæltist vel fyrir og mæting var ágæt. Nú er spurning hvort að ekki sé mál að endurtaka leikinn frá í fyrra og er klúbburinn að hugsa um að fá að sýna eins og eina góða bílamynd í bíó. Dagsetning, bíósalur eða tími er ekki ákveðin, en okkur þætti gaman að sjá hvort að fólk hefði almennt áhuga á að kíkja í bíó og sjá eina góða bílaræmu, allur ágóði af miðaverði rennur að sjálfsögðu í vasa KK og verður miðaverði stillt í hóf.

Hér að ofan er könnun til að sjá nokkurnvegin hvaða mynd fólk hefur mestan áhuga á að sjá, aðeins þeir sem kjósa hafa kost á að sjá niðurstöður.
Að sjálfsögðu eru þetta ekki einu myndirnar sem koma til greina, fólki er frjálst að koma með uppástungu og hún er síðan skoðuð.
