Author Topic: Umboð KK fyrir sandspyrnubraut  (Read 28050 times)

Offline Stebbik

  • In the pit
  • **
  • Posts: 79
    • View Profile
Re: Umboð KK fyrir sandspyrnubraut
« Reply #20 on: September 03, 2011, 19:11:58 »
Þetta verður magnað ef af verður =D> ,það væri gaman að reyna að ná sér í ausur og taka þátt í sandspyrnu á þessu magnaða svæði,þið sandspyrnuáhugamenn eigið heiður skilið =D> =D>
Stefán Kristjáns.
næst besti N.A 1/8 tími á brautinni
1/8 besti tími 4.9 sec, 144 mph.1.18.60 fetin

Offline maggifinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.291
    • View Profile
Re: Umboð KK fyrir sandspyrnubraut
« Reply #21 on: September 04, 2011, 21:40:18 »
Jæja drengir, Beiðni hefur nú verið send landslagsarkitekt Hafnarfjarðarbæjar sem fer yfir málið fyrir Umhverfis Og Framkvæmdasvið Hafnarfjarðar.

 Og hefst þá naglanögunin.  [-o<

 Ég fæ ekki ímyndað mér hvaða tíma þetta tekur, en ég pósta um leið og ég fæ hin minnstu viðbrögð.

Offline maggifinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.291
    • View Profile
Re: Umboð KK fyrir sandspyrnubraut
« Reply #22 on: September 07, 2011, 16:49:03 »
Sælir Sandverjar.

Við höfum fengið svar við okkar fyrirspurn hjá arkitektnum.

 Ég læt fylgja hér sem viðhengi beiðnina sem ég sendi batteríinu og svarið sem við fengum til baka set ég hér neðst.

 Ég læsi þessum þræði í bili og legg til að það verði sandbragur á næsta félagsfundi þarsem við komum okkur saman um næstu viðbrögð. Frekari umræður fari þar fram.
Ef það er í lagi, getur þá einhver með valdið auglýst næsta félagsfund sérstaklega sem slíkan .



Sæll Magnús,

Sambærilegt erindi hefur komið frá Akstursíþróttafélagi Hafnarfjarðar þar sem erindinu var synjað þar sem náman er á vatnsverndarsvæði og mjög stutt er niður á grunnvatn. Einnig er hætt við að hljóðmengun verði það mikil að hún muni valda útivistarfólki og íbúum Valla og Áslands 3 miklu ónæði. Er svæðið á Kapelluhrauni ekki nothæft fyrir þessa starfsemi?

Viltu að ég taki þetta inná fund?

 

Kv.


Offline Ómar N

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 45
    • View Profile
Re: Umboð KK fyrir sandspyrnubraut
« Reply #23 on: September 08, 2011, 18:52:27 »
Þar fauk sandurinn út í buskann.
Ómar Norðdahl

Offline maggifinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.291
    • View Profile
Re: Umboð KK fyrir sandspyrnubraut
« Reply #24 on: September 08, 2011, 19:49:20 »
neinei. Við höfum svör við þessu öllusaman.

 Ekki dottnir af baki enn

Offline maggifinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.291
    • View Profile
Re: Umboð KK fyrir sandspyrnubraut
« Reply #25 on: September 15, 2011, 17:34:30 »
Við sendum annað bréf við Valur nú rétt í þessu.

 Nú er bara að bíða og sjá, og vonandi verður okkur hleypt inná fund sem fyrst.

 

Offline maggifinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.291
    • View Profile
Re: Umboð KK fyrir sandspyrnubraut
« Reply #26 on: November 10, 2011, 17:20:19 »
Jæja félagar.

 Við vorum rétt í þessu að koma ofan úr gryfjum.

 Fórum og sýndum nefndarmanni bæjarráðs svæðið allt og fórum yfir okkar pælingar og áætlanir. Komum við uppá kvartmílubraut í bakaleiðinni.

 Erindið sem við sendum var víst ekki unnið af bænum einsog venjur gera ráð fyrir :-s, svo við setjum saman nýtt erindi með vísan í umsögn hans af svæðinu. Hann er til í flytja fyrir okkur erindið fyrir nefndina ef þess þarf til að flýta fyrir.

 Ekki var annað á nefndarfulltrúa að heyra en að við hefðum hans stuðning.

 Ég vil nú ekki lofa neinu, en ég leyfi mér fyrir mína hönd og Valsarans að segja að við séum mátulega bjartsýnir.

 Góðar stundir.

Offline Krissi Haflida

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.144
    • View Profile
Re: Umboð KK fyrir sandspyrnubraut
« Reply #27 on: November 10, 2011, 19:18:55 »
frábært  :D
Kristján Hafliðason

Offline Elmar Þór

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 704
    • View Profile
    • http://www.cardomain.com/ride/2256211/1
Re: Umboð KK fyrir sandspyrnubraut
« Reply #28 on: November 10, 2011, 21:47:07 »
 =D>
Elmar Þór Hauksson
Big bad racing plymouth
------------------------------------
Plymouth Road Runner '69
Plymouth Fury '71
Jeep Cherokee '90
Benz E220 '96
Benz E250 '95

Offline Addi

  • RÆSIR
  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 479
    • View Profile
Re: Umboð KK fyrir sandspyrnubraut
« Reply #29 on: November 11, 2011, 17:20:32 »
Frábærar fréttir =D>
Old Chevy's never die they just go faster

'88 Volvo 240 GLT B230E(K-cam og stillanlegur tímagír)



Arnar B. Jónsson #790
"Ræsir" '06, '07, '08, '09 og '10

Offline maggifinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.291
    • View Profile
Re: Umboð KK fyrir sandspyrnubraut
« Reply #30 on: November 29, 2011, 21:15:49 »
 Og blýantarnir nagast niður... :mrgreen:

Skipulags- og byggingarráð - 288

Haldinn í fundarherbergi framkvæmdasviðs, Norðurhellu 2,
29.11.2011 og hófst hann kl. 08:15
   Fundinn sátu: Sigríður Björk Jónsdóttir, Sigurbergur Árnason, Rósa Guðbjartsdóttir, Ólafur Ingi Tómasson og Guðrún Margrét Ólafsdóttir
   Fundargerð ritaði: Bjarki Jóhannesson
   Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi, einnig Málfríður Kristjánsdóttir og Berglind Guðmundsdóttir undir þeim málum er þær varðaði.

mál#6. 1109258 - Undirhlíðar, sandspyrna

Tekið fyrir bréf Magnúsar Finnbjörnssonar f.h. Kvartmíluklúbbsins dags. 19.11.11 með beiðni um afnot af Undirhlíðanámu til keppnishalds í sandspyrnu.

Niðurstaða fundar:
Skipulags- og byggingarráð óskar eftir umsögn vatnsveitustjóra um erindið.

  Veit ekki með ykkur en við Valur höldum í okkur andanum.

 Þolinmæði,Þolinmæði.

 

Offline maggifinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.291
    • View Profile
Re: Umboð KK fyrir sandspyrnubraut
« Reply #31 on: December 14, 2011, 08:18:29 »
Síða 6 í fréttablaðinu. set inn greinina seinna í kvöld.

 Næst er það Reykjanesið  :wink:

Offline maggifinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.291
    • View Profile
Re: Umboð KK fyrir sandspyrnubraut
« Reply #32 on: December 14, 2011, 18:14:49 »
Greinin á síðu sex í Fréttablaðinu er svohljóðandi:

Hafnarfjörður
Fá ekki sandspyrnu í námu
Kvartmíluklúbburinn fær ekki að nota Undirhlíðarnámu í Hafnarfirði til keppnishalds í sandspyrnu.


Kvartmíluklúbburinn fær ekki að nota Undirhlíðarnámu í Hafnarfirði til keppnishalds í sandspyrnu.
 Vatnsveitustjóri benti skipulagsnefnd bæjarins á að aðeins eru fimm metrar niður á grunnvatn
 í nyrsta hluta námunnar.
 Bærinn ætlar þó að ræða við Kvartmíluklúbbinn um aðrar mögulegar staðsetningar.

 -Grein lýkur-

Ágætt hefði verið að fá þessar upplýsingar strax, því við komumst í gegnum allar aðrar fyrri hindranir  sem bænum datt í hug.
  Þetta er búið að vera mikið ferli og böns af vinnu en plúsinn er þó, að meginþorri stjórnsýslu Hafnarfjarðar hefur nú fengið skyndinámskeið í sandspyrnufræðum og er það vel. Það auðveldar öll önnur ferli héðanaf. amk í Hafnarfirði. og einsog segir í tilkynningunni þá er vilji í bænum að finna stað.

 Eftirfarandi er afgreiðsla erindis Klúbbsins frá bænum:

 
Niðurstaða fundar:
Lagt fram.
2. 1109258 - Undirhlíðar, sandspyrna
Tekið fyrir bréf Magnúsar Finnbjörnssonar f.h. Kvartmíluklúbbsins dags. 19.11.11 með beiðni um afnot af Undirhlíðanámu til keppnishalds í sandspyrnu. Lögð fram umsögn Vatnsveitustjóra dags. 30.11.11. Vatnsveitustjóri mætir á fundinn.
Niðurstaða fundar:
Skipulags- og byggingarráð tekur undir umsögn vatnsveitustjóra þar sem fram kemur að aðeins séu 5 m niður á grunnvatn í nyrsta hluta námunnar og því ekki hægt að samþykkja erindið. Sviðsstjóra falið að ræða við umsækjendur um aðrar mögulegar staðsetningar fyrir starfsemina.


 

« Last Edit: December 14, 2011, 18:18:10 by maggifinn »

Offline maggifinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.291
    • View Profile
Re: Umboð KK fyrir sandspyrnubraut
« Reply #33 on: December 16, 2011, 20:21:57 »
Hafnarfjarðarbær vill skoða Breiðdal í upplandinu sem valkost. Einnig vill bærinn skoða Hamranesnámuna nánar. 

Þetta Breiðdalssvæði þekki ég ekki, en einhver er nú eftirgjöfin í hávaðatakmörkun ef Hamranesið kemur nú til greina..  Held samt að erfitt verði að hafa bremsukaflann ásættanlegan þar. Sjáum til, hef ekki komið þangað í nokkur ár.

 Það er enn von.

Offline maggifinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.291
    • View Profile
Re: Umboð KK fyrir sandspyrnubraut
« Reply #34 on: April 22, 2012, 22:07:28 »
Fórum í dag nokkrir sandkallar og kíktum á þessi svæði sem bærinn er að bjóða.

 Breiðdalurinn er landsvæði á milli Bláfjalla-afleggjara og Kleyfarvatns-afleggjara og hefur tvö svæði þar sem hægt væri að keppa.
 Annarsvegar uppþornað vatn sem er eggslétt 400metra löng leirspilda, svogott sem tilbúna í drulluspyrnu þegar þannig viðrar.
 Hinsvegar amk jafnlanga fjörusteinbreiðu sem þarf að hefla fjörusteininn ofanaf til að komast í sand/moldina fyrir neðan, lagið er um tíu sentimetrar af fjörustein.

 Gallinn við þessi svæði er að það þarf að fara yfir grófan jeppaslóða til að komast að og tvær brattar brekkur eru á leiðinnni. Erfitt yrði að koma áhorfendum skipulega fyrir, þeim fáu sem létu bjóða sér ferðalagið. Auk þess sem vagnadráttur keppnistækja yrði vægast sagt varasamur.

Námurnar aftur á móti við Hamranes virðast í fyrstu sýn ákjósanlegur kostur. Í það minnsta viljum við skoða svæðið betur og mæla það ögn vísindalegar.
 Þar er Hafnarfjarðarbær að geyma efni sem mætti vel nota í brautarlagningu, við teljum að svæðið sé innan við tveimur hjólaskófludögum frá því að vera tilbúið.

 Hamranesnámur eru stutt frá kvartmílubrautinni , malbikað er upp að hliði og auðvelt er að stýra áhorfendum. startað yrði úr myndalegri skál sem tryggir Hörpulík hljómgæði, í raun ekkert ósvipað og í Undirhlíðum bara minna tilbúið og ögn styttra svæði en þar.

 Við höfum samband við Bæjarbatteríið fljótlega og sjáum hvernig hægt er að landa þessu, þetta var jú þeirra hugmynd  :mrgreen:
 

Offline maggifinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.291
    • View Profile
Re: Umboð KK fyrir sandspyrnubraut
« Reply #35 on: April 22, 2012, 22:10:27 »
Það var svo mikill æsingur á okkur að ég gleymdi alveg að taka myndir af Hamranesnámu, geri það þegar við tökum mælingar.

Offline maggifinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.291
    • View Profile
Re: Umboð KK fyrir sandspyrnubraut
« Reply #36 on: May 31, 2012, 02:15:55 »
Þeir hjá bænum eru nú ekki þeir allra marktækustu hvað þetta varðar. Nú vísa þeir í ný drög að skipulagi sem þeir vilja ólmir keyra í gang og virðast nú ekkert vilja með það hafa að sandur verði keyrður í Hafnarfirði nema þá á athafnasvæði KK.

 Það eru viðræður í gangi við bæinn að efni verði keyrt til kvartmílubrautarinnar.
 KK verða að gera það upp við sig hvort hafa eigi sandspyrnubraut í Kapelluhrauni, því það er á skipulagi.

 Teknar hafa verið upp viðræður við Stapafell, þar er 450mtr langur spotti sem hægt væri að leggja braut í.

Offline Dr.aggi

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 411
    • View Profile
Re: Umboð KK fyrir sandspyrnubraut
« Reply #37 on: September 01, 2012, 06:29:08 »
En Kleyfarvatn annaðhvort á því svæði þar sem við héldum tvo vel heppnaða sanda og fengum lofsamlega umsögn umhverfisfulltrúa Grindavíkur.
Eða að sunnanverðu við vatnið sem er í landsvæði Hafnarfjarðar?
ON ALKY RACING TEAM.
Chevrolet Malibu Chevelle 1967.Besti tími 10.87
Blown Alky SBC dragster.Besti tími 8.72
Willys Coupe 1941

http://public.fotki.com/Draggi/

Offline maggifinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.291
    • View Profile
Re: Umboð KK fyrir sandspyrnubraut
« Reply #38 on: September 09, 2012, 19:26:08 »
Hæ Doktor.

 Kleyfarvatn að sögn bæjarins fellur undir sömu vatnsverndarlög og náman Undirhlíðar, og mér skilst þessi loflestur Grindavíkur hafi einungis verið yfirvarp vegna algjörs banns við frekara keppnishaldi á svæðinu.


 Við þurfum að funda eitthvað um þessi mál tel ég og gera klára einhverja greinargerð og áætlun sem gæti verið lögð fyrir aðalfundinn núna eftir áramót.


Offline Dragster 350

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 156
    • View Profile
Re: Umboð KK fyrir sandspyrnubraut
« Reply #39 on: May 18, 2013, 08:58:59 »
Nýar fréttir af sandi ?
Edvard Ágúst Ernstsson

Sími: 6632572