Við fórum í kvöld 29,08,11 nokkrir félagarnir og skoðuðum sannkallaða sandspyrnuparadís í nágrenni Hafnarfjarðar.
Ég held að við þekkjumst nú á myndunum, en við óskum einróma eftir umboði Kvartmíluklúbbsins til að athuga hjá umráðaraðila svæðisins hvort vilji sé til að lána það tímabundið undir sandspyrnukeppnir.
Þarna er svo að segja allt tilbúið fyrir keppni, aðkoma að svæðinu m.t.t miðasölu, áhorfendasvæði, pittur, nægur bremsukafli og tilbakabraut.
Með von um góðar undirtektir og fullan stuðning, fylgja hér myndir af svæðinu.