Kvartmílan > Spyrnuspjall
Umboð KK fyrir sandspyrnubraut
maggifinn:
Og blýantarnir nagast niður... :mrgreen:
Skipulags- og byggingarráð - 288
Haldinn í fundarherbergi framkvæmdasviðs, Norðurhellu 2,
29.11.2011 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Sigríður Björk Jónsdóttir, Sigurbergur Árnason, Rósa Guðbjartsdóttir, Ólafur Ingi Tómasson og Guðrún Margrét Ólafsdóttir
Fundargerð ritaði: Bjarki Jóhannesson
Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi, einnig Málfríður Kristjánsdóttir og Berglind Guðmundsdóttir undir þeim málum er þær varðaði.
mál#6. 1109258 - Undirhlíðar, sandspyrna
Tekið fyrir bréf Magnúsar Finnbjörnssonar f.h. Kvartmíluklúbbsins dags. 19.11.11 með beiðni um afnot af Undirhlíðanámu til keppnishalds í sandspyrnu.
Niðurstaða fundar:
Skipulags- og byggingarráð óskar eftir umsögn vatnsveitustjóra um erindið.
Veit ekki með ykkur en við Valur höldum í okkur andanum.
Þolinmæði,Þolinmæði.
maggifinn:
Síða 6 í fréttablaðinu. set inn greinina seinna í kvöld.
Næst er það Reykjanesið :wink:
maggifinn:
Greinin á síðu sex í Fréttablaðinu er svohljóðandi:
Hafnarfjörður
Fá ekki sandspyrnu í námu
Kvartmíluklúbburinn fær ekki að nota Undirhlíðarnámu í Hafnarfirði til keppnishalds í sandspyrnu.
Kvartmíluklúbburinn fær ekki að nota Undirhlíðarnámu í Hafnarfirði til keppnishalds í sandspyrnu.
Vatnsveitustjóri benti skipulagsnefnd bæjarins á að aðeins eru fimm metrar niður á grunnvatn
í nyrsta hluta námunnar.
Bærinn ætlar þó að ræða við Kvartmíluklúbbinn um aðrar mögulegar staðsetningar.
-Grein lýkur-
Ágætt hefði verið að fá þessar upplýsingar strax, því við komumst í gegnum allar aðrar fyrri hindranir sem bænum datt í hug.
Þetta er búið að vera mikið ferli og böns af vinnu en plúsinn er þó, að meginþorri stjórnsýslu Hafnarfjarðar hefur nú fengið skyndinámskeið í sandspyrnufræðum og er það vel. Það auðveldar öll önnur ferli héðanaf. amk í Hafnarfirði. og einsog segir í tilkynningunni þá er vilji í bænum að finna stað.
Eftirfarandi er afgreiðsla erindis Klúbbsins frá bænum:
Niðurstaða fundar:
Lagt fram.
2. 1109258 - Undirhlíðar, sandspyrna
Tekið fyrir bréf Magnúsar Finnbjörnssonar f.h. Kvartmíluklúbbsins dags. 19.11.11 með beiðni um afnot af Undirhlíðanámu til keppnishalds í sandspyrnu. Lögð fram umsögn Vatnsveitustjóra dags. 30.11.11. Vatnsveitustjóri mætir á fundinn.
Niðurstaða fundar:
Skipulags- og byggingarráð tekur undir umsögn vatnsveitustjóra þar sem fram kemur að aðeins séu 5 m niður á grunnvatn í nyrsta hluta námunnar og því ekki hægt að samþykkja erindið. Sviðsstjóra falið að ræða við umsækjendur um aðrar mögulegar staðsetningar fyrir starfsemina.
maggifinn:
Hafnarfjarðarbær vill skoða Breiðdal í upplandinu sem valkost. Einnig vill bærinn skoða Hamranesnámuna nánar.
Þetta Breiðdalssvæði þekki ég ekki, en einhver er nú eftirgjöfin í hávaðatakmörkun ef Hamranesið kemur nú til greina.. Held samt að erfitt verði að hafa bremsukaflann ásættanlegan þar. Sjáum til, hef ekki komið þangað í nokkur ár.
Það er enn von.
maggifinn:
Fórum í dag nokkrir sandkallar og kíktum á þessi svæði sem bærinn er að bjóða.
Breiðdalurinn er landsvæði á milli Bláfjalla-afleggjara og Kleyfarvatns-afleggjara og hefur tvö svæði þar sem hægt væri að keppa.
Annarsvegar uppþornað vatn sem er eggslétt 400metra löng leirspilda, svogott sem tilbúna í drulluspyrnu þegar þannig viðrar.
Hinsvegar amk jafnlanga fjörusteinbreiðu sem þarf að hefla fjörusteininn ofanaf til að komast í sand/moldina fyrir neðan, lagið er um tíu sentimetrar af fjörustein.
Gallinn við þessi svæði er að það þarf að fara yfir grófan jeppaslóða til að komast að og tvær brattar brekkur eru á leiðinnni. Erfitt yrði að koma áhorfendum skipulega fyrir, þeim fáu sem létu bjóða sér ferðalagið. Auk þess sem vagnadráttur keppnistækja yrði vægast sagt varasamur.
Námurnar aftur á móti við Hamranes virðast í fyrstu sýn ákjósanlegur kostur. Í það minnsta viljum við skoða svæðið betur og mæla það ögn vísindalegar.
Þar er Hafnarfjarðarbær að geyma efni sem mætti vel nota í brautarlagningu, við teljum að svæðið sé innan við tveimur hjólaskófludögum frá því að vera tilbúið.
Hamranesnámur eru stutt frá kvartmílubrautinni , malbikað er upp að hliði og auðvelt er að stýra áhorfendum. startað yrði úr myndalegri skál sem tryggir Hörpulík hljómgæði, í raun ekkert ósvipað og í Undirhlíðum bara minna tilbúið og ögn styttra svæði en þar.
Við höfum samband við Bæjarbatteríið fljótlega og sjáum hvernig hægt er að landa þessu, þetta var jú þeirra hugmynd :mrgreen:
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version