Sælir, þetta hefur ekkert með sandkassaleik eða að vera "tötsí".
Mig einfaldlega langar bara að leiðrétta útbreiddan misskilning um turbofræði meðal margra og þá sérstaklega meðal margra kvartmílumanna á íslandi.
Það að vera með 1L vél við eitt bar (1athm) gerir hana ekki að 2L við 2bör (2athm) og svo framvegis. Það er FLÆÐIÐ ekki þrýstingurinn sem skiptir máli. Túrbína sem flæðir ekki nóg og vél sem er með lága nýtni nær aldrei að auka rúmtakið á lofri um tvöfalt við að tvöfalda þrýstinginn.
Túrbínur eru með mismunandi nýtni og VE (volumetric efficiency) véla er mismunandi. Svo eru auðvitað fullt af öðrum breytum sem allir þekkja (t.d. hæð yfir sjávarmáli, virkni intercoolers, eldsneyti, lofthiti og litur á sokkum ökumanns)
Turbo er bara málið! Allir að fá sér.
Kveðja, Lolli