Bráðum kemur tími á að sleppa takinu af bílnum mínum. Ástæðan er flutningur erlendis sökum frekara náms.
Bíllinn, ýmist kallaður Dæinn, Daddarinn eða Gróðurhúsið, er þægilegur í akstri, snar í snúningum og léttur á fæti (enda ekki nema tæp 900kg á þyngd).
Tegund: Daihatsu Charade 1,5i SX (toppurinn í línunni
)
Skráningardagur 13. maí 1997 (daginn eftir að ég varð 11 ára...góð saga)
Fæddur: 1997
Dyrafjöldi: 4
Litur: Grænn
Slagrými: 1,5L
Afl hreyfils (hö): 89
Eldsneyti: Bensín
Eyðsla: ca. 7,3L/100km
Tankur: Tekur um 40L
Skipting: Beinskiptur
Akstur: 99.159km (í dag 18. júlí)
Dekk: Dekk eru 13 tommu. Umgangur af nöglum á felgum og hjólkoppar fylgja. Er á sumardekkjum á stálfelgum.
Aukabúnaður: Rafdrifnar rúður allan hringinn, rúðuþurrkur, samlæsingar, loftpúði fyrir bílstjórasæti (sætið fylgir einnig).
Næsta skoðun: Febrúar 2012.
Nýlegar viðhaldsviðgerðir:
-Skipt um tímareim í 91.000 kílómetrum.
-Skipt um bremsudiska og bremuborða.
-Skipt um hjólalegu vinstra megin.
Aksturseiginleikar, sú ástæða að ég er forfallinn Charade aðdáandi og ýmislegt annað gerir það að verkum að ég á tiltölulega erfitt með að kveðja kútinn minn en aðstæður leyfa ekki annað.
EDIT:
Verðhugmynd: 300.000 krónur (stgr., engin skipti, má prútta).
PM eða 865-5817 (Marín)