Author Topic: Kvartmíla 101-Ábendingar og reglur á Kvartmílubrautinni.  (Read 10655 times)

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Nokkrar ábendingar til þeirra sem vilja keppa/æfa sig á Kvartmílubrautinni.

1. Áður en þú ferð í pittinn þá stoppar þú við í félagsheimilinu og fyllir út þá pappíra sem þarf að fylla út til að keyra/keppa,ef þú greiddir keppnis/æfingagjöld í heimabanka (sem við mælum með) þá þarf að koma með kvittun.

2.Ef þú ert byrjandi og ert ekki með eitthvað á hreinu,spurðu þá einhvern,við vorum ekki fæddir þarna og vitum hvernig það er að vera nýr.

3.Mættu stundsvíslega á keppnisstað og farðu eftir ábendingum starfsmanna,það má enginn fara á brautina fyrr en hann hefur fengið sitt tæki merkt af brautarstarfsmanni.

4.Allir keppendur eiga að vera við sín tæki í pittinum á meðan keppni stendur.

5.Keppendum er raðað upp í pittinum og eru svo kallaðir upp á braut,keppendur stilla sér svo upp við burnoutið (vatnspollinn) og bíða eftir merki brautarstjóra um að koma í vatnið,hann tékkar svo á hvort þið eruð með beltin spennt,hjálminn á hausnum og rúður lokaðar, sem er skylda,það er mælt með að keyra í gegnum vatnið og bleyta dekkin en ekki taka burnout í pollinum þar sem vatn slettist í hjólskálarnar og lekur svo á dekkin og brautina.Það á ekki að leggja eða standa fyrir aftan bíla sem eru að taka burnout,ef steinar eða aðrir aðskotahlutir fara undir dekkin þá eru þeir eins og byssukúlur þegar þeir koma undan dekkjunum.Bílar á radial dekkjum eiga að keyra framhjá vatninu ef það er möguleiki og taka stutt rolling burnout til að hreinsa dekkin,það á ekki að standa kyrr á radial dekkjum og kveikja í þeim þar sem menn hreinlega grafa sig ofan í malbikið og það gagnast radial dekkjum ekkert að kynda þau svona.
Bifhjólamenn eru beðnir um að taka sín burnout á smá hreifingu líka, til að forðast að holur myndist,til hliðar við þar sem bílarnir taka sín burnout.

6.Þá er að keyra inn í "stage" ljósin,ef gult ljós blikkar öðru hvoru megin á trénu þá er stjórnstöð ekki tilbúin með ljósin og menn bíða þar til það slokknar og keyra svo í stage ljósið,menn keyra í fremri geislann og efra ljósið kviknar og svo aðeins lengra þar til neðra ljósið kviknar líka þá ertu tilbúin til spyrnu. Keyrið rólega í geislann til að forðast að þurfa að vera að bakka.
Það er talin kurteisi (sumstaðar regla) að bíða með að kveikja neðra stage ljósið þar til hinn ökumaðurinn hefur kveikt sitt efra ljós "pre stage" og við mælum eindregið með því að menn virði það.
Því næst eru þið ræstir af stað og á sportsman tree kvikna gulu ljósin eitt af öðru og þegar síðasta gula kviknar er hægt að fara að láta vaða og viðbragðstíminn verður að öllum líkindum lélegur fyrst
.500 er fullkominn tími.Á pro tree kvikna öllu gulu í einu og um leið og það gerist þá bara af stað.
Ef rauð ljós loga á trénu er bannað að aka brautina,ef ökutæki eru búin að stilla sér upp þá eiga þeir að bakka út úr geislanum og drepa á vélunum.


7.Það er með öllu bannað að fara yfir á hina akreinina fyrr en það er komið að því að fara á tilbaka brautina.Ef ökutækið lætur illa að stjórn þá slærðu bara af,það verða fleirri ferðir,ef eitthvað gerist,högg og læti eða þú telur að eitthvað hafi brotnað eða gefið sig þá beygðu strax útá öxlina og stoppaðu til að forðast að dreyfa olíu eða öðru um alla braut.


8.Ef þú ert í vinstri akrein og tilbaka brautin er hægra megin eins og á okkar braut þá á hægri akreinin forgang og það ber að virða ALLTAF líka þó þú sért töluvert á undan í vinstri akrein.

9.Það er 10kmh hámarkshraði í pittinum og þar ber að fara varlega,þar eru áhorfendur og börn að skoða sig um meðal annars.

10.Hver keppandi er ábyrgur fyrir tjóni sem tækið kann að verða fyrir í spyrnu á brautinni, jafnvel þó annað tækið verði stjórnlaust og fari yfir á rangann vegarhelming, 50/50 reglan.

« Last Edit: November 12, 2012, 21:59:13 by Trans Am »
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline SPRSNK

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.807
    • View Profile
Re: Kvartmíla 101-Ábendingar og reglur á Kvartmílubrautinni.
« Reply #1 on: July 14, 2010, 05:37:28 »
BIG LIKE!

Offline Kristján Stefánsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 685
    • View Profile
Re: Kvartmíla 101-Ábendingar og reglur á Kvartmílubrautinni.
« Reply #2 on: July 14, 2010, 12:26:14 »
Frábært að fá þetta inn á spjallið  \:D/

Offline SPRSNK

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.807
    • View Profile
Re: Kvartmíla 101-Ábendingar og reglur á Kvartmílubrautinni.
« Reply #3 on: July 14, 2010, 12:39:15 »
Mætti ekki hafa fræðslukvöld í klúbbhúsinu á veturna?  :roll:

Það er margt sem við nýgræðingarnir gætum lært af hinum gömlu og reyndu  ..... ef þeir vilja miðla af sinni visku!


Offline Einar K. Möller

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.957
    • View Profile
Re: Kvartmíla 101-Ábendingar og reglur á Kvartmílubrautinni.
« Reply #4 on: July 14, 2010, 12:54:28 »
Góður pistill Frikk.... virkilega góður  =D>
2004 Porsche Cayenne S

Class racing is filled with all kinds of specified engine regulations, weights, and things like that, no one is rewarded for any sort of outside thinking!

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Re: Kvartmíla 101-Ábendingar og reglur á Kvartmílubrautinni.
« Reply #5 on: July 14, 2010, 15:22:44 »
Takk fyrir,ég er aðeins búinn að bæta við þetta.

Ingimundur það eru "fræðslufundir" alla fimmtudaga   :wink:  Það er bara að mæta og spyrja spurninga.  :spol:
« Last Edit: July 14, 2010, 23:18:27 by Trans Am »
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline Kiddi

  • TÚRBÓ
  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.762
    • View Profile
Re: Kvartmíla 101-Ábendingar og reglur á Kvartmílubrautinni.
« Reply #6 on: July 15, 2010, 00:34:02 »
amen
8.93/154 @ 3650 lbs.

Offline Arni-Snær

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 284
    • View Profile
Re: Kvartmíla 101-Ábendingar og reglur á Kvartmílubrautinni.
« Reply #7 on: May 10, 2011, 23:04:35 »
Vel gert...
1968 Chevrolet Camaro
1979 Chevrolet Camaro
1983 Pontiac Firebird

-------------------------------
Kveðja, Árni S. Magnússon...

Offline motorstilling

  • In the pit
  • **
  • Posts: 58
    • View Profile
Re: Kvartmíla 101-Ábendingar og reglur á Kvartmílubrautinni.
« Reply #8 on: June 24, 2012, 23:27:00 »
Góð vísa er aldrei of oft kveðin eins og máltækið segir, mér finnst full ástæða til þess að minna sérstaklega á hámarkshraðnn í pittinum [-X Við verðum að virða hann allir, þarna eru jafnvel óvitar (litlir krakkar) á ferð.
Koma svo virðum reglurnar  \:D/ þær eru til þess að fara eftir þeim  =;
Kv.
Boggi
Jón Borgar Loftsson