Kvartmílan > Almennt Spjall
Geggjað project sem heldur utan um kvartmílutíma
Birkir R. Guðjónsson:
Jæja strákar, vegna snarra handtaka hjá Jón Bjarna eru tímarnir frá æfingunni komnir inn.
http://drag.forritun.org/competition/matches/14/1
1965 Chevy II:
Það væri gaman að athuga hvort við getum látið tölvuna uppfæra þetta live eins og er verið að reyna fyrir norðan, Baldur var að skoða þennan möguleika fyrir
nokkrum árum en þá var eitthvað vandamál, BA er með nýrri Porta Tree hugbúnað en við reyndar.
vadlaheidi:
Sælir
Ég kem að þessu fyrir norðan. Tek fram að við eigum reyndar eftir að sjá þessa nærri-því-rauntíma-virkni í raun :)
En þetta er svo sem ekkert stórmál, snúum paradox skránni úr Porta Tree sem geymir tímana yfir í csv skrá og ftp-um hana inn á vefsvæði, þar sem hún er lesin inn. Geri ráð fyrir að eldri útgáfur af Porta Tree sé að nota eins paradox gagnagrunnstöflur. Sjálfsagt að aðstoða ykkur við að prófa ef þið viljið.
Ég var aðallega að spá í að geta séð tímana á litlum skjá eins og í síma þannig að keppendur og áhorfendur geti skoðað. Sérstaklega fyrir norðan þar sem við höfum ekki tímaskilti.
Ef Birkir (sem virðist vera ungur og graður forritari, ekki gamall og lúinn eins og ég :) ) gæti útfært "mobile" útgáfu af vefnum þá væri um að gera að notast við hann. Við norðanmenn gætum Þá bara sent gögnin inn á þann vef.
(Ég var nefnilega líka búinn að sjá fyrir mér örlitla viðbót á vefinn hans Birkis; Prenta út A4 blað með upplýsingum um bílinn/hjólið. Ef menn yrðu duglegir að skrá þá kæmi það sér vel á bílasýningunum ;-)
Kv. Örvar
Birkir R. Guðjónsson:
Sælir, ég veit nú ekki nákvæmlega hvernig þessar tíma vélar virka hjá ykkur, en einhvernvegin er hægt að koma upplýsingunum á Excel skjal (KK megin allavega, PDF BA megin)
Ég svo aftur tek inn upplýsingarnar úr Excel yfir í CSV sem svo kerfið flytur inn sjálfvirkt þegar búið er að fylla út þáttakenda töfluna.
Það myndi ekki taka mig svo langan tíma að koma upp jquery-mobile útliti á þetta og jafnvel fá lén á þetta til þess að einfaldara sé að slá þetta inn (t.d. milan.is og þá m.milan.is )
Kóðinn að kerfinu má svo finna á https://github.com/birkir/drag - einfalt mál að bæta við útprentun á A4 blaði þar sem þetta er hýst á linux þjóni og má notast við LaTeX til þess að græja PDF skjal til útprentunar.
Kerfið kemur með REST API sem má græja FTP upload á no time.
Það er áliðið, ég ætla að skoða þetta betur í vinnunni á morgun.
1965 Chevy II:
Einn fyrir Birkir 8-)
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version