Kvartmílan > Almennt Spjall
Geggjað project sem heldur utan um kvartmílutíma
Birkir R. Guðjónsson:
Sælir, er búinn að vera dunda mér við að forrita kerfi sem les tímablöðin sem er búið að vera setja hingað inn á spjallið og býr til statistík yfir keppnir og svoleiðis.
Vandinn liggur hinsvegar í því að eldri tímaskjöl sýna mér eiginlega ekki hverjir kepptu saman, eins og 1. umferð 2010, þannig það gæti verið að allt sé í steik þar.
Menn geta farið þarna inn og fundið keppnis númerið sitt, séð statistík um sinn dag á brautinni.
Slóðin er http://drag.forritun.org/ og það er ekki nauðsynlegt að skrá sig, en í framtíðinni mun vera hægt að mappa keppnisnúmer á aðgang, og þannig séð betri statistík.
Búinn að importa 2010 keppnistímabilinu 1,2,3,4 umferð. ásamt síðustu keppni 2011, 1. umferð. En 1. umferð 2010 virkar ekki strax.
Einnig er þetta Open Source og hægt að rýna í kóðann á https://github.com/birkir/drag og þeir sem hafa áhuga á að hjálpa, þá er þetta skrifað í PHP+MySQL á Kohana 3.1 frameworkinu, þeir mega forka og senda mér breytingar :)
Þetta er BETA ennþá þannig be aware.
Hér eru til dæmis línurit af tímum hjá mér í síðustu keppni:
http://drag.forritun.org/competition/competitor/1?id=1
Jón Bjarni:
þetta lítur spennandi út !
SPRSNK:
Heldur betur spennandi =D>
1965 Chevy II:
Þetta er ekkert smá flott hjá þér maður, takk fyrir þetta. =D>
Birkir R. Guðjónsson:
takk fyrir það, búinn að leggja svolitla vinnu í þetta.
Næst á dagskránni er að leyfa notendum að skrá bílana sína inn í kerfið og þar verður hægt að skrá breytingar á bílnum með dagsetningu þannig hægt verður að sjá mun á tímum á milli breytinga í gröfum.
Dæmi:
12.33 - stock
12.25 - pústkerfi
12.18 - lofthreinsari
11.98 - driflæsing
Einnig verður hægt að mappa bíla sem skráðir eru á notanda yfir í keppnislistann.
Hægt er að mappa bíl á keppni, en vera með annan notanda sem driver t.d. en þetta verður security stuff. heimildir að skrásetja svona etc.
Í framhaldinu verður þetta nokkuð góður bílavefur, ég mun setja inn útreiknaðann 1/4 tíma ef 1/8 er bara skráður (með endahraða), ásamt áætluð hestöfl og svoleiðis.
Önnur hugmynd er að gefa tips, t.d. bíll er FWD og 60ft tímarnir eru allir um 3.0s og kannski ET 15.3 að koma með "Vissir þú, að ef þú bætir 60ft um 300ms gætir þú náð niður fyrir 15 ET."
og allskonar fróðleik
Einnig mun ég forrita DataLog kerfi þar sem þú getur sent inn CSV skjal með dataloggi og kerfið sér um að búa til graf og segja MAX/MIN values etc.etc.
Ef þið hafið einhverjar hugmyndir, endilega látið flakka, ég er opin fyrir öllu og það er allt hægt.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version