Við reynum að keyra keppnir ef það nokkur kostur, þess vegna var hún auglýst þó það yrði tæpt, veðrið þarf að vera 100% því það á eftir að setja trackbite ofan á gúmmíið sem Rúdólf er búinn að vera að draga í brautina undanfarið
Náist þetta ekki þá verður bara að hafa það við eigum líka fjölskyldur sem sitja á hakanum á meðan við vinnum í sjálfboðavinnu fyrir klúbbinn og félagsmenn.Það geta komið upp aðstæður sem valda frestun og þá má bóka það að okkur finnst það í það minnsta jafn slæmt og öðrum sennilega verra.
Vilji menn fara í mótorsport þar sem aldrei þarf að fresta þá bendi ég á Rallykross eða torfæru.
Að öðru leiti lofar brautin góðu og það hlakkar í manni að prufa og finna út "sweet spot" í track preppi á brautinni okkar en þeir segja úti að
hver braut sé ólík annari hvað það varðar.