Þú þarft kúplingshús af dieselkassa, vatnskassa úr diesel bíl, hráolíusíu dótið og pönnu og olíupickup úr diesel klafabíl ef þinn er á klöfum.
Ég fór mjög einfalda leið að þessu. Tók vélartölvuna úr og því sem henni fylgdi í húddinu en notaði það sem eftir var fyrir diesel vélina. Það er smurþrýstingur, hitamælir, startari og alternator. Reyndar þurfti ég að verða mér út um utan á liggjandi regulator fyrir alternatorinn sem var svo smá maus að tengja.
Það þarf að finna svissstraum í ádreparann á olíuverkinu og svo tengja stórt relay og þrýstihnapp til að hita glóðarkertin.
Ég lét bensíndæluna bara vera í tanknum en tók öryggið úr fyrir vélartölvuna svo að hún var bara dauð. Reyndar mjög góður kostur að geta kveikt á henni eftir þörfum.
Þetta er svona einfalda leiðin held ég í hnotskurn. Svo er hægt að flækja þetta ægilega og færa rafkerfi á milli og vera ægilega pjattaður með forhitarann í svissinum en það er ekki alveg minn stíll
Getur bjallað í mig ef þig vantar nánari upplýsingar.
6900628