Author Topic: Vélarskipti í Toyota Hilux '91  (Read 2176 times)

Offline Burtondude

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 8
    • View Profile
Vélarskipti í Toyota Hilux '91
« on: April 11, 2011, 17:11:18 »
Á hilux 2.4 bensín og á til 2.4 dísel túrbó vél og hversu mikið vesen er að skipta, rafmagnsvesen?,gírkassaskipti?, getur einhver gefið mér nákvæmar lýsingar á þessu ferli ? :)
Toyota Touring 95-Dósamatur
Toyota Hilux Single Cap 91' -Í Notkun:)
Subaru Legacy 1800 91-Partabíll
Terra Moto 125cc 06-Gefið
Shine Ray 200cc enduro 06- ónothæft
Subaru 1800 '86 -Partabíll
Honda Cr 85cc-Seld
Börkur 7vetra 6,2TDI foli

Offline stedal

  • In the pit
  • **
  • Posts: 52
    • View Profile
Re: Vélarskipti í Toyota Hilux '91
« Reply #1 on: April 12, 2011, 23:27:08 »
Þú þarft kúplingshús af dieselkassa, vatnskassa úr diesel bíl, hráolíusíu dótið og pönnu og olíupickup úr diesel klafabíl ef þinn er á klöfum.
Ég fór mjög einfalda leið að þessu. Tók vélartölvuna úr og því sem henni fylgdi í húddinu en notaði það sem eftir var fyrir diesel vélina. Það er smurþrýstingur, hitamælir, startari og alternator. Reyndar þurfti ég að verða mér út um utan á liggjandi regulator fyrir alternatorinn sem var svo smá maus að tengja.
Það þarf að finna svissstraum í ádreparann á olíuverkinu og svo tengja stórt relay og þrýstihnapp til að hita glóðarkertin.
Ég lét bensíndæluna bara vera í tanknum en tók öryggið úr fyrir vélartölvuna svo að hún var bara dauð. Reyndar mjög góður kostur að geta kveikt á henni eftir þörfum.
Þetta er svona einfalda leiðin held ég í hnotskurn. Svo er hægt að flækja þetta ægilega og færa rafkerfi á milli og vera ægilega pjattaður með forhitarann í svissinum en það er ekki alveg minn stíll :wink:

Getur bjallað í mig ef þig vantar nánari upplýsingar.
6900628
Stefán Dal

Jeep CJ5 V8 360ci. ´80
Mazda6 TD2.0 ´03