Kvartmílan > Alls konar röfl
Steðjanúmer?
AlexanderH:
Þannig er mál með vexti að það er nýlegur bíll með einum bókstaf og þrem tölustöfum sem er nákvæmlega það sem mig langar að hafa á steðjanúmeri, ef mögulegt að fá því breytt í steðjanúmer og skráð á annan bíl þá að sjálfsögðu með samþykki eiganda númersins?
Dart 68:
það er ekki hægt, það er bara hægt að fá steðjanúmer ef viðkomandi númer er "skráð ónýtt" og þá þarft þú að kaupa skráninguna yfir á þitt nafn.
Einnig er ekki hægt að fá einkanúmer sem eru til á bílum fyrir og þá í umferð og svo er líka leitast við að samþykkja ekki of lík einkanúmer -samanber 007 (núll núll sjö) og OO7 (o o sjö)-
AlexanderH:
Númerið er X 845, er það semsagt einkanúmer?
Skráningarnúmer: X 845
Fastanúmer: MK369
Verksmiðjunúmer: KNEJC521865527810
Tegund: KIA
Undirtegund: SORENTO
Litur: Ljósgrár
Fyrst skráður: 31.10.2005
Staða: Í lagi
Næsta aðalskoðun: 01.05.2011
Þetta er frá us.is
Þannig það er ekki hægt að ef með samþykki eiganda Kiunar að hann fái nýtt númer og ég fái X845 sem fornnúmer?
baldur:
Já þetta er einkanúmer. Eigandi Kiunnar gæti skilað inn einkanúmerinu og afsalað sér því þannig að það yrði laust til úthlutunar á ný. Síðan myndir þú sækja um sama einkanúmer til Umferðarstofu.
AlexanderH:
Já en málið er að ég myndi ekki vilja þetta sem einkanúmer á nýju plötunum, ég myndi vilja þetta sem X 845 á gömlum plötum
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version