Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur

Þátttakendur í OF flokki til íslandsmeistara 2011

<< < (2/2)

fordfjarkinn:
Sælir
Einusinni enn uppáhalds umræðuefnið mitt á þessari síðu.
Þetta er allt miskilningur.

OF er ekki 25 ára gamall Ameríku keppnisflokkur.

OF er heimatilbúið hálfkák. Sér Íslenskur keppnisflokkur sem er hvergi annarstaðar til á jörðini.

OF er Stæling á Compitition flokknum hjá NHRA það bara vantar allar reglurnar fyrir utan cirka bát cubik og þingd.

Kinnið þið ykkur Compitition flokkinn og þá fattið þið um hvað málið sníst. Það er ekki til réttlátari flokkur enn Compitition flokkurinn.

Competition er uppfærður á hverju ári og getur ekki verið nútímalegri. Þar vinnur sá sem tekst að kreista mest út úr þeim búnaði sem hann er með burt séð frá mótorstærð eða farartæki.

Competition Getur tekið mjög breiða línu af farartækjum Alt frá Dragsterum með 700 cid mótorum og upp í bíla með v6 eða turbo fjarka. Það er engin að tala um að það passi einhverjir götubílar inn í þetta. Þetta er flokkur fyrir alvöru keppnis græjur. Og sá sem nær mestu út úr sínum búnaði hann vinnur hvort sem hann er með 50.000 dollara 632 tæki eða 50.000 dollara v6 tæki.

Ingó:
Örn verður með á gamla dragganum í suma og ég mun leggja mitt að mörkum til að reina að koma honum niður í index ( það vantar 14 /100 ú sek ) Við reynum að kreista það sem þarf út úr tækinu og vonum að tækið haldi. Ef maður er í kvartmílu og ætlar að reyna að vinna hina sem eru að keppa og eru væntanlega að kreista allt út úr sínu tækinu þá verður maður að gera það sama. Það er vel hægt að komast niður í index hvort heldur NA og eða með NA+ power adder. ( indexið er miðað við Comp og þar eru margir NA ) Þegar menn komast að index og fara niður fyrir það þá lækkar indexið með viðkomandi og þar með helst leikurinn jafn. Það er hægur vandi fyrir Stefán að fara niður í index ( hann þarf trúlega max 200 HP nos sem er ekkert fyrir mótorinn sem hann er með og þar með nánast eingin áhætta)

Ingó.
 :)

Gretar Franksson.:
Ingólfur, þið eruð nokkuð nálægt Indexinu ykkar, hvað ertu með í bor, 4,53?? er strokið 4,00?? ,  er vélin 515 cid??  Hvað eruð þið að Nosa mikið? Er að bera saman ýmsar tölur til gamans. Langar að setja það síðan hér inná til að skoða. Eru menn til í að setja hér inn eftirfarandi upplýsingar um OF keppnistækin sín:
Bor:
stroke:
Rúmtak:
No2 ,stærð hp:
þyngd:
Drifhlutfall hásing:
Stærð slikka:
Skipting:

Navigation

[0] Message Index

[*] Previous page

Go to full version