Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur

Þátttakendur í OF flokki til íslandsmeistara 2011

(1/2) > >>

Stebbik:
Þar sem í dag eru sárafáir keppendur í OF flokki, hverjir verða hugsanlega með í sumar ?

Miðað við hversu gamaldags þessi flokkur er væri gaman að vita hvort það verði 2-4 keppendur í flokknum í sumar. Því það er tilgangslaust að vera með miðað við þessar gömlu... 25 ára Comp. Eleminator reglur (Index)
Þarf ég virkilega að taka séns á að sprengja minn mótor til þess að eiga einhvern möguleika gegn minna breyttum smávélum (0-400 Cid, og þurfa þá að horfa á þá staðreynd að sitja uppi með stórtjón ef illa fer)
Þar sem ég er með 30.000 $ mótor finnst mönnum þá sanngjarnt að ég eigi að þurfi að kreista allt útúr vélinni til þess eins að eiga möguleika á titli, Eftir á að hyggja hefði í raun verið nær að kaupa 10 stk 350 Chevy vélar og vera þá samkeppnishæfur í 2-3 ár með því að nota þeim mun meira nítró (þar sem ekki er gefinn afsláttur fyrir það að keyra eingöngu N/A)

Það vita það allir að þróun í kvartmílu á íslandi hefur verið mjög mikil á síðustu 10 árum, og að mínu mati tekið lang mestum framförum í íslensku mótorsporti, Bílarnir farnir að keyra mun hraðar en þeir gerðu og svæðið okkar orðið gríðarlega flott.

Hinsvegar er ég ásamt fleirum mjög ósáttur með þetta fornaldar Index kerfi sem keyrt er eftir í dag. Og reikna ekki með að keppa til íslandsmeistara í sumar, ef einhver hefur áhuga á pottþéttri spyrnugrind þá má sá sami hafa samband við mig í síma : 895-8030. Því það er alveg eins hægt að eyða tíma og peningum í einhvað sport sem er í takt við tíman...  :roll:




Kv.
Stefán.

Gretar Franksson.:
Sælir, það verða alltaf að vera reglur í öllum keppnum. OF flokkur er ekki meira úreltur frekar en Prostock, Top Fuel, Competition og aðrir flokkar sem keppt er í. Það eru alltaf keppnisreglur til að gera keppnir sanngjarnari. Þú vilt væntanlega starta á jöfnu sama hvað ökutækið er þungt og sama hvaða stærð af vél er um borð? Hentar það þér betur? Hvað með t.d. body bíla vs. léttan dragster. Ert þú að falla í gömlu grifjuna að vilja flokk sem hentar þínu ökutæki? Ef það á að starta á jöfnu verða keppnistæki að vera jafn þung og með jafnstórar vélar ofl. þ.e.a.s sanngjarnar reglur.

Það eru allmargir sem hafa verið að smíða keppnistæki í OF flokk og væri það illa komið við þá menn ef hræra á í þeim reglum.
Þú fullyrðir í OF séu fáir keppendur, það er ekki rétt ef þú skoðar fjölda keppenda í öðrum flokkum. Hvað t.d. kepptu margir í nýja DS flokknum, tveir?
OF er sá flokkur sem hefur haldið velli lengst, vegna þess að hann er sanngjarnari en aðrir flokkar.

Það er til annar flokkur fyrir þá sem ekki vilja keyra OF t.d. sekundu flokkar, þar getur þú keppt til íslandsmeistara. Reynir minna á.

Það á ekki að vera að hræra mikið í keppnisreglunum það er ekki gert annars staðar í heiminum þessu sporti.
með vinsemd GF     

ÁmK Racing:
Sælir drengir. Grétar sérð þú einhverstaðar í pósti Stefáns að hann sé að tala um að það eigi ekki að vera reglur?Ég les ekkert annað úr hans pósti annað en að hann sé að tala um að hvort sé ekki kominn tími á að þessar reglur séu skoðaðar og uppfærðar í takt við tímann,sjáir þú að hann sé að fara fram á að það sé sett einhvert regluverk sem hentar honum betur en þér þá tölum við ekki sama tungumál félgi.Þú talar um að þetta sé sanngjarnt og allt það og þetta getur vel verið það en það sem mér sýnist í þessu þá eru menn að tala um að þeir vilji ekki láta knúa sig til að gasa frekar en þeir vilja.Ég man þó eftir því að þegar þú komst með þinn flotta Trans Am með 632 n/a bíll léttur og flottur þá varðst þú nú ekki snortinn að Þórður fékk forskot á þig á Top Alkahol dragster ekki satt?Mér finnst bara fúlt þegar menn þurfa alltaf að liggja undir einhverjum ásökunum um að þeir séu að reyna higgla sig á kostnað annarara sem er akkurat það sem þú gefur til kynna Kæri Grétar.Það er nefnilega allveg magnað að um leið og einhver nefnir OF þá stökkva menn opp úr sófanum og allir eru agalega vondir að hafa vogað sér að hefja máls á þessu gismoi.Mér persónulega gæti ekki verið meira sama hvernig þið viljið keyra þetta glingur,þetta er bara alls ekki minn tepoki.Með vinsemd og virðingu Árni

Gretar Franksson.:
Sælir, ég setti spurningamerki við nokkur atriði. Var ekki að fullyrða. Það var meira gert til að vekja menn til umhugsunar. Það mætti alveg laga nokkra agnúa á OF flokk,og get verið sammál Stefáni um að N/A ætti að fá hærra Index en Nitro mótor og einnig þarf að laga til Index fyrir Blásin Alkahol mótor.Mætti t.d. vera 0,3sek fyrir Nitro og 1,0sek fyrir Blásin Alkaholmótor í 1/4milu. Eða fara enn nákvæmara og miða við stærð Nitro og stærð blásara fyrir Alkahol.
Það var eitt árið að margir sem voru vel inní OF reglumálum(held við höfum verið 6) komum með tillögur að breytingum í OF, það var nánast allt fellt í kostningu.
Jú Árni það er alveg rétt hjá þér ég minntist á hversu fáránlegt það væri að Top Alkahol dragster 2500 hp fékk forskot á N/A Body bíl. 1230hp, að öðru leiti er OF bara í lagi.
Vinsamlegast GF. 

Harry þór:
Síðan hvenær þurfa menn ekki að kreista allt út úr sínum vélum?

mbk Harry Þór

ps. sem dreymir um að keppa í OF og ekki endilega til að vera  no 1

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version